Náðu í appið
Öllum leyfð

The Lake House 2006

Frumsýnd: 30. júní 2006

How do you hold on to someone you've never met?

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 35% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Arkitektinn einmana, Alex Wyler frá Chicago, á í erfiðu sambandi við föður sinn Simon Wyler. Árið 2004 kaupir hann gamalt hús við vatnið, sem er hannað og byggt af föður hans, og þar finnur hann bréf í póstkassanum frá fyrrum leigjanda hússins, hinni einmana Dr. Kate Forster, sem biður um að bréf hennar verði í framtíðinni send á heimilisfang í bænum.... Lesa meira

Arkitektinn einmana, Alex Wyler frá Chicago, á í erfiðu sambandi við föður sinn Simon Wyler. Árið 2004 kaupir hann gamalt hús við vatnið, sem er hannað og byggt af föður hans, og þar finnur hann bréf í póstkassanum frá fyrrum leigjanda hússins, hinni einmana Dr. Kate Forster, sem biður um að bréf hennar verði í framtíðinni send á heimilisfang í bænum. Alex hittir bróður sinn Henry í Chicago og þegar þau fara heim til Dr. Forster, heimilisfang sem hún gaf upp í bréfinu, þá finna þeir byggingarstað lúxus íbúðablokkar sem á að klárast eftir 18 mánuði. Eftir nokkur bréfaskipti þá átta þau Alex og Kate sig á því að hún lifir á árinu 2006 en Alex á árinu 2004. Þau verða ástfangin, en þurfa nú að finna leið til að ná að hittast þrátt fyrir þennan tímamun. ... minna

Aðalleikarar


Ósannfærandi leikarar í sykurhúðaðri, fyrirsjáanlegri og allt alltof yfirborðskenndri mynd að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ljúf en auðgleymd
Það er svosem ekki erfitt að sjá í gegnum sölubrelluna á bakvið sameiningu aðalleikaranna eftir 12 ár. Það þýðir samt sem áður ekkert nauðsynlega að The Lake House sé eitthvað slæm kvikmynd þrátt fyrir það. Reyndar er ég bara hálfpartinn ánægður með að sjá Söndru Bullock og Keanu Reeves aftur saman. Þau áttu afar eftirminnilegan samleik í Speed, og kemur það ekkert á óvart að þau virka ennþá betur saman í þessari mynd.

Kemistrían á milli þeirra er kannski ekki mjög áberandi út myndina (ég geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þau sjást ekki mjög oft saman í ramma), en maður finnur fyrir henni. Flæði myndarinnar er einnig mjög rólegt og leyfir það sögunni að anda vel í gegnum lengdina. Leikararnir standa sig vel, sem og þau í smærri hlutverkum, þ.á.m. Christopher Plummer.

Handritið fær ekki endilega aukastig fyrir trúverðugleika, og ég held að það sé ekki endilega ætlun myndarinnar að áhorfandinn hugsi of mikið meðan henni stendur - þótt að maður geri það ósjálfrátt. Ég hefði samt viljað sjá aðeins meira raunsæi í endanum, og skynja ég gjarnan að framleiðendur hafi átt einhvern þátt í hinu sykursæta, en hver veit?

Myndin virkar allavega sem lágstemmd en jafnframt (sálfræðilega) flókin ástarsaga. Hún er ljúf og hentar vídeóáhorfi ágætlega. Ég held að það sé bara gott mál.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.09.2010

Sjö bestu fjar-sambandsmyndirnar

Going The Distance með þeim Drew Barrymore og Justin Long er nú í bíó hér á Íslandi, en myndin fjallar um par sem býr í sitthvorum hluta Bandaríkjanna og er að reyna að láta sambandið ganga upp. Það er gaman að segj...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn