Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Lust, Caution 2007

(Se, jie)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. janúar 2008

To kill the enemy, she would have to capture his heart... and break her own.

157 MÍNJapanska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 61
/100
Vann Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Golden Globe tilnefning. Önnur 12 verðlaun og 14 tilnefningar

Njósnari í Seinni heimsstyrjöldinni þarf að tæla og ráða síðan af dögum fulltrúa sem vinnur fyrir yfirstjórn Japana í Shanghai. Verkefnið flækist þegar hún verður ástfangin af manninum sem hún á að drepa.

Aðalleikarar


Lust, Caution er enn eitt meistaraverkið frá Ang Lee. Þetta er margverðlaunuð njósnamynd sem gerist í Shanghai á tíma seinni heimstyrjaldarinnar. Ég ætla ekki út í plottið en hún er ótrúlega vel gerð. Hún byggir mikið að togstreitu og tilfinningum og nær dýpt sem er ekki algengt að sjá. Tony Leung Chiu Wai fer á kostum sem illmennið og aðrir eru mjög góðir líka. Myndin er í lengra lagi (2,5 klst) en hún er vel þess virði. Leitið hana uppi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ang Lee tekst ætlunarverk sitt
Myndin gerist á tímum stríðsins og fjallar á raunsæan hátt um líf uppreisnarsinna sem reyna að gera sitt til að koma sínum kröfum um frelsi á framfæri. Ang Lee nær að byggja upp ótrúlega menningu og umhverfi sem nær algerlega að koma sér til áhorfandans, það mætti segja að maður hafi verið í menningarlegu sjokki í 157 mínútur. Leikarar standa sig frábærlega og sérstaklega aðalleikkonan, enda skoðaði Ang Lee 10.000 leikkonur áður en hann valdi hana. Frekar svæsin kynlífsatriði eru í myndinni, en spennan sem nær að byggjast upp áður en þau koma fram er gríðarleg. Ang Lee nær hér að búa til flotta fléttu sem vantar þó aðeins lokahnútinn á, en fær þó fullt hús frá undirrituðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn