Náðu í appið
Öllum leyfð

The Last Picture Show 1971

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Anarene, Texas, 1951. Nothing much has changed...

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 93
/100

Það er árið 1951 í smábænum Anarene í Texas. Sam the Lion, eigandi kaffihússins í bænum, sundlaugar og kvikmyndahúss, og óopinber föðurímynd margra ungra manna í bænum, er einn af fáum íbúum bæjarins sem virðist vera sáttur við hlutskipti sitt og búsetu í bænum. Yngri kynslóðin virðist ekki sjá mikla framtíð í því að vera í bænum. Hinn viðkvæmi... Lesa meira

Það er árið 1951 í smábænum Anarene í Texas. Sam the Lion, eigandi kaffihússins í bænum, sundlaugar og kvikmyndahúss, og óopinber föðurímynd margra ungra manna í bænum, er einn af fáum íbúum bæjarins sem virðist vera sáttur við hlutskipti sitt og búsetu í bænum. Yngri kynslóðin virðist ekki sjá mikla framtíð í því að vera í bænum. Hinn viðkvæmi Sonny Crawford og hinn hranalegi Duane Jackson eru útskriftarnemar í miðskólanum, leiðtogar í frekar lánlausu ruðningsliði skólans, og bestu vinir. Duane er með hinni fallegu Jacy Farrow, dóttur olíubaróns bæjarins. Móðir Jacy, Lois Farrow, býður Jacy gott ráð fyrir framtíðina: að giftast þeim sem hefur bestu framtíðarmöguleikana, og þá helst að komast burt úr bænum, og sá drengur er ekki Duane. Jacy fer að líta í kringum sig. Sonny er nýhættur með kærustu sinni Charlene Tuggs, en þau virðast hafa verið saman bara af því að þau höfðu ekkert betra að gera. Á meðan Sonny dreymir um Jacy, eins og hinir strákarnir, þá á hann ástarævintýri með hinni miðaldra Ruth Popper, óhamingjusamri eiginkonu ruðningsþjálfarans.... minna

Aðalleikarar

Eldist ekki alveg nógu vel
The Last Picture Show er ein af þessum eldri myndum sem manni er ráðlagt að sjá. Hún er vissulega vel gerð og einstök að mörgu leyti.

Hún fjallar um nokkra krakka í smábæ í Texas á lokaári sínu í high school. Þeim leiðist mikið lífið því það er ekkert við að vera í þessum uppþornaða og deyjandi bæ. Það eru ýmsar uppákomur og vandræði sem að myndast í lífi þeirra og þau þurfa að takast á við ýmislegt til að þroskast. Myndin fékk nafn sitt á því að bærinn var orðinn svo niðurníddur að það þurfti að loka kvikmyndahúsinu.

The Last Picture show er fín mynd, það er hennar galli að hún eldist ekki alveg nógu vel. Eldri kynslóðin hefur meira gaman af henni en sú yngri og því er tilvalið að horfa á hana með einhverjum eldri.
Myndin verður líka hálf langdregin á köflum.
Það er samt heilmikill metnaður að baki þessari mynd. Myndin lætur mann virkilega finna fyrir hversu ömurlegt lífið er á þessum stað og maður finnur virkilega til með persónunum.

Þeir sem hafa gaman af eldri myndum sérstaklega um 6. áratuginn munu fíla þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn