Leiðsögumaðurinn
1987
(Pathfinder, Ofelaš)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
86 MÍN
80% Critics Aigin er hraustur ungur Samapiltur, sem elskar að þeysa á skíðum sínum yfir hjarnið. En dag einn er hann nálgast heimili sitt mætir honum skelfileg sjón. Hópur hinna illræmdu og grimmu Tsjudena er þarna, og hafa þeir myrt alla fjölskyldu Aigins, móður hans, föður og litla systur. Agin verður stjarfur við þessa sjón, en þá verða Tsjudenarnir hans varir,... Lesa meira
Aigin er hraustur ungur Samapiltur, sem elskar að þeysa á skíðum sínum yfir hjarnið. En dag einn er hann nálgast heimili sitt mætir honum skelfileg sjón. Hópur hinna illræmdu og grimmu Tsjudena er þarna, og hafa þeir myrt alla fjölskyldu Aigins, móður hans, föður og litla systur. Agin verður stjarfur við þessa sjón, en þá verða Tsjudenarnir hans varir, og hann leggur á flótta. Hann særist af örvaskoti, en tekst þó að komast undan. Löngu seinna kemur hann, illa til reika, inn í lítið Samaþorp, og segir tíðindin. Það grípur um sig hræðsla, og fólkið vill strax flýja í átt til strandar, þar sem er fleira fólk og betra til varnar. Aigin neitar að fara með, hann ætlar að berjast við illvirkjana. Það verður úr að nokkrir menn verða eftir hjá Aigin, og ætla að berjast með honum, en hitt fólkið heldur af stað. Þeir berjast hraustlega gegn Tsjudenunum, en allir eru drepnir nema Aigin. Þeir neyða hann til að gerast leiðsögumann og vísa þeim veginn til strandar. Hann á enn harma sinna að hefna, en til þess þarf hann að vera slunginn og leiða Tsjudenana í gildru. Þar þarf mikið hugrekki til að reyna það, og Aigin er ungur drengur.... minna