The Night Listener (2006)
"Listen for the truth."
Gabriel Noone sér um kvöldþátt í útvarpinu, og sérhæfir sig í óhugnanlegum sögum sem eiga uppruna sinn í fjörugu ímyndunarafli hans.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Gabriel Noone sér um kvöldþátt í útvarpinu, og sérhæfir sig í óhugnanlegum sögum sem eiga uppruna sinn í fjörugu ímyndunarafli hans. Þegar elskhugi Garbiel hættir með honum, þá sekkur hann niður í þunglyndi, eða þar til vinur hans útgefandinn, færir honum handrit eftir hinn 14 ára gamla Pete Logand, ungan aðdáanda. Saga Pete snertir við Gabriel. Pete var misnotaður af forledrum sínum og er nú í umsjá fyrrum starfsmanns félagsþjónustunnar, Donna Logand, sem ættleiddi hann. Pete er mjög veikur og hann og Donna láta lítið fyrir sér fara í litlum bæ í Wiscounsin, til að móðir Pete finni þau ekki. Samband þróast á milli Gabriel og mæðginanna í gegnum símann. Ekkert er þó sem sýnist og Gabriel fer að gruna Donna um græsku, þannig að hann ákveður að fara sjálfur til Wisconsin og hitta Donna og Pete. En þetta gengur ekki vel, og nú er óvíst hvort Pete sé raunverulegur og hvort að Donna sé í raun blind, eða hvort að þetta sé allt hugarburður hjá Gabriel.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur














