Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Over the Hedge 2006

Justwatch

Frumsýnd: 21. júlí 2006

Get over it.

83 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Þvottabjörninn Rúni reynir að stela ruslmat og nammi frá birninum Víglundi en tekst ekki betur til en svo að maturinn glatast og Víglundur gómar hann. Þá verður Rúni að lofa nokkru ómögulegu, að útvega allan matinn á einni viku. Á sama tíma breytist líf saklausra skógardýra til muna þegar heilu hverfin hafa risið í kringum skóginn þeirra meðan þau... Lesa meira

Þvottabjörninn Rúni reynir að stela ruslmat og nammi frá birninum Víglundi en tekst ekki betur til en svo að maturinn glatast og Víglundur gómar hann. Þá verður Rúni að lofa nokkru ómögulegu, að útvega allan matinn á einni viku. Á sama tíma breytist líf saklausra skógardýra til muna þegar heilu hverfin hafa risið í kringum skóginn þeirra meðan þau lágu í vetrardvala. Í stað trjáa og berjarunna standa nú steypt hús. Dýrin vita ekkert um mennina og taugaveiklaði leiðtoginn þeirra, skjaldbakan Viddi, læðist inn í garðinn við eitt húsið og upplifir hryllinginn: Vatnsúðara, grilláhöld, jeppa og fjallahjól. En Rúni er líka mættur í hverfið. Hann veit að aðeins þar getur hann fundið nógu mikið ruslfæði til að þóknast birninum. Viddi snýr aftur í skóginn og lofar því að fara aldrei framar yfir gerðið en Rúni er ekki á sama máli. Hann veit að hann getur fengið hin dýrin til að hjálpa sér við að safna matnum handa Víglundi. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd stóð greinilega fyrir sínu... Íkornin gerði þessa mynd svo litríka , og þótt talað sé um hann sé nú tekinn úr annari mynd þá fýlaði ég hann enþá betur í þessari (sem er bara góður hlutur).

Það var greinilega ekki verið að spara með lélegum raddsetningum , eða lélegum leikurum til að tala. Ég er 17 ára og ég held að þetta sé mynd fyrir fólk á öllum aldri.. fyndin fyrir litlu krakkana og fullorna fólkið hlær örugglega líka vel með (allavega ef hún er á ensku)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var búinn að vera vægar sagt mjög spentur fyrir þessari mynd og hún stóð fyrir sínu. Ég er búinn að hafa annað augað á þessari mynd síðan hún byrjaði í framleiðslu, þessi mynd er með flottar animation myndum sem ég hef séð og raddirnar á leikurunum eru alveg æðislegar sérstaklega þó Garry Shandling með sína róandi en samt svo fyndna rödd, en dýrið sem alveg bjargar þessari mynd frá a-ö er hinn bráð fyndni íkornin það er æðislegt að horfa á hann hann er vitlaus og æstur það þarf nú ekki meira en það til að gera fyndna mynd svo ég mæli með henni fyrir alla alveg 100% 800 króna virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ágætar 80 mínútur
Ég veit ekki með ykkur, en ég er að verða heldur þreyttur á þessu brjálæði með tölvuteiknimyndir. Þetta hófst allt saman með þvílíkum gæðatitlum á borð við Toy Story og Shrek aðeins seinna, en síðan smám saman fór maður að taka eftir ofaukinni fjölföldun og áberandi var að metnaður var farinn að minnka. Nú er orðið langt síðan ég sá seinast virkilega góða mynd í þessum flokki.

Over the Hedge er örugglega sú skársta hingað til á árinu, og þar með vaðar hún yfir myndir eins og Hoodwinked, Ice Age 2 og Cars (því miður, Pixar). Þessi mynd heldur ágætis flæði, þótt hún þjáist harkalega fyrir skort á frumlegum efnivið. Eiginlega fannst mér þessi mynd búa yfir svolítilli blöndu af fyrrnefndu titlunum, en það er væntanlega tilviljun (hvað er samt málið með að hafa 'hæper' íkorna?? Þetta er í þriðja sinn bara nú í ár!).

Myndin fær helstu meðmæli mín fyrir að hafa góðan húmor, og raddsetningin er einnig helvíti góð. Bruce Willis, Garry Shandling og Steve Carrell njóta sín greinilega og varpa þeim fíling yfir á áhorfandann. Söguþráðurinn er þunnur, en gengur afskaplega vel upp, jafnvel þó svo að hann sé fyrirsjáanlegri en allt.

Over the Hedge geymist ekki lengi í minninu, en hún er þó skemmtileg, litrík og nett fjörug. Það munar litlu að hún nái hærri einkunn, en ég læt hér við sitja.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin over the hedge er mynd sem fjallar um þvottabjörn sem verður fyrir því að vera alveg að svelta og ákveður að stelast í vetrarforða björns nokkurs. Það gegnur ekki betur en svo að hann nær að eyðileggja allan matinn.

Björninn hótar honum lífláti ef hann safnaði ekki saman sama mat innan einnar viku.

Þvottabjörninn veit ekki sitt rjúkandi ráð og heldur að lífi hans sé lokið.

En hann kynnist hópi að dýrum sem hann ætlar að láta hjálpa sér við fæðuöflunina, án þess að þau viti til hvers maturinn er.


En mér fannst þessi mynd nokkuð góð og var nú hægt að hlægja að henni.


Ég hvet þá sem ætla að fara á myndina að fara á hana með ensku tali því að raddir persónanna geta varla komið betur út á íslensku heldur en ensku og brandarar erlendrar tungu eiga oft erfitt að passa inn í íslenskt mál.


Ágæt fjölskyldumynd hér á ferð og mæli með henni fyrir fólk frá aldrinum 15 og niður. Síðan er alveg möguleiki að foreldrar geti haft gaman að henni en það er nú persónubundið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn