Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ósannfærandi leikarar í sykurhúðaðri, fyrirsjáanlegri og allt alltof yfirborðskenndri mynd að mínu mati.
Ljúf en auðgleymd
Það er svosem ekki erfitt að sjá í gegnum sölubrelluna á bakvið sameiningu aðalleikaranna eftir 12 ár. Það þýðir samt sem áður ekkert nauðsynlega að The Lake House sé eitthvað slæm kvikmynd þrátt fyrir það. Reyndar er ég bara hálfpartinn ánægður með að sjá Söndru Bullock og Keanu Reeves aftur saman. Þau áttu afar eftirminnilegan samleik í Speed, og kemur það ekkert á óvart að þau virka ennþá betur saman í þessari mynd.
Kemistrían á milli þeirra er kannski ekki mjög áberandi út myndina (ég geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þau sjást ekki mjög oft saman í ramma), en maður finnur fyrir henni. Flæði myndarinnar er einnig mjög rólegt og leyfir það sögunni að anda vel í gegnum lengdina. Leikararnir standa sig vel, sem og þau í smærri hlutverkum, þ.á.m. Christopher Plummer.
Handritið fær ekki endilega aukastig fyrir trúverðugleika, og ég held að það sé ekki endilega ætlun myndarinnar að áhorfandinn hugsi of mikið meðan henni stendur - þótt að maður geri það ósjálfrátt. Ég hefði samt viljað sjá aðeins meira raunsæi í endanum, og skynja ég gjarnan að framleiðendur hafi átt einhvern þátt í hinu sykursæta, en hver veit?
Myndin virkar allavega sem lágstemmd en jafnframt (sálfræðilega) flókin ástarsaga. Hún er ljúf og hentar vídeóáhorfi ágætlega. Ég held að það sé bara gott mál.
6/10
Það er svosem ekki erfitt að sjá í gegnum sölubrelluna á bakvið sameiningu aðalleikaranna eftir 12 ár. Það þýðir samt sem áður ekkert nauðsynlega að The Lake House sé eitthvað slæm kvikmynd þrátt fyrir það. Reyndar er ég bara hálfpartinn ánægður með að sjá Söndru Bullock og Keanu Reeves aftur saman. Þau áttu afar eftirminnilegan samleik í Speed, og kemur það ekkert á óvart að þau virka ennþá betur saman í þessari mynd.
Kemistrían á milli þeirra er kannski ekki mjög áberandi út myndina (ég geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þau sjást ekki mjög oft saman í ramma), en maður finnur fyrir henni. Flæði myndarinnar er einnig mjög rólegt og leyfir það sögunni að anda vel í gegnum lengdina. Leikararnir standa sig vel, sem og þau í smærri hlutverkum, þ.á.m. Christopher Plummer.
Handritið fær ekki endilega aukastig fyrir trúverðugleika, og ég held að það sé ekki endilega ætlun myndarinnar að áhorfandinn hugsi of mikið meðan henni stendur - þótt að maður geri það ósjálfrátt. Ég hefði samt viljað sjá aðeins meira raunsæi í endanum, og skynja ég gjarnan að framleiðendur hafi átt einhvern þátt í hinu sykursæta, en hver veit?
Myndin virkar allavega sem lágstemmd en jafnframt (sálfræðilega) flókin ástarsaga. Hún er ljúf og hentar vídeóáhorfi ágætlega. Ég held að það sé bara gott mál.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
thelakehousemovie.warnerbros.com
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
30. júní 2006