Náðu í appið
The Pursuit of Happyness
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Pursuit of Happyness 2006

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 9. febrúar 2007

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 64
/100
Will Smith tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki.

Myndin er byggð á sannri sögu um mann að nafni Chris Gardner. Gardner hefur eytt öllu sparifénu í fjölda eintaka af tæki sem heitir "Beina-þéttleika skanni", en á erfitt með að selja þau, en hann þarf að selja þrjá skanna á mánuði svo það dugi til að borga reikningana. Á meðan Gardner er að reyna að finna út hvernig hann getur selt tækin þá fer konan... Lesa meira

Myndin er byggð á sannri sögu um mann að nafni Chris Gardner. Gardner hefur eytt öllu sparifénu í fjölda eintaka af tæki sem heitir "Beina-þéttleika skanni", en á erfitt með að selja þau, en hann þarf að selja þrjá skanna á mánuði svo það dugi til að borga reikningana. Á meðan Gardner er að reyna að finna út hvernig hann getur selt tækin þá fer konan frá honum, hann missir húsið, bankareikninginn og kreditkortareikninginn. Hann neyðist til að lifa á götunni með syni sínum, og þarf nú í örvæntingu að finna venjulega vinnu. Hann fær vinnu sem verðbréfasali í starfsnámi, en áður en hann getur farið að fá laun, þá þarf hann að fara í sex mánaða langa þjálfun, og þarf að selja tækin sín til að lifa af út allan tímann.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


The Pursuit of Happyness er erfið mynd og ég átti stundum erfitt með að átta mig á henni. Hún fjallar um Chris Gardner, sem leikin er af Will Smith. Chris, konan hans og fimm ára sonur hans búa saman í lítilli íbúð í San Fransisco á níunda áratugnum. Chris er í glötuðu sölumannsstarfi þar sem hann neyðist til að selja tæki sem á að koma í staðin fyrir röngentæki, en er hálf misheppnað og erfilega gengur að selja. Þar sem hann fær aðeins borgað þegar hann selur tæki hefur sölutregða bein áhrif á tekjur fjölskyldunnar. Þannig er kjarna myndarinnar náð. Chris, þrátt fyrir að vera ágætlega gefin, nær ekki árangri í því umhverfi sem hann er í. Niðurstaðan er of litlir peningar til að framfleyta fjölskyldunni.


Sífellt versnandi fjárhagsstaða fer illa með fjölskyldulífið og að lokum fer konan hans frá Chris og syni hans (ath.sem leikin er af raunverulegum syni Will Smith).


Í framhaldinu fær Chris tækifæri á að vera ólaunaður lærlingur hjá stóru verðbréffyrirtæki og þarf á sama tíma að hugsa fyrir sér og syni sínum við gríðarlega erfileika að hluta án nokkurra tekna.


Það er einmitt þessi barátta sem mér fannst merkileg, sérstaklega í því samhengi sem ég, íslendingurinn, sé hana. Það er nefnilega erfitt að átta sig á því umhverfi sem myndin á sér stað. Hina gríðarlega harða samkeppnisumhverfi sem er hluti af amerískum kúltúr. Fátæktin sem birtist í myndinni er á köflum svo yfirengileg og hræðileg að mér fannst hún óþægileg áhorfs. Mér fannst stundum eins og höfundar myndarinnar hafi ákveðið að nota sömu aðferðir og maður sér í hryllingsmyndum eins og var t.d. notað í hostel. Þar sem ofbeldið var yfirengilegt og í súrrealískt í sjálfu sér. Þessu líkt er fátæktin í The Pursuit for Happyness í forgrunni sögunnar og yfirskyggir á köflum söguna sjálfa. Þetta trix er svosem ekkert alsæmt, en í þessari mynd verður það til þess að maður gleymir sögunni og dettur niður í að vorkenna... þannig missir myndin aðeins taktinn og hugurinn hvarflar burt.


Að öðru leiti er fínt flæði í myndinni. Will Smith stendur sig vel, en senuþjófurinn er sonur hans, sem er afar sannfærandi í erfiðu hlutverki fimm ára gutta. Almennt séð mundi ég seigja að þetta væri fín mynd, en kannski ekki þessi stórgóða mynd sem ég bjóst við. En það verður þó að koma fram að þessi mynd fékk mig til að hugsa og það veðrur ekki af henni tekið!


Mér finnst ég þurfa að taka fram að ég veit í raun ekkert um kvikmyndir eða kvikmyndagerð. veit ekkert um lýsingu, tæknibrellur, leikurum e.þ.h. En ég hef hinsvegar áhuga á handritum og því ritverki sem kvikmyndir byggja á.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn