Casshern
SpennumyndVísindaskáldskapur

Casshern 2004

Reincarnated with an invincible body to fight an iron devil. If Casshern does not do it, who will?

6.1 12882 atkv.Rotten tomatoes einkunn 70% Critics 6/10
141 MÍN

Í framtíðinni, í menguðum heimi eftir allsherjar styrjöld, í samfélagi sem kallast Eurasia, eftir stríð við Evrópu, þá er Jörðin eyðilögð af afleiðingum kjarnorkuvopna, og líf og efnavopna. Erfðafræðingurinn Dr. Azuma þróar tækni sem hann kallar “neo-cell”, sem getur endurbyggt líkama fólks, og hann nýtur stuðnings ills fyrirtækis. Sonur hans,... Lesa meira

Í framtíðinni, í menguðum heimi eftir allsherjar styrjöld, í samfélagi sem kallast Eurasia, eftir stríð við Evrópu, þá er Jörðin eyðilögð af afleiðingum kjarnorkuvopna, og líf og efnavopna. Erfðafræðingurinn Dr. Azuma þróar tækni sem hann kallar “neo-cell”, sem getur endurbyggt líkama fólks, og hann nýtur stuðnings ills fyrirtækis. Sonur hans, Tetsuya Azuma, deyr í stríðinu, en eftir slys í rannsóknarstofu Azuma, þá vaknar Tetsuya upp sem hinn kraftmikli stríðsmaður Casshern, á sama tíma og ný stökkbreytt manngerð að nafni neo - humans, verður til í stöðinni. Neo-humans fólkið ætlar að tortíma mannfólkinu og byggja nýjan heim. ... minna

Aðalleikarar

Yusuke Iseya

Tetsuya Azuma

Kumiko Aso

Luna Kozuki

Akira Terao

Dr. Kotaro Azuma

Kanako Higuchi

Midori Azuma

Mitsuhiro Oikawa

Kaoru Naito

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Ég horfði á þessa mynd í gær og verð að segja að ég man ekki eftir að hafa séð jafn vel útlítandi mynd, hver einasti rammi er algjörlega úthugsaður og gæti staðið einn sem portrett.

Ég átti reyndar von á að þetta yrði meiri bardagamynd en hún reyndist vera en það kom ekkert að sök.Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tæknibrelluorgía í bland við sturlað innihald
Casshern er einstaklega skemmtilegur bræðingur. Myndin sameinar vísindaskáldskap, ævintýramynd, stríðsmynd, ástarsögu, hasarmynd, pólitíska ádeilu og mannlegt drama. Japanir kunna sko að sýna hversu klikkaðir þeir geta verið, en þessi mynd er einmitt alveg hreint út sagt geðveik, á öllum sviðum.

Hún helst svo gríðarlega þétt saman með traustu og innihaldsríku handriti, djúpri og áhrifaríkri sögu og síðast en ekki síst framúrskarandi tölvuvinnslu. En nú er ég aðeins farinn að fara of hratt yfir þetta. Fyrst og fremst, þá er myndin geysilega flott til áhorfs og inniheldur einhvern frumlegasta stíl sem ég hef orðið vitni af um verulega langt skeið. Myndin notaðist við sömu bluescreen/stafrænu tækni og t.d. Sky Captain og Sin City. Hins vegar þá tekur Casshern skrefið örlítið lengra og mótar alveg sérstaklega heillandi stílfæringu.

Hún er allt frá því að vera í takt við anime - sjónrænt séð - til þess að styðjast við notkun á táknrænni fegurð og jafnvel svart/hvítu. Þetta útlit er svo ákaft að það er stundum erfitt að finna tvær senur sem eru nákvæmlega eins, því myndin leggur sterka áherslu á það að leyfa litadýrðinni í stílnum til að endurspegla tilfinningar eða ýmsa atburði. Engu að síður þá tekst myndinni þetta óaðfinnanlega og heldur manni orðlausum út alla lengdina.

Tæknibrellurnar eru líka með ólíkindum (og það er alveg sjokkerandi hversu góðar þær eru miðað við framleiðslukostnaðinn - en mér skilst að hann sé eitthvað í kringum 46 milljónir dollara), enda gríðarlegur partur af myndinni, og smella þær vel inn í söguna. Þær eru heldur ekki notaðar einungis til að sýna fólki hvað brellumeistarar geta verið klárir í vinnunni sinni, heldur þjóna þær heildinni fullkomlega (þrátt fyrir að vera örlítið yfirdrifnar stundum... en á góðan hátt).

Önnur tæknileg vinnsla skilar sér jafnframt ótrúlega vel. Leikur er allur eins sterkur og hægt er að búast við af svona mynd. Það er reyndar ekki mikið af þekktum andlitum hér, en kannski fjármagnið hafi eitthvað um það að segja. Það bíttar annars sama og engu því flest allir standa sig frábærlega, og maður getur ekki annað en sýnt tiltölulega mikla virðingu gagnvart fólkinu á skjánum, sérstaklega miðað við það hversu erfitt það hlýtur að vera að leika á móti bláu tjaldi í slíkri þungri sögu sem þessari.

Svo fyrir þá sem sækjast eftir flottum hasar, þeir verða alls ekki fyrir vonbrigðum (þó svo að þeir munu þurfa að sýna smá þolinmæði). Casshern inniheldur líka nokkrar rosalegustu og alöflugustu ofbeldissenur sem tilheyra árinu 2004. Handritið er síðan mjög vel unnið og sagan virðist vera höndluð upp á besta máta. Hún er óneitanlega súr samt sem áður, og söguþráðurinn sjálfur verður frekar basic þegar allt fer almennilega í gang, en stefna hans er merkilega ófyrirsjáanleg og allar merkingarnar á bakvið hann eru svo athyglisverðar að myndin skarar svo langt fram úr öðrum svokölluðum ''hetjumyndum.'' Tónlistin er líka minnisstæð, en ef ég myndi einhverju breyta þá væri það ofnotkunin á sömu stefunum. Manni leið stundum eins og sömu lögin voru endalaust á Repeat.

Svona í restina verð ég bara að koma því á framfæri að unnendur góðra "öðruvísi" kvikmynda eru skyldugir til að kynna sér þessa mynd. En þar sem japanskar kvikmyndir eru ekki reglulega í umferð hér á klakanum gætu menn þurft að kíkja á nokkrar leigur sem sérhæfa sig í erlendum svæðum. Fyrir mitt leyti voru þetta klárlega einhver bestu DVD-kaup sem ég hef fjárfest í lengi, og myndin fer umsvifalaust á topplista hjá mér sem ein af þeim bestu frá síðasta ári (ótrúlegt hversu mikið mér tókst að vanmeta það ár).

En hvort sem þú ert aðdáandi anime-stílsins, austurlenskra kvikmynda, vísindaskáldsagna, hasars, epískra stórmynda - eða sért þú bara plain kvikmyndaáhugamaður opinn fyrir öllu nýju - þá ættirðu allavega að geta fundið þér eitthvað hérna sem er við þitt hæfi. Myndin er að vísu ekki fyrir hvern sem er, og mörgum þykir örugglega mjög erfitt að melta hana, sem er að mínu mati auðskiljanlegt. Hún skilur ýmislegt eftir sig í lokin, ásamt mikilvægum boðskap og vissum spurningum sem áhorfendur eru beðnir um að finna svörin við sjálfir. Þetta er ekki létt eða standard áhorf, og eflaust munu einhverjir gefast upp á lokakafla myndarinnar eftir að söguþráðurinn er farinn að taka nokkra óvænta 'snúninga.' En til að gera þetta einfalt, þá skora ég á hvern sem er til að sjá hana. Mín niðurstaða: Frábær mynd!

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn