Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Upside of Anger 2005

Frumsýnd: 24. júní 2005

Sometimes what tears us apart helps us put it back together

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Skarpvitur úthverfaeiginkona, Terry Wolfmeyer, þarf að ala upp fjórar þverlundaðar dætur, þegar eiginmaðurinn hverfur óvænt til Svíþjóðar með viðhaldinu. Terry reiðist og neitar að heyra hlið eiginmannsins á sögunni. Hlutirnir verða enn snúnari þegar hún verður ástfangin af nágranna sínum, Danny, sem var eitt sinn mikil hafnaboltastjarna, en er núna... Lesa meira

Skarpvitur úthverfaeiginkona, Terry Wolfmeyer, þarf að ala upp fjórar þverlundaðar dætur, þegar eiginmaðurinn hverfur óvænt til Svíþjóðar með viðhaldinu. Terry reiðist og neitar að heyra hlið eiginmannsins á sögunni. Hlutirnir verða enn snúnari þegar hún verður ástfangin af nágranna sínum, Danny, sem var eitt sinn mikil hafnaboltastjarna, en er núna orðinn útvarpsmaður. En lífið heldur áfram, og dæturnar útskrifast, gifta sig, veikjast, og allt annað sem er hluti af fjölskyldulífinu. Mörgum árum síðar opinberast mikið leyndarmál, sem setur reiði hennar í nýtt ljós. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Í einu orði sagt frábær mynd. Kevin Costner er hreint út sagt frábær í þessari mynd og Joan Allen er stórkostleg sem bitur, reið og drykkfelld móðir fjögurra stúlkna. Það er nú þegar búið að segja frá efni myndarinnar og ætla ég ekki að bæta neinu við þar. Myndin datt aldrei niður í 'grenjið á gresjunni', allt mjög mannlegt og einhvernveginn hversdagslegt en húmorinn var aldrei fjarri. Nokkuð öruggt að þessi fer í DVD safnið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er um að ræða frábærlega hugljúf mynd sem snertir mann, því hún er raunsæ og fjallar um hinn ófullkomna mann. Leikararnir í kvikmyndinni standa sig virkilega vel og þá sérstaklega Kevin Kostner, og get ég vel trúað því að hann fái tilnefningu á næstu Óskarsverðlaunahátíð.

Myndin fjallar um móður og fjórar dætur hennar og trúir móðirin (Joan Allen) því að eiginmaður hennar hafi horfið allt í einu því hann ætti viðhald. Móðirin verður gjörsamlega vængbrotin og sekkur sér í drykkjuna og kemur illa fram við dætur sínar. Ekki lagt frá heimili stelpnanna býr efnaður hafnaboltaleikari (sem var reyndar hættur útaf aldri) og það er Kevin Kostner. Hann hefur haft auga fyrir konunni og kemur einn daginn og bankar uppá. Hún býður honum inn og eignast drykkjufélaga. Myndin er allan tímann mjög létt og mætti maður kalla hana einskonar ,,feel good mynd. Og þið strákar sem lesið þetta, alls ekki halda að þetta sé einhver konumynd því hún frábær fyrir bæði kynin. En þið sem eru bara fyrir aksjón þá ættuð þið að sleppa þessarri. Maður þarf að kunna að meta þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn