Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Last Legion 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Before King Arthur, there was Excalibur.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Allt fer í upplausn í Rómaveldi eftir að Rómúlus Ágústus er krýndur. Fyrr en varði er hann kominn í útlegð á Capri ásamt lærimeistaranum sínum, Ambrosinus. Þar finna þeir stórt og mikið sverð sem tilheyrði Sesari sjálfum. Eftir að þeir flýja úr prísundinni enda þeir í Bretlandi þar sem þeir leita að stuðningsmönnum. Það reynist hins vegar hin... Lesa meira

Allt fer í upplausn í Rómaveldi eftir að Rómúlus Ágústus er krýndur. Fyrr en varði er hann kominn í útlegð á Capri ásamt lærimeistaranum sínum, Ambrosinus. Þar finna þeir stórt og mikið sverð sem tilheyrði Sesari sjálfum. Eftir að þeir flýja úr prísundinni enda þeir í Bretlandi þar sem þeir leita að stuðningsmönnum. Það reynist hins vegar hin mesta hættuför, vegna þess að allir eru á höttunum eftir sverðinu góða. Þeir þurfa virkilega að berjast fyrir lífinu í bardaga sem mun hugsanlega reynast þeim um megn.... minna

Aðalleikarar


The Last Legion hafði góða möguleika til þess að verða góð kvikmynd, sagan gerist þegar Rómaveldið er að falla sem verður að segjast er býsna gott umhverfi til þess staðsetja kvikmynd. En ekki aðeins er Last Legion óþægilega klisjukennd heldur illa skrifuð, leiðinleg og virtist vera copy/paste úr mörgum eldri myndum eins og t.d Lord of the Rings og King Arthur. Colin Firth var eini leikarinn sem stóð sig ásættanlega vel og mögulega Thomas Sangster en hinir leikararnir voru annaðhvort slæmir eða miscast, meiraðsegja Ben Kingsley var frekar slappur. Aishwarya Rai, Bollywood leikkonan var eitt af því betra sem myndin hafði uppá að bjóða því hún var nánast nakin nokkrum sinnum í myndinni. Síðan var einnig Kevin McKidd, aðalleikarinn úr Rome þáttunum, hefði bara handritið verið betur skrifað þá hefði hann getað sýnt sig almennilega þar sem hann er býsna góður leikari. Myndin kostaðu rúmlega 75 milljón dollara í vinnslu, þessi peningaupphæð sést ekki þar sem mér sýndist hún vera frekar ódýr. Ég held að fólkið bakvið myndina ætlaði sér að gera mun betri mynd en af einhverjum orsökum þá misheppnaðist framleiðslan frekar illa, enda var útgáfudegi myndarinnar frestað um meira en ár þar sem hún átti að koma út 2006. Ég get að engu leiti mælt með The Last Legion, sumt fólk mun án efa fíla þessa mynd meira en ég en þar sem ég er sjálfur mikill aðdáðandi kvikmynda af nákvæmlega þessari gerð þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn