Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Danny the Dog 2005

(Unleashed)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. apríl 2005

Serve No Master

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Maður í Glasgow sem farið er með eins og hund og hann alinn upp til að vera slagsmálamaskína allt hans líf, endar í dauðadái, og gott fólk tekur hann að sér, en fyrri umsjónarmaður hans vill ekki missa verðmætustu eign sína: óstöðvandi mannlegt vopn sem kveikt er á með því að losa hundaólina um háls honum.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég vissi ekki hverju ég átti að búast við þegar ég fór á þessa mynd því ég vissi ekkert um hana. Þannig að ég var að taka smá áhættu. Ástæðan af hverju ég fór var leikaraliðið. En förum nú í umfjöllunarpartinn. Myndin fjallar um Danny(Jet Li), sem að er einskonar bardagahundur fyrir mafíósa einn(Bob Hoskins), sem að notar hann til að safna skuldum og marga aðra hluti sér í hag. Þegar að Danny og bossinn hans lenda í árekstri, nær Danny að flýja af hólmi og gistir hjá Sam(Morgan Freeman), sem að er blindur maður sem að hann hafði kynnst í gegnum píanókennslu. Hann og Victoria, dóttir hans, taka hann að sér og sýna honum aðra sýn á lífið sem að hann hefur aldrei kynnst. Þegar hann fer svo að hugsa aftur í fortíðina, kemst hann að hræðilegum sannleika um móður sína. Þegar hann kemst síðan að því að bossinn hans lifði af bílslysið og vill fá hundinn sinn aftur, þá er það bara spurningin, hvort að hann nái að bjarga Sam og Victoriu frá því að bossinn drepi þau? Þessi mynd er alveg ágæt skemmtun. Actionið í myndinni er mjög gott, sagan að myndinni er alveg ágæt þó það væri hægt að gera hana betri, Bob Hoskins er mjög góður sem svona ruthless criminal sem er sama um allt og alla, nánast. Það eina gaman við Jet Li eru bardagaatriðin hans, that's it. Mér finnst hann ekki góður yfir höfuð sem leikari. Morgan Freeman er alveg allt í lagi en hef séð hann mun betri. Lokaniðurstaða: 2 stjörnur. Held hún eigi ekki skilið meir en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd ekki með miklar eftirvæntingar vegna þessa að mér finnst Jet Li ekki skemmtilegasti leikarinn í bransanum þessa daganna. Hún hefur kosti og galla, stundum er hún fyndinn, spennandi, alltof væmin, langdregin og stundum flott bardagaatriði. En ég mæli með því að fólk sjái þessa mynd því hún er mjög spes. Ég gef henni 2 1/2 og á hún það alveg skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er frábær. Hún er vel leikin. Það eru flott bardaga atriði. Góður söguþráður. Andstætt við flest það rusl sem er yfirleitt í bío er þetta einhvað sem er vel þess virði að sjá. Söguþráðurinn er ekki tilgangslaus og yfirborðskenndur. Og Jet Li gerir bardaga atriðin virkilega flott og raunveruleg. Andstætt við til dæmis Kill Bill þar sem bardaga atriðin eru svo óraunveruleg og illa gerð að það gerir manni ekki kleift að lifa sig inn í myndina.

Ég hef séð mjög margar myndir og þetta er ein sú besta sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn