Taxi
2004
Frumsýnd: 7. janúar 2005
He's armed, but she's dangerous.
97 MÍNEnska
9% Critics
43% Audience
27
/100 Belle Williams elskar hraða. Hún geysist um götur New York borgar í leigubílnum sínum, og er orðin þekkt fyrir að vera fljótasti leigubílstjórinn í borginni. En hún ætlar sér stærri hluti en að keyra bara leigubíl. Belle vill keppa í kappakstri. Og hún er vel á veg með að láta þann draum sinn rætast - þegar ofurkappsöm lögga, Andy Washburn, setur hana... Lesa meira
Belle Williams elskar hraða. Hún geysist um götur New York borgar í leigubílnum sínum, og er orðin þekkt fyrir að vera fljótasti leigubílstjórinn í borginni. En hún ætlar sér stærri hluti en að keyra bara leigubíl. Belle vill keppa í kappakstri. Og hún er vel á veg með að láta þann draum sinn rætast - þegar ofurkappsöm lögga, Andy Washburn, setur hana útaf sporinu, en hæfileikar hans sem lögreglþjónn sem vinnur á laun eru jafnmiklir og það hvað hann er lélegur bílstjóri. Washburn er nú á hælunum á fallegum brasilískum bankaræningjum, og leiðtoganum Vanessa, sem er útsmogin og ísköld skutla, með langa leggi. Til að klófesta glæpamennina þá þarf Washburn, sem er ekki með ökuskírteini lengur, að sannfæra Belle um að vinna með sér og ná Vanessu og klíku hennar. Belle hefur nú leyfi til að aka á hvaða hraða sem er og brjóta öll möguleg umferðarlög. Hin bíllausa lögga og hraðakstursdrottningin, sem eru skrítnasta par í New York, byrja núna í kattar og músarleik við ræningjana, þ.e. ef Belle og Washburn drepa ekki hvort annað fyrst. ... minna