Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fanboys 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. febrúar 2009

árið 1998 stálu fimm vinir sér leið inn í heimssöguna.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 32% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Gamanmynd um fimm vini og mikla Star Wars aðdáendur sem árið 1988 lengja á sig mikið ferðlag þvert yfir Bandaríkin til þess að brjótast inn í Skywalker Ranch til að stela fyrsta eintaki af Star Wars Episode I: The Phantom Menace. Þeir lenda í miklum hremmingum á leiðinni en allt fer þó vel að lokum eða hvað?

Aðalleikarar


Þessi mynd fékk mikið hype þegar hún kom út. Þar sem ég er nýbúinn að fara í gengum allar Star Wars myndirnar varð ég að taka þessa líka. Ég verð að segja að hún stóð engan veginn undir því umtali sem ég var búinn að heyra. Mér fannst hún mjög sjaldan fyndin. Mér fannst allar persónur vera frekar grunnar og ákvarðanir oft ótrúlega heimskulegar.

Spoiler - Plottið snýst um að nokkrir últra Star Wars aðdáendur ákveða að reyna að stela eintaki af Episode 1 nokkrum mánuðum áður en hún verður frumsýnd. Þeir fara í road trip til Skywalker Ranch George Lucas og lenda í ævintýrum á leiðinni. That´s it.

Leikarar voru ágætir. Af krökkunum fannst mér Dan Fogler bestur sem Hutch. Seth Rogan var nokkuð góður í tveimur mjög silly (og litlum) hlutverkum. Svo var mjög gaman að sjá andlit á borð við William Shatner, Danny Trejo, Carrie Fisher og Billy Dee Williams. Vandmálið var samt handritið. Það var fullt af Star Wars tilvitnunum auðvitað og mikið um deilur við Star Trek aðdáendur. Ég skil reyndar ekki af hverju það er ekki hægt að vera bæði.

Myndin var of fyrirsjáanleg og klysjukennd með American Pie brandara meðal annars. Ég meina Skywalker Ranch er bókað með öflugra öryggiskerfi en þarna er sýnt. Svo er þetta allt svo tilgangslaust þegar maður veit að episode 1 var ekkert svo frábær. Ég komst rétt svo í gegnum þessa mynd og ég er hálfgerður fanboy og trekkie. Hvernig er þessi mynd þá fyrir “venjulegt fólk”. Er ég alveg úti að aka? Er einhver þarna úti sem hafði gaman af þessari mynd?

“What's the Klingon for I'm going to die a virgin?”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mynd um nörda, fyrir nörda
Þessi mynd minnti mig á það hversu spenntur ég var fyrir The Phantom Menace á sínum tíma, og þar af leiðandi hversu mikil vonbrigði hún var. Hugmyndin á bakvið Fanboys er stórskemmtileg og ljómandi fersk. Með aðeins meiri vinnu lagða í lokahandritið hefði þetta getað orðið frábær gamanmynd, en í staðinn fáum við mynd sem er aðeins fín, og alvarlega hífuð niður af þeirri staðreynd að vera dæmigerð "vegamynd" að nánast öllu leyti, og fylgir hún sterkt á eftir uppskrift slíkra mynda.

Fanboys er ekkert ósvipuð Sex Drive eða Road Trip, nema nekt og klúrum bröndurum hefur verið skipt út fyrir Star Wars-djóki og gríni á kostnað "nördanna" - sem er eflaust það ferskasta sem ég get sagt um ræmuna, og hún ber sig líka vel enda hló ég yfir henni mest allan tímann.

Myndin má líka eiga það að innihalda einungis skemmtilegar persónur, en fjórmenningarnir - leiknir af Dan Fogler, Sam Huntington, Jay Baruchel og Chris Marquette - eru allir fínir og ná allir vel saman (köllum það góða "kemistríu," án þess að það hljómi pervertískt). Einnig fær hver og einn eitthvað að gera af viti og hefur maður gaman að þeim. Það hjálpar kannski líka að þessar helstu persónur séu ekki stereótýpur vegamyndageirans, heldur allir harðir Star Wars-aðdáendur, sem undirritaður getur tengt sig við. Kristen Bell er síðan einhver flottasta nördagella sem ég hef borið augum á í bíómynd, og það er alltaf góður hlutur að sjá stelpu í Leiu-gullbikiníinu. Ekki neita því.

Annars er húmorinn í myndinni massagóður! Þ.e.a.s. ef þú fattar tilvísanirnar. Þar sem að myndin er einn stór óður til nördasamfélagsins er áberandi að slatti af húmornum fer beint framhjá mörgum áhorfendum, og mér finnst það frábært. Bara verst hvað öll myndin er svo mikil formúla, og hún reynir gjarnan fullkmikið að vera sniðug með ýmsum gestahlutverkum, sem gegna sum engu hlutverki öðru en til að hrópa framan í áhorfandann "Sjáðu hver er þarna!"

Það var skondið að sjá þarna Carrie Fisher, Billy Dee Williams, Ray Park, "Harry Knowles" og William Shatner, en ég sá nákvæmlega engan tilgang með að skella t.d. Kevin Smith og Jason Mewes í 15 sekúndna senu sem var heldur ekkert fyndin. Af hverju ekki láta þá gera meira?? og hvar var George Lucas?! Ég get ekki ímyndað mér annað en að flestir hafi búist við að sjá hann þarna.
Annars er Seth Rogen - sem þegar leikur í nánast öllum gamanmyndum núorðið - settur í tvö hlutverk, og kemur hann vel út í þeim báðum. Besta línan í allri myndinni er einmitt flutt af honum, og vísar hún í ófétið Jar Jar Binks.

Það sem vantar í þessa mynd - fyrir utan frumlegri atburðarás - er þessi sjarmi sem hefur einkennt undanfarnar Kevin Smith-myndir og jafnvel bestu Judd Apatow-myndirnar. En þrátt fyrir klisjur, þá getur gamanmynd virkað ef þér er annt um persónurnar og heldur upp á sambönd þeirra. Fanboys reynir að ná þessu markmiði, en hún eyðir alltof litlu púðri í að komast þangað.
Líka hefði mátt pota inn fleiri bröndurum varðandi "gæði" Phantom Menace-myndarinnar. Ég segi þetta ekki bara vegna þess að mér fannst hún ekkert spes, því síðast þegar ég vissi er sú mynd almennt talin einhver stærstu vonbrigði allra tíma. Frekar tilvalið að hrauna aðeins yfir hana - þá í góðu gríni, að sjálfsögðu.

Myndin er ójöfn, og það sést. Það kemur mér einmitt að þessu framleiðslubrjálæði sem hún fór í gegnum. En fyrst átti að frumsýna hana árið 2007, svo seinkaði hún fram að 2008. Svo voru framleiðendur ósáttir við það að einn aðalkarakterinn væri með krabbamein (ég er ekki að spoila - þetta kemur fram mjög snemma), svo þeir létu breyta því og taka upp nýjar senur. Svo var því mótmælt og á endanum var myndin gefin út eins og henni var upphaflega ætlað að vera - eða næstum því.

Þó svo að myndin hafi fengið blessun Lucasar það þýðir ekki að markhópurinn verði eins sáttur. Gleymum heldur ekki að Lucas hefur verið þekktur fyrir margar skemmdar ákvarðanir (Ewoks - Jar Jar - blývarinn ískápur!).

Satt að segja er möst fyrir aðdáendur til að kíkja á myndina, ef ekki bara fyrir tilvísanirnar. Fanboys er sjúklega fyndin á köflum, en handritið hefði átt að fara nýrri leiðir með atburðarásina. Kaldhæðnin er þó sú að myndin hefði eflaust virkað ferskari hefði hún komið út fyrir rúmlega 10 árum síðan, þegar sagan gerist.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn