Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er prump. Í alvöru, hún er einhver illa lyktandi lofttegund. Þegar ég horfði á hana gaus upp þessi ferlegi fnykur. Silent but deadly. Ég opnaði alla glugga en það dugði ekki til. Ég rétt náði að halda meðvitund og klára en ég mæli með ilmkerti eða gasgrímu ef þið verðið að horfa á þessa mynd. Annars er eiginlega best að sleppa því.
Plakatið fyrir myndina var valið VERSTA plakatið árið 2008 af IMP (internet movie poster awards). Það þykir ruglingslegt hvað Cage er að gera á myndinni.
Þessi mynd er varla endurgerð en þessir leikstjórar gerðu mynd með sama titli árið 1999. Sú mynd fjallaði líka um leigumorðingja en hann var víst heyrnalaus og sagan var önnur.
Nicolas Cage leikur hér leigumorðingjann Joe sem er staddur í Bangkok í verkefni og ræður sér Tælenskan aðstoðarmann og verðandi nemanda. Vinur okkar kynnist heyrnarlausri stelpu sem vinnur í apóteki og þá fyrst fer allt í hund og kött. Bangkok Dangerous er alveg ágætis mynd á marga vegu, sniðug, spennandi og Tælenska myndatakan er flott en það sem dregur myndina niður er aðallega sambandið milli Cage og stelpunnar en það veikir söguna af því að það er farið svo ósannfærandi að því. Nicolas Cage er alveg prýðilegur sem Joe en flestir aðrir í myndinni eru satt að segja ekkert spes. Bangkok Dangerous er annars dularfull mynd og eiginlega ómissandi þó að hún sé engin snilld. Ég gef henni 7/10 í einkunn sem samsvarar tveimur og hálfri stjörnu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.lionsgate.com/bangkokdangerous
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. október 2008