88 Minutes
2007
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 6. júní 2008
He has 88 minutes to solve a murder. His own.
108 MÍNEnska
5% Critics 17
/100 Háskólaprófessorinn Jack fær símtal sem segir að hann eigi aðeins 88 mínútur eftir ólifaðar - uppfrá því verður hann að finna morðingja sinn áður en það er um seinan. Myndin gerist í Seattle í Bandaríkjunum. Jack Gramm, vinsæll réttarsálfræðingur og háskólaprófessor tók þátt í að sakfella raðmorðingjann Jon Forster með því að hafa sín... Lesa meira
Háskólaprófessorinn Jack fær símtal sem segir að hann eigi aðeins 88 mínútur eftir ólifaðar - uppfrá því verður hann að finna morðingja sinn áður en það er um seinan. Myndin gerist í Seattle í Bandaríkjunum. Jack Gramm, vinsæll réttarsálfræðingur og háskólaprófessor tók þátt í að sakfella raðmorðingjann Jon Forster með því að hafa sín áhrif á kviðdóminn til að dæma Forster til dauða. Jon sakar Jack um að vera vísvitandi að hagræða niðurstöðunni, með því að hvetja eitt vitni og systur eins af fórnarlömbum hans til að bera vitni gegn honum. Að kvöldi aftökunnar, þá fær Jack símtal þar sem honum er sagt að hann eigi aðeins 88 mínútur ólifaðar, á sama tíma og hermikráka er á ferð sem er að herma eftir Jon og hans morðum, og drepur konur með sömu aðferðum, og lögreglan í Seattle eltist nú við. Með aðstoð Shelly Barnes, alríkislögreglumanns, vinar síns Frank Parks og aðstoðarmanns síns Kim Cummings, þá rannsakar Jack undarlega vandræðaunglinga, öryggisvörð á háskólalóðinni og konu sem hann átti ástarfund með eina nótt.... minna