Náðu í appið
Heima
Öllum leyfð

Heima 2007

(Sigur Rós - Heima)

Frumsýnd: 5. október 2007

Heima. A tribute to the people and places that make up 'home.'

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 8
/10

Heima er heimildamynd um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland sumarið 2006. Hljómsveitin spilaði meðal annars á Miklatúni, Ásbyrgi, Seyðisfirði, Kirkjubæjarklaustri og fleiri stöðum um allt Ísland.

Aðalleikarar

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Heima er mynd sem gengur í gegn eins og tímalína, þ.e. frá einum tónleikum til annars þar til hún endar á stórfenglegan hátt á Klambratúni(Miklatúni) í Reykjavík. Farið er yfir hverja einustu tónleika ásamt því að myndir af náttúrunni og viðtöl og sögur frá meðlimum Sigur Rósar fá að njóta sín til hins ýtrasta. Það er óhætt að segja að þetta er gjörsamlega mögnuð mynd sem að ég tel skyldu fyrir alla Íslendinga að sjá á einhverjum tímapunkti í lífinu. Það er alltaf stutt í húmorinn og myndatakan og hljóðvinnslan er sú besta sem hefur sést í íslenskri mynd (n.b. erlendur leikstjóri). Í myndinni koma skot af börnum að horfa á tónleikana sem á líklegast að tákna hversu barnaleg og saklaus Sigur Rós er í raun og veru. Íslensk náttúra fær að njóta sín, en það fór þó í taugarnar á mér hvað myndin er stíluð á erlendan markhóp. Öll myndatakan af Íslandi er frábær en svo er stokkið í viðtal við hljómsveitina þar sem þeir tala á bjagaðri ensku og hún er með íslenskum texta, en þrátt fyrir þetta er myndin styrkt af íslenskum yfirvöldum og íslenskum fyrirtækjum. Betur hefði mátt hafa íslenskan leikstjóra við stjórnvölinn til þess að fara alla leið! Þrátt fyrir þetta fær gæsahúðin að njóta sín í 94 mínútur og þegar allt kemur til alls er þetta eitt magnaðasta kvikmynda- og tónlistarverk sem hefur verið gert hér á landi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn