Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bangkok Dangerous 2008

(Time to Kill)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. október 2008

There's only one way out., It's all in the execution.,

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics
The Movies database einkunn 24
/100
1 tilnefning

Nicolas Cage leikur aðalhlutverkið í þessari spennu- og hasarmynd, sem fjallar um bandaríska leigumorðingjann Joe (Cage), sem ferðast um allan heim til að framfylgja beiðnum yfirmanns síns um launmorð. Hann fær vel borgað og spyr ekki spurninga um réttmæti morða sinna og er að klára verkefni í Prag þegar hann er sendur til Bangkok til að drepa fjórar manneskjur... Lesa meira

Nicolas Cage leikur aðalhlutverkið í þessari spennu- og hasarmynd, sem fjallar um bandaríska leigumorðingjann Joe (Cage), sem ferðast um allan heim til að framfylgja beiðnum yfirmanns síns um launmorð. Hann fær vel borgað og spyr ekki spurninga um réttmæti morða sinna og er að klára verkefni í Prag þegar hann er sendur til Bangkok til að drepa fjórar manneskjur fyrir glæpasamtök í borginni. Þar á meðal er glæpamaður sem stundar mansal á ungum stúlkum og stjórnmálamaður sem stendur í vegi fyrir samtökunum. Joe ræður unga smáglæpamanninn Kong (Shakhrit Yamnarm) sem aðstoðarmann og tengilið við samtökin. Í apóteki einu hittir hann svo hina þöglu Fon (Charlie Yeung) og býður henni út. Þau falla hvort fyrir öðru og færir Fon honum langþráðan félagsskap í hættulegu lífi sínu, sem hann heldur þó leyndu fyrir henni. Auk þess tengist hann Kong vinaböndum og verður eins konar fyrirmynd eða kennari hans. Þessi nýfengna manngæska Joe verður þó fljótt til þess að hann verður í meiri hættu en nokkurn tíma áður og þarf að gæta sín enn betur í skuggalegu starfi sínu. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er prump. Í alvöru, hún er einhver illa lyktandi lofttegund. Þegar ég horfði á hana gaus upp þessi ferlegi fnykur. Silent but deadly. Ég opnaði alla glugga en það dugði ekki til. Ég rétt náði að halda meðvitund og klára en ég mæli með ilmkerti eða gasgrímu ef þið verðið að horfa á þessa mynd. Annars er eiginlega best að sleppa því.

Plakatið fyrir myndina var valið VERSTA plakatið árið 2008 af IMP (internet movie poster awards). Það þykir ruglingslegt hvað Cage er að gera á myndinni.

Þessi mynd er varla endurgerð en þessir leikstjórar gerðu mynd með sama titli árið 1999. Sú mynd fjallaði líka um leigumorðingja en hann var víst heyrnalaus og sagan var önnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nicolas Cage leikur hér leigumorðingjann Joe sem er staddur í Bangkok í verkefni og ræður sér Tælenskan aðstoðarmann og verðandi nemanda. Vinur okkar kynnist heyrnarlausri stelpu sem vinnur í apóteki og þá fyrst fer allt í hund og kött. Bangkok Dangerous er alveg ágætis mynd á marga vegu, sniðug, spennandi og Tælenska myndatakan er flott en það sem dregur myndina niður er aðallega sambandið milli Cage og stelpunnar en það veikir söguna af því að það er farið svo ósannfærandi að því. Nicolas Cage er alveg prýðilegur sem Joe en flestir aðrir í myndinni eru satt að segja ekkert spes. Bangkok Dangerous er annars dularfull mynd og eiginlega ómissandi þó að hún sé engin snilld. Ég gef henni 7/10 í einkunn sem samsvarar tveimur og hálfri stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn