Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Shine a Light 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. apríl 2008

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Heimildamynd um rokkkóngana sjálfa í The Rolling Stones. Það er enginn annar en Martin Scorsese sem leikstýrði myndinni. Myndin fer yfir langan feril hljómsveitarinnar sem var stofnuð 1962, sýnir viðtöl við hljómsveitarmeðlimi og brot úr frægum tónleikum sveitarinnar. Scorsese tók líka upp tvo tónleika sérstaklega fyrir myndina í Beacon leikhúsinu á tónleikaferðalagi... Lesa meira

Heimildamynd um rokkkóngana sjálfa í The Rolling Stones. Það er enginn annar en Martin Scorsese sem leikstýrði myndinni. Myndin fer yfir langan feril hljómsveitarinnar sem var stofnuð 1962, sýnir viðtöl við hljómsveitarmeðlimi og brot úr frægum tónleikum sveitarinnar. Scorsese tók líka upp tvo tónleika sérstaklega fyrir myndina í Beacon leikhúsinu á tónleikaferðalagi sveitarinnar árið 2006 og fékk í lið með sér nokkra af færustu tökumönnum nútímans. Þeir tóku ekki aðeins upp tónleikana sjálfa heldur héldu sig líka baksviðs til þess að ná stemmningunni þar. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Allskostar frábær tónleikamynd
Ég er ekki mikill Stones aðdáandi, líklega ekki meiri né minni en hinn venjulegi tónlistaráhugamaður. Ég var hins vegar spenntur þegar ég sá að Scorsese væri að fara að leikstýra þessari mynd um meistarana.

Scorsese tekst að pota inn klippum frá fyrstu dögum bandsins á stórskemmtilegan hátt. Maður hafði á tilfinningunni að hann væri að klippa þetta eins og tónlistarmyndband, þ.e. 2-3 lög og svo kom gamalt viðtal þar sem aðeins var sýnt "spurning - svar", "spurning - svar" og svo var manni hent aftur í tónleikana. Þetta heppnaðist eins ákjósanlega og hægt var að búast við.

Myndin er í höndum fagaðila allan tímann, á hvíta tjaldinu sem og á bakvið það og fyrir þá sem fíla ekki Rolling Stones þá er ótrúlega mikið að sjá fyrir venjulegan bíómyndaaðdáanda. Hljóðið er t.d. frábært (myndin á að spilast í botni!) og myndatakan er GEGGJUÐ! Fyrir þá sem eru að vonast eftir einhverju öðru en tónleikamynd og velta aldrei fyrir sér hlutum eins og einmitt hljóði, myndatöku, klippingu og öðru þess háttar eiga ekki að leggja leið sína á þessa mynd.

Ég var hins mjög ósáttur með tilraun bíóhússins að eyðileggja þessa upplifun mína, ég skil hreinlega ekki af hverju allar græjur eru ekki í botni á svona mynd. Þegar maður heyrir poppskruðninga í miðju lagi þá veit maður að ekki er allt eins og það á að vera. Þetta er bíómynd sem á að spilast í botni og Sambíóunum Kringlunni tókst ekki að fullnægja þeirri þörf hjá mér, og mörgum öðrum sem voru í salnum. Burtséð frá því þá er þetta stórskemmtileg mynd, fyrir mig sem er ekki Stones aðdáandi þá eru þetta 3 stjörnur, en fyrir forfallna Stonesara þarna úti þá er þetta að sjálfsögðu fullt hús, 4 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Eilífðartöffarar
Þessi mynd gerist öll á einum tónleikum í Beacon Theater í New York, en skotið er inn í gömlum viðtölum við meðlimi Stones. Á tónleikunum koma við sögu 3 gestir, Jack White, Buddy Guy og Cristina Aquilera, og krydda þau tónleikana mjög skemmtilega.

Þetta er hörku tónleikamynd og hljómsveitarmeðlimir einkar trúverðugir eilífðartöffarar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.01.2012

LCD Soundsystem slær í gegn..aftur!

Heimildarmynd um indíhljómsveitina LCD Soundsystem, Shut Up And Play The Hits, var frumsýnd á Sundance Film Festival síðastliðinn sunnudag og fékk hrikalega góðar viðtökur. Myndin hefur fengið mikið hrós fyrir öðruv...

18.08.2011

Inni - nýr DVD frá Sigur Rós kemur út í nóvember

Hljómsveitin Sigur Rós hefur tilkynnt um útkomu nýs DVD disks með tónleikum hljómsveitarinnar í Alexandra Palace árið 2008, ásamt tónleikaplötu. Diskurinn og platan bera nafnið Inni. Myndinni er leikstýrt af sama manni o...

20.07.2011

Scorsese frumsýnir mynd um Harrison í október

Ný heimildamynd um gítarleikara bresku hljómsveitarinnar The Beatles, eða Bítlanna, verður frumsýnd í október á HBO sjónvarpsstöðinni bandarísku. Í myndinni er notast m.a. við fjölskyldumyndbönd, viðtöl og efni sem aldrei hef...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn