Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Team America: World Police 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. janúar 2005

Freedom Hangs by a Thread

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Bandaríska gagn-hryðjuverkasveitin Team America ræðst á hóp hryðjuverkamanna í París. Síðar býður leiðtogi sveitarinnar, Spottswoode, hinum þekkta Broadway leikara Gary Johnston, að ganga í sveitina, og vinna á laun í Kaíró í hryðjuverkahópi, og komast að ráðabruggi hópsins um eyðingu heimsins. Team America eyðir svo hryðjuverkahópnum, en þá er... Lesa meira

Bandaríska gagn-hryðjuverkasveitin Team America ræðst á hóp hryðjuverkamanna í París. Síðar býður leiðtogi sveitarinnar, Spottswoode, hinum þekkta Broadway leikara Gary Johnston, að ganga í sveitina, og vinna á laun í Kaíró í hryðjuverkahópi, og komast að ráðabruggi hópsins um eyðingu heimsins. Team America eyðir svo hryðjuverkahópnum, en þá er ráðist á Panamaskurðinn, í hefndarskyni. Gary finnst hann vera ábyrgur fyrir dauða margra saklausra borgara og yfirgefur sveitina. Þegar leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong Il, gengur til liðs við hóp friðelskandi leikara og leikkvenna, með það að undirlagi að nota gereyðingarvopn, þá reynir Team America að koma í veg fyrir eyðingu heimsins. ... minna

Aðalleikarar


Trey Parker og Matt Stone eru eins og allir vita snillingarnir á bakvið South Park þættina. Þó að Team America nái ekki alveg sömu hæðum og t.d. South Park myndin þá er hún mjög fyndin og hittir beint í mark. Þeir ákváðu að gera þessa mynd sem nokkuð frumstæða strengjabrúðumynd og reyna ekkert að keppa við tölvuteiknimyndir eða stop motion animation. Þeir fengu hugmyndina eftir að hafa séð Thunderbirds þættina í sjónvarpinu. Annars er þetta alls ekki barnamynd. Ég efast um að krakkar myndu skilja mikið í henni. Þetta er ádeila á Bandaríkin með tilliti til þjóðernishyggju, heimsku og hryðjuverka.

Húmorinn er mjög silly en stundum hárbeittur. Stone og Parker tala sjálfir fyrir flestar persónurnar en Samule L. Jackson talar fyrir eina persónu, þ.e. Fred Tatasciore. Það er gert mikið grín af leikurum, sérstaklega Matt Damon. Hann getur bara sagt “Matt Damon” hí hí. Svo er t.d. Kim Jong II frá Kóreu sýndur í skemmtilegu ljósi. Það eru brilliant atriði í þessari mynd eins og þegar þeir sprengdu heimili Baldwin bræðra og dúkkukynlífið. Þessi mynd er ein besta grínmynd síðari ára, ekki láta dúkku elementið stoppa ykkur. Sjáið hana! America FUCK YEAH!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er einmesta snilld allra tima neam fyrir utan napoleon dynamit eins og þið sjið eru leikararnir i mndini dukur sem er mjög gott

team ameerica er lið sem a að bjarga heiminum i hvert sinn sem óvinir reyna að eyðileggja landið.þeir sem gerðu þessa mynd er menn sem buðu til vinsældu south park þættina nema i þessari mynd er ekki blótað jafnmikið og í þáttonum.sum orðin eru samt notuð eg gef þessrai mynd 4 stjörnur sem er mjög gott takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er aðeins hægt að segja eitt um þessa mynd og það er að hún er ein fyndnasta mynd sem að hefur komið í bíó í langan tíma. Það er gaman að fá svona ferska og frumlega bíómynd. Held ég verði að segja að þú átt ekki eftir að sjá fyndnari mynd á árinu. Það er langt síðan maður sá mynd þar sem það eru bara notaðar brúður. Ég held að ég hafi ekki séð jafn góða brúðumynd alveg síðan Meet the Feebles var upp á sitt besta. Hér eru Trey Parker og Matt Stone komnir aftur saman eftir hina hrikalega góðu South Park sem að þeir gerðu fyrir mörgum árum síðan. En ég ætla að segja ykkur eitt, ef að ykkur fannst South Park myndin fyndin, þá hafið þið ekki séð neitt ennþá. Þessi mynd gjörsamlega slátrar henni. Um leið og myndin byrjar þá getur maður ekki hætt að hlæja. Þetta er ein af fyndnustu myndum sem að ég hef séð nánast á ævinni minni. Hér er gert grín að pólitík, kvikmyndastjörnunum og fullt af öðru og ná þeir að skila þessu gríni á alveg snilldar hátt, enda er húmorinn bara pure snilld í þessari mynd. Vil ekki segja neitt um söguþráðinn en ef að þið eruð ekki búin að sjá þessa snilldarmynd, þá mæli ég með að þið farið á þessa strax. Fyndnasta mynd þeirra félaga og fyndnasta mynd ársins, það er pottþétt mál. 4 stjörnur pottþétt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit að fæstir eru sammála mér en mér fannst þessi mynd ekki vera nógu og góð, ræðan í endanum var drepfyndin, það voru líka nokrrir góðir punktar í þessari mynd, en samt fannst mér hún ekki ganga nógu vel upp. Það er ekkert útaf því að myndin er bara gerð með strengjabrúðum, mér fannst það takast rosalega vel að gera myndina með strengjabrúðum, jafnvel stundum heldur maður að þetta séu bara venjulegar dúkkur en ekki strengjabrúður. Þessi mynd fjallar um mann sem heitir Gary Johnston og hann syngur í Broadway söngleik sem heitir AIDS(það var líka góður punktur). Einn daginn þá kemur maður og bíður honum vinnu í Team America sem hópur sem fer út í heim og drepur hryðjuverkamenn. Fyrst neitar hann að starfa hjá Team America en hættir síðan við og byrjar að vinna hjá Team America. Verkefni þeirra er að stoppa Kim Jong Il sem er brjálaður einræðisherra í Norður-Koreu að rústa heiminum. Ég ætla ekki að segja neitt meira núna um söguþráðinn svo ég eyðileggi ekki fyrir þeim sem hafa ekki séð þessa mynd, ég gef henni tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd vitandi að ég ætti að sleppa öllu skynsamlegu og rökhugsandi. Ef þú gerir það sama þá áttu eftir að elska þessa mynd. Lögin, grínið af BNA, brúðurnar og talmál Albana, Frakka, Kóreumanna og S-Ameríkumanna eru snilld. Myndin fjallar um gengi sérsveitarfólks sem er uppfullt af föðurlandsást.

Myndin er eins og einn langur South Park þáttur. Þó er ekki gaman að horfa á sama grínið í 98 mín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn