Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þið sem teljið ykkur vera fara á spennandi mynd, þá hef ég soldið að segja frá: Ekki fara á hana. Ég fór á þessa mynd með engar væntingar en oh my God. Þvílík fyrirsjáanlegheit sem þessi mynd er. Sagan í myndinni er basically sú sama og maður hefur þúsund sinnum séð áður: Fjölskylda flytur í hús langt út í buskanum. Yfirgefið og algerlega einangrað. En húsið á sér dimmri sögu en fólk grunar. Hversu oft höfum við séð þessa formúlu? Í rauninni, er ég orðinn soldið þreyttur á þessu. Bregðuatriðin voru léleg, spennan engan veginn til staðar og svo eru leikararnir arfaslappir. Þessi mynd er svo slæm, að hún fékk fólkið í salnum til að fara að hlæja. Man ekki eftir því í langan tíma að hafa hlegið yfir hrollvekju. Sem sýnir að hún er engan veginn að virka. Og fær þessi sori fýlukall í einkunn hjá mér, og verðskulduð einkunn fyrir þessa hörmung.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
13. apríl 2007