Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Arthur og Mínimóarnir 2006

(Arthur and the Minimoys)

Frumsýnd: 26. desember 2006

Real Heroes. Size Zero.

94 MÍN
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Arthur er líflegur 10 ára gamall drengur sem hefur í mörg horn að líta. Verktaki vill yfirtaka hús ömmu hans, og Arthur ætlar ekki að sitja aðgerðarlaus hjá. Kannski liggur lausnin í leynilegum fjársjóði afa hans, sem hefur verið týndur í mörg ár, sem er falinn einhversstaðar hinum megin, á landi Mínimóanna. Verurnar sem búa þar eru agnarsmáar, nokkrir... Lesa meira

Arthur er líflegur 10 ára gamall drengur sem hefur í mörg horn að líta. Verktaki vill yfirtaka hús ömmu hans, og Arthur ætlar ekki að sitja aðgerðarlaus hjá. Kannski liggur lausnin í leynilegum fjársjóði afa hans, sem hefur verið týndur í mörg ár, sem er falinn einhversstaðar hinum megin, á landi Mínimóanna. Verurnar sem búa þar eru agnarsmáar, nokkrir millimetrar á hæð, og búa í fullkominni sátt og samlyndi við náttúruna. Arthur fer inn á þeirra land, og hittir þar Selenia prinsessu og bróður hennar Betemeche. Saman fara þau að leita fjársjóðsins sem mun bjarga ömmu hans.... minna

Aðalleikarar


Ég fór áðan á þessa mynd með tæplega 3ja ára syni mínum. Ég vissi lítið sem ekkert um myndina og hún kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er bæði leikin mynd og teiknuð og talsvert frábrugðin þessum hefðbundnu barnamyndum sem gerði hana mjög skemmtilega fyrir vikið. Myndin fjallar um Artúr, 10 ára dreng sem fer að leita að fjársjóði í garðinum hjá afa sínum, sem afi hans faldi þar í eina tíð. Artúr býr nefnilega hjá ömmu sinni en afi hann hafði horfið nokkrum árum áður, auk þess sem amma hans er við það að missa húsið. Í þessum ævintýrum sínum kynnist Artúr litlum verum sem kallast Mínimóar og lendir í ýmsum ævintýrum. Ekki spillir fyrir að mínimóarnir eru litlar verur sem eru alveg einstaklega krúttlegar. Myndin virðist vera e-s konar blanda af Indjana Jones, álfasögum og prinsessuævintýri og kemur mjög skemmtilega út.

Ég hef ekkert að setja út á þessa mynd, nema það að líklega var sonur minn aðeins of ungur til þess að sjá hana, þar sem hann varð smá hræddur á einu atriðinu, fyrir utan það, þá var þessi mynd hin besta skemmtum og skemmtileg tilbreytingum frá hefðbundnum Disney, Pixlar, Dreamsworks barnamyndum sem virðast tröllríða öllu (ekki það að ég hafi neitt á móti slíkum myndum en það er gaman að sjá eitthvað öðruvísi til tilbreytingar). Þannig að ég get vel mælt með henni fyrir börn og fullorðna.


Þess vegna gef ég myndinni 3 1/2 stjörnur, því söguþráðurinn var skemmtilegur, leikarar stóðu sig allir vel, og hver mun ekki elska þessa krúttlegu Mínimóa þegar viðkomandi er búin að sjá þessa mynd? Ekki spillir heldur fyrir að prinsessa kemur við sögu í ævintýrinu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn