Náðu í appið
Öllum leyfð

Volver 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. ágúst 2006

121 MÍNSpænska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Raimunda býr í Madríd ásamt dóttur sinni Paula og eiginmanni Paco, sem er alltaf fullur. Systir hennar, Sole, er fráskilin og vinnur svart sem hárgreiðslukona. Systurnar misstu foreldra sína í eldsvoða í La Mancha, fæðingarbæ sínum, nokkrum árum fyrr. Frænka þeirra, Paula, býr enn í þorpinu og heldur áfram að tala um systur sína Irene, móður systranna,... Lesa meira

Raimunda býr í Madríd ásamt dóttur sinni Paula og eiginmanni Paco, sem er alltaf fullur. Systir hennar, Sole, er fráskilin og vinnur svart sem hárgreiðslukona. Systurnar misstu foreldra sína í eldsvoða í La Mancha, fæðingarbæ sínum, nokkrum árum fyrr. Frænka þeirra, Paula, býr enn í þorpinu og heldur áfram að tala um systur sína Irene, móður systranna, eins og hún sé enn lifandi. Þegar gamla frænkan deyr, þá breytast hlutirnir og fortíðin snýr aftur (Volver) þegar móðirin kemur til að laga hluti sem hún gat ekki leyst í lifanda lífi.... minna

Aðalleikarar


Ég hef ávalt fundist Penélope Cruz léleg leikkona en það virðist sem ég hef haft rangt fyrir mér, því það virðist sem hún sé alveg frábær leikkona, held að það sé enskunni að kenna að mér hefur ávalt fundist hún ekki nógu góð í enskum myndum, en svo sá ég mynd sem heitir Todo sobre mi madre eða á íslensku allt um móðir mína, og hún var alveg frábær í henni, stuttu síðar fór ég á Volver í bíó, sem er núna að klárast á kvikmyndahátíðinni og já hún var alveg frábær í þessari mynd, ég sá hana bara algjörlega í nýju ljósi, hún er svo flott þegar hún talar spænskuna og nær bara að tjá sig á allt öðruvísi hátt og leikur því mun betur í spænskum myndum heldur en þeim ensku, sem er líka ekkert skrítið því spænska er hennar aðal tungumál, og það er ekki langt síðan að hún kunni sama sem ekkert í ensku.

Volver í heild sinni er bara falleg, skemmtileg, fyndin og bara hugljúf mynd um tvær systur sem hafa mist móðir sína og föður í bruna, sem gerðist í heimabæ þeirra í spáni.

En svo fer önnur systirin sem er leikin af Lola Dueñas að sjá móðir sína, sem kemur til hennar og ætlar sér að hjálpa henni með hennar vandarmál í daglegu lífi.

Þó Penélope Cruz er frábær, þá er líka aðrir leikarar frábærir, sérstaklega Lola Dueñas sem er alveg frábær í hlutverki eldri systir hennar, og Lola Dueñas sem lék móðir þeirra, hún er líka frábær, þessi mynd er bara saman safn af frábærum leikurum og já frábærum leik. Maður líður bara svo vel þegar maður horfir á þessa mynd, þó svo að hún er líka sorgleg, þá er hún um leið bara svo mannleg, að það er ekki annað hægt en að elska þessa mynd.

Leikstórinn á bak við þessa mynd er enginn annar en Pedro Almodóvar sem færði okkur frábærar myndir eins og Todo sobre mi madre, Mala educación, La, Carne trémula og Hable con ella sem eru allar yndislegar, svo ef þið kannist við þær og hafið séð þær, þá verðið þið alls ekki fyrir vondbrigðum með Volver.

Algjörlega frábær mynd fyrir alla fjölskilduna, þig líka.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn