Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Taxi 2004

Justwatch

Frumsýnd: 7. janúar 2005

He's armed, but she's dangerous.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics
The Movies database einkunn 27
/100

Belle Williams elskar hraða. Hún geysist um götur New York borgar í leigubílnum sínum, og er orðin þekkt fyrir að vera fljótasti leigubílstjórinn í borginni. En hún ætlar sér stærri hluti en að keyra bara leigubíl. Belle vill keppa í kappakstri. Og hún er vel á veg með að láta þann draum sinn rætast - þegar ofurkappsöm lögga, Andy Washburn, setur hana... Lesa meira

Belle Williams elskar hraða. Hún geysist um götur New York borgar í leigubílnum sínum, og er orðin þekkt fyrir að vera fljótasti leigubílstjórinn í borginni. En hún ætlar sér stærri hluti en að keyra bara leigubíl. Belle vill keppa í kappakstri. Og hún er vel á veg með að láta þann draum sinn rætast - þegar ofurkappsöm lögga, Andy Washburn, setur hana útaf sporinu, en hæfileikar hans sem lögreglþjónn sem vinnur á laun eru jafnmiklir og það hvað hann er lélegur bílstjóri. Washburn er nú á hælunum á fallegum brasilískum bankaræningjum, og leiðtoganum Vanessa, sem er útsmogin og ísköld skutla, með langa leggi. Til að klófesta glæpamennina þá þarf Washburn, sem er ekki með ökuskírteini lengur, að sannfæra Belle um að vinna með sér og ná Vanessu og klíku hennar. Belle hefur nú leyfi til að aka á hvaða hraða sem er og brjóta öll möguleg umferðarlög. Hin bíllausa lögga og hraðakstursdrottningin, sem eru skrítnasta par í New York, byrja núna í kattar og músarleik við ræningjana, þ.e. ef Belle og Washburn drepa ekki hvort annað fyrst. ... minna

Aðalleikarar


úuuups það var smá klúður með stjörnugjöfina.

Í gömlu umræðunni minni var birt að ég hafði gefið Taxi 4 stjörnur ég var svo mikið að flýta mér þegar að skrifa um þessa mynd að ég var óvart búinn að klikka á 4 stjörnur í staðinn fyrir 2(sem ég er núna búinn að lækka í 1/2stjörnu).

Ég vil minna á að mér finnst þessa mynd ekki góð.

Taxi(2004)fjallar um löggu(Jimmy Fallon)sem er alveg hrikalegur bílstjóri og þegar hann klúðrar einu verkefni missir hann ökuskírtenið svo hann þarf að reiða sig á brjálaðan (kvennkyns)leigubílstjóra(Queen Latifah) til þess að ná bankarænigjum sem einnig eru súpermódel.

Myndin er illa leikstýrð.

Mjög illa leikin og illa skrifuð og þá meina ég hrikalega illa skrifuð og svo er hún illa klippt o.s.frv.

Ég segi ekki að þessi mynd sé léleg að næstum öllum finnist hún vera það HÚN ER BARA LÉLEG.

Og ein tilgangslausasta endurgerð sem ég veit með Psycho(1998).

Forðist þessa mynd eins og eldinn.

En hún fær samt 1 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég greip þessa mynd úr hillunni í staðin fyrir Team America og sé gríðarlega eftir því. Félagar mínir voru búnir að tala um að þetta væri fyndin og skemmtileg mynd en ég gerði mér samt sem áður alls ekki miklar vonir um hana... Og í ljós kom að þessi mynd er BARA ágætis afþreyging og ekkert meir, flestir fyndnu djókarnir komu fram í trailernum og mér fannst þau bæði gera of mikið úr því að REYNA að vera fyndin og cool. Ég hef reyndar ekki séð gömlu Taxi myndirnar en það er næsta skref. Já og það hversu óhemju seinheppinn gaurinn er í myndinni er alveg fyndið fyrst,jú en til lengdar.. kommon, be a man!


That´s all
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er endurgerð af Luc Besson myndinni Taxi.

Hér er á ferðinni bílamynd með grínistanum Jimmy Fallon og hinni hressu Queen Latifah og síðast en ekki síst(nú er maður farinn að tala hallærislega)hæstlaunuðustu ofur fyrirsætu heims Gisele Bundchen(sem kann ekki að leika)í hlutverki illmennisins.

Myndin er mjög fyrir sjáanleg og mætti vera betur gerð.

En ég mæli samt með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru skiptar skoðanir á því hvernig þessi mynd Taxi er en mér fannst hún þokkaleg. Við vinirnir fórum að sjá hana í Regnboganum og fyrstu fimm mínúturnar héldum við að þetta væri algjört drasl en síðan fór myndin að skána örlítið. Það er samt langt í snilldina enda er myndin ekkert mjög vel gerð og illa leikin en sleppur þó fyrir horn sökum þess að hún nær á einhvern undraverðan hátt að halda athygli manns, ég segi ekki allan, en mestallan tímann. Myndin segir í stuttu máli frá lögregluþjóni nokkrum(Jimmy Fallon)sem er sviptur ökuleyfinu vegna ógætilegs aksturs og bregður þá á það ráð einn daginn að taka leigubíl til að eltast við bankaræningja. Leigubílstjórinn(Queen Latifah)er sjálfsörugg og ákveðin kona sem lætur ekki vaða yfir sig og fylgjumst við síðan með skrautlegu vinasambandi þeirra sem stefnir út í fyrirsjáanlegan endi svo ekki sé meira sagt. Ég fullyrði að þetta er alls ekki leiðinleg mynd en það er mjög tæpt að hún fái mikil meðmæli frá mér. Taxi gef ég því tvær stjörnur sléttar fyrir að skemmta mér sæmilega en ég veit ekki hvort að ég nenni að sjá hana aftur í bráð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góð strákamynd breytist í vont kanagrín
Þessi endurgerð á Taxi er að vissu leyti lík uppruna sínum, munurinn er bara sá að hún er ekki eins fersk, eins skemmtileg og svo sannarlega ekki eins fyndin.

Það er ekki nóg að kanarnir klúðri sínum eigin hugmyndum, þeir þurfa líka að taka annað - jafnvel þrælgott - efni frá öðrum þjóðum og gera það 100% ''amerískt.'' Það sem hér er um að ræða er bara vond tilraun. Mér fannst alveg nóg að franska myndin hafi verið á köflum klisjukennd og formúlubundin en þetta er fyrir neðan allar hellur.

Húmorinn hérna er gjörsamlega þvingaður út alla lengdina. Jimmy Fallon gerir allt fyrir hlátur, sömuleiðis Queen Latifah. Reyndar þykir mér þau bæði vera skemmtilegir leikarar og hafa þau margoft sýnt að þau geta betur en þetta. Hins vegar þurfa þau að vanda betur val sitt á handritum. Ofurskutlan Gisele Bündchen er vissulega þarna með góðri nærveru einfaldlega vegna kroppasýningu hennar, en sú staðreynd að glæpamennirnir í þessari mynd séu bráðgáfuð súpermódel með fullkomið byssumið er bara hreint út sagt hlægileg. Og meðan við erum að tala um fáránlegheit - háhraða bifreiðaakstur á götum Manhattan (af öllum stöðum)?! Afar ólíklegt. Bílaeltingarleikirnir eru heldur ekkert spes almennt (mér finnst alveg vanta þessar flottu kameruhreyfingar sem einkenndu frönsku myndina). Maður sá þetta líka allt í sýnishornunum.

Það má vera að þeir sem ekki hafa séð upprunalegu myndina hafi gaman af þessari. Ég dreg hana ekki beint á ruslahauginn vegna tveggja eða þriggja góðra sena hjá Fallon, en fyrir fólk sem vill fá skemmtun sem er peninganna virði, þeim er ráðlagt að skella sér á leiguna og grípa gömlu Taxi - ásamt 2 og 3 - af hillunni.

3/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.10.2023

Vissirðu þetta um nýju Scorsese myndina?

Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorseses, Killers of the Flower Moon verður frumsýnd á Íslandi þann 20. október nk. Með aðalhlutverk í myndinni fer bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio, en þeir félagar hafa unnið í...

06.04.2021

Ærslabelgir í taktlausu tómarúmi

Gjarnan má furða sig á því hvernig við búum á plánetu þar sem ekki er búið að mjólka út fleiri bíómyndum Tomma og Jenna. Af öllum þeim margvíslegu formum að dæma, sem þetta handteiknaða tvíeyki hefu...

21.02.2021

Pólitísk skautun í WandaVision

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélagin...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn