Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Drepfyndin mynd um mormóna sem lendir í klandri hjá kvikmyndaveri en er svo ráðinn í að leika í klámmyndum.
Á mormóninn líka kærustu sem veit ekki hvað hann gerir og það versta er að trú þeirra er svo ströng að myndi aldrei segja henni það. Fyndin mynd á allan stað með skrítnar hugmyndir en ekkert er leiðinlegt.
Frekar gróf grínmynd eftir sömu náunga og standa að baki South Park þáttunum og myndinni BASEketball. Fjallar um mormóna sem kemur til Kaliforníu og sogast inn í heim klámmyndanna og áður en hann veit af er hann orðin ein skærasta stjarnan í þeim bransa. Það er margt skondið við þessa mynd - til dæmis myndatökumaðurinn sem Matt Stone leikur og stönglast í sífellu á "I don't mean to sound like a queer but...". Það er alveg greinilegt að Trey Parker (sem leikstýrir ásamt því að leika aðalhlutverkið og skrifa handritið) óttast ekki að fara langt yfir öll velsæmismörk - stundum er það fyndið en í hin skiptin kemur það ósmekklega út. Þokkaleg skemmtun fyrir þá sem ekki hneykslast auðveldlega og hafa svartan húmor.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
NC-17
- Dave the Lighting Guy: Hey, I don't wana sound like a queer or nothin', but I think unicorns are kick ass!