Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Other Boleyn Girl 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. mars 2008

The only thing that could come between these sisters... is a kingdom.

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Tvær systur berjast um athygli og ást kóngsins Henry 8.

Aðalleikarar

Góð mynd en olli mér vonbrigðum.
Ég ákvað að lesa bókina sem er eftir Phillipa Gregory áður en ég myndi leggja í það að horfa á myndina þar sem ég hef mikinn áhuga á sögu og hefur saga Elizabeth alltaf heillað mig hvernig sem að henni er komið.

Bygging persónana var að mestu leiti góð, en það sem fór mest fyrir brjóstið á mér er hversu lítið er gert úr Katherine af Aragon, í myndinni kemur hún einungis lítið fyrir en spilar mikið hlutverk í bókinni sjálfri.

Einnig er saga Mary Boleyn ekki gert mikið gagn í myndinni og er lítið farið eftir sögulegum staðreyndum og því sem fyrir kemur í bókinni sjálfri. Scarlett Johansson kom mér þó á óvart í þessu hlutverki og fannst mér hún passa nokkuð vel SEM Mary Boleyn en hún hefði komið enn betur fyrir hefði betur farið eftir söguþræðinum.

Fimmtán mínútur inn í myndina fer eitthvað að gerast..., fannst mér það hrein eyðsla á þeim tíma sem kvikmyndagerðarmennirnir höfðu að spila ekki með þann tíma sem þeir höfðu til að gera myndina mun betri.

Natalie Portman sem Anne Boleyn fannst mér ekki neitt sérlega góð hugmynd og er ég enn á þeirri skoðun. Hún er ekki trúverðugasti karakterinn fyrir mér. Góð hugmynd samt að setja tvo fallega kvenmenn í hlutverk systrana, hefði ég samt sem áður kosið einhvern sem passar betur í hlutverið með það í huga að Mary og Anne Boleyn voru báðar kastaðar inn í veröld sem að minnsta önnur átti ekkert heima í.

Eric Bana sem Henry var mjög góð hugmynd. Fyrir utan það að það er ekkert sýnt af þeim hliðum hans sem lýst er vel í bókinni. Hræðslu hans við að deyja án karlkyns erfingja. Væntumþykkju hans á Catherine (eldra barni Mary sem ekki kemur einu sinni fyrir í myndinni), Henry (sonur Mary sem Anne ættleiddi til þess að eiga 'son' ef hún gæti ekki eignast son sjálf) og svo dóttur hans og Katherine af Aragon...

Einnig virðast margir characterana hreinlega gleymast, eins og William Carey maður Mary, einnig er ekkert minnst á þann tíma sem Mary eyðir á Heaver eða þegar dóttir Mary er lady in waiting hjá móðursystur sinni og er með henni fram að dauðadegi.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er ekki mikill tími til að vinna með þegar svona mynd er gerð, hefði samt viljað sjá MEIRA af sögunni.

Verð að taka undir það sem margir segja á IMDB... það að sjá Scarlett Johansson í þessu hlutverki er í raun eina ástæðan fyrir því að horfa á myndina.

***/*****

Fær 3 af 5 stjörnum hjá mér en það er að mestu megnis vegna Scarlett Johansson og búningana.

Mæli með við alla að lesa bókina til að fá betri hugmynd um söguna.

Viskan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn