Náðu í appið
Öllum leyfð

The SpongeBob SquarePants Movie 2004

(Svampur Sveinsson)

Frumsýnd: 8. apríl 2005

Bigger, squarier, spongier!

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Það eru vandræði í uppsiglingu í Bikini Bottom. Einhver er búinn að stela kórónu Neptúnusar, og allt bendir til þess að yfirmaður Svamps Sveinssonar, Hr. Krabbi, sé sökudólgurinn. Þó að gengið hafi verið framhjá Svampi varðandi stöðuhækkun sem hann hafði lengi dreymt um, þá ákveður hann samt sem áður að standa þétt við hlið yfirmanns síns,... Lesa meira

Það eru vandræði í uppsiglingu í Bikini Bottom. Einhver er búinn að stela kórónu Neptúnusar, og allt bendir til þess að yfirmaður Svamps Sveinssonar, Hr. Krabbi, sé sökudólgurinn. Þó að gengið hafi verið framhjá Svampi varðandi stöðuhækkun sem hann hafði lengi dreymt um, þá ákveður hann samt sem áður að standa þétt við hlið yfirmanns síns, og ásamt besta vini sínum Patrick, þá fer hann í hættuför til Skeljaborgar, til að finna kórónuna og bjarga lífi Hr. Krabba.... minna

Aðalleikarar


Eftir að hafa kynnst þáttunum um Spongebob og félaga, varð maður strax aðdáandi að þeim. Þegar ég heyrði að það yrði gerð mynd um hann Spongebob, varð ég soldið spenntur. Og var ég mjög sáttur með kvikmyndina. Þó að myndin sé ekki að toppa sjálfa þættina, er hún samt enn með þennan steikta og fyndna húmor sem einkenna þættina og það er alltaf plús. Þessi sería er allavega eitt af mínum uppáhalds barnaefnunum mínum. Góð og nett geggjuð skemmtun fyrir alla sem ég mæli með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Klikkuð og geðveiktfyndin barnamynd! það er eitthvað við þessa þætti sem er geðveik fyndnanskemmtun og inniheldur skemmtilegan útsýrðan humor og myndin inniheldur líka eitthvað af þessum humor(;. Ég tek það fram að þetta er svona teiknymyndir sem fullorðnir getta líka haft gaman af!! pottþétt!!!.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað er með þennan SpongeBob eða eða á íslensku Svamp Sveinsson ég hef ekki séða marga þætti með honum.En í myndinni hló ég eins og asni.Ég mæli mjög mjög mikið með þessari.........
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór á þessa mynd var ég bara búin að heyra um þættina á Mtv þannig að ég vissi ekki við hverju ég átti að búast.Svo byrjaði líka þessi mesta sýrutripps mynd sem ég hef séð og ég get svarið það að ég hló allan tímann. Spongebob ég er aðdáandi þinn!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Steiktur - en góður -barnahúmor
Það er eitthvað við þennan SpongeBob Squarepants sem er svo óborganlegt og trippað, og mér finnst alveg sorglegt hvernig við íslendingar höfum náð að slátra góðu barnaefni sem nær til fólks á öllum aldri með íslenskri raddsetningu. Stór hluti af þessum húmor týnist gjörsamlega í þýðingunni.

En þessir þættir eru eitthvað svo flippaðir og óútskýranlega kjánalegir að maður getur ekki annað en hlegið lúmskt að þessu. SpongeBob bíómyndin inniheldur stóran hluta af þessum sama húmor. Það er kannski dálítið erfitt að teygja úr efninu yfir í mynd í fullri lengd, og einstaka sinnum missir hún flug sitt örlítið, en þetta sleppur, enda ekki nema einhverjar 80 mínútur.

En líkt og maður er orðinn vanur í fjölskyldumyndum nú til dags, þá er SpongeBob myndin drekkhlaðin tvíræðum merkingum, földum bröndurum og meinfyndnum skotum á hina ýmsu hluti (takið sérstaklega eftir Rocky Horror tilvísuninni. Hrein snilld). Þessi mynd er gulltryggð til að kæta sem flesta, unga sem aldna, og ef þú hlærð ekki a.m.k. eitthvað að hinni mögnuðu upphafssenu myndarinnar, þá er þetta líklegast ekki efni fyrir þig.

Eitt að lokum: Fer það ekki að verða pínulítið þreytt að vera sífellt að láta David Hasselhoff bregða fyrir í gestahlutverki?? (sjá Dodgeball og Eurotrip) Annaðhvort er maðurinn bara með svona góðan húmor fyrir sjálfum sér, eða hann þarf alvarlega að reka umboðsmanninn sinn...

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn