Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

16 Blocks 2006

(Sixteen Blocks, 16 húsaraðir)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. júní 2006

For a New York cop and his witness, the distance between life and death just got very short.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Jack Mosley, útbrunninn og þreytulegur rannsóknarlögreglumaður, fær það verkefni að flytja málgefinn fanga úr fangelsi yfir í dómsal sem er aðeins 16 húsaröðum í burtu. Þetta ætti að vera auðvelt verkefni, en á leiðinni kemst hann að því að fanginn á að vitna í máli gegn samstarfsfélögum Mosley í löggunni, og allar löggur í New York vilja hann... Lesa meira

Jack Mosley, útbrunninn og þreytulegur rannsóknarlögreglumaður, fær það verkefni að flytja málgefinn fanga úr fangelsi yfir í dómsal sem er aðeins 16 húsaröðum í burtu. Þetta ætti að vera auðvelt verkefni, en á leiðinni kemst hann að því að fanginn á að vitna í máli gegn samstarfsfélögum Mosley í löggunni, og allar löggur í New York vilja hann feigan. Mosley þarf nú að velja á milli tryggðar við félagana eða að vernda vitnið, og sjaldan hefur svo stutt vegalengd virst svo löng ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd hefði alveg eins getað heitið Die Hard With a Hangover. Í raun var þetta nær því sem Die Hard 4 átti að vera, þ.e. John McClaine sem metnaðarlaus alkohólisti frekar en súperhetja. Þessi mynd snýst um löggu sem á að flytja fanga 16 húsaraðir svo hann geti borið vitni. Það reynist auðvitað ekki svo auðvelt og nokkuð spennó atburðarrás fer af stað. Bruce Willis og David Morse eru góðir að vanda enda pottþéttir leikarar. Mos Def er frábær rappari en slakur leikari. Hann fór ansi mikið í taugarnar á mér í þessari mynd og er stærsti veikleiki myndarinnar. Þetta er samt fín mynd, ekta Bruce Willis mynd.

Richard Donner hefur gert mikið af góðum og vinsælum myndum eins og sést að neðan. Hann hefur samt komið með ömurlegar myndir inn á milli t.d. Assassins og Timeline. 16 Blocks lendir einhversstaðar á milli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

16 blocks er án efa ein versta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð.

Þegar ég ákvað að skella mér á þessa mynd var ég ekki viss um hvað ég var að fara að horfa á en þetta voru verstu tveir tímar ævi minnar.


Myndin hefst með því að Bruce Willis leikur drykkfellda og þunglynda löggu og á að fylgja fanga í dómhúsið þar sem hann á að bera vitni.

Á leiðinni er ráðist á þá og reynt er að drepa vitnið og Bruce Willis keppist við að halda vitninu á lífi.


Plottið í myndinni hljómar ágætlega þegar því er lýst svona en í raun og veru er öll umgjörð myndarinnar hræðilega illa gerð.

Bruce Willis leikur leiðinlegan og klisjukenndan karakter sem allir hafa séð áður í annarri hverri lögreglukvikmynd.

Mos Def leikur ennþá leiðinlegri karakter og hagar sér óeðlilega við allar aðstæður sem hann lendir í og mjög óraunverulega.


Hins vegar gef ég þessari mynd hálfa stjörnu og hún fær þá einkunn fyrir leik Davids Morse. Hann er klassa leikari og hann lék skemmtilegan karakter.


Eina ástæðan af hverju við vinirnir, 7 manns, fórum ekki út í hléi var sú að við bjuggumst við að endinn yrði klassískur dramatískur endir í anda tears of the sun og bruce willis en hann var enn verri en það.


Myndin var bara almennt ein stór klisja.

Ég ráðlegg öllum að sniðganga þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Donner á að vita betur
16 Blocks er ágæt en fljótgleymd bíómynd sem notar formúlu sem að við höfum öll margoft séð áður.

Ég veit nú ekki alveg hvað maður eins og Richard Donner (Lethal Weapon) hafi verið að hugsa. Hann ætti að þekkja buddy-mynda klisjurnar betur en flestir aðrir, samt er myndin voða standard í uppbyggingu. Persónurnar eru líka stereótýpur út í gegn. Bruce Willis leikur gömlu, þreyttu lögguna sem drekkur og hefur fengið nóg af öllu (kannski orðinn of gamall fyrir þennan skít?) meðan Mos Def er kjaftfori sakleysinginn. Þið hljótið að sjá hvert þetta stefnir... Þið giskuðuð á rétt! Þeir hata hvorn annan í fyrstu, en með tímanum og atburðarásinni kemur annað í ljós og í kjölfarið eru þeir einnig breyttir einstaklingar. Tengsl þessara persóna í myndinni eru fremur óspennandi, og leikararnir ná ekki beint vel saman að mínu mati.

Willis er flottur, sama hversu skemmdan mann hann leikur, en Mos Def er óþolandi í nánast öllum sínum senum. Ég fór að sakna Chris Tucker skyndilega, og það er ekki eðlilegt!

Söguþráðurinn kemur ágætlega út og heldur áhuga manns, en sé hugsað til mynda á borð við Speed, Phone Booth og Cellular, þá virkar myndin eins og fullmikill klisjugrautur, sem hún er. Bara spurning hversu lengi áhorfandinn kýs að líta framhjá því 16 Blocks er alls ekki leiðinleg. Hefði hún komið út fyrir svona 20 árum síðan myndi hún sleppa, og þá rétt svo, en í dag, þá er ég hræddur um að hér sé einungis um 100% klisju að ræða með nokkrum ágætum línum, fáeinum bröndurum og skítsæmilegu plotti. Bruce stekkur síðan inn og bjargar rest, sem betur fer.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.12.2018

Willis gerir þriggja mynda samning

Aðdáendur harðhaussins Bruce Willis eiga von á góðu, því Die Hard og Glass leikarinn hefur gert samning um gerð þriggja nýrra kvikmynda fyrir framleiðslufyrirtækið MoviePass Films. Forstjórar MoviePass Films og meðstofnend...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn