Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þegar ég skelti myndinni í tækið vissi ég ekki við hverju ég
ætti að búast við .....mitt persónulega álit á þessa kvikmynd er það að hún er soldið eins og amerísk hetju mynd eins og þær gerast bestar.En Johnn Travolta er eins og hann er altaf :æðislegur ,og er Joaquin Phoenix ekkert síðri.en myndin er um slökkvuliðsmanninn Jack Morrison
sem er nýliði hjá slökkvuliðinu og hittir hann þar litríkar persónur.En inní myndina spynnst svo tveir sögu þræðir sem heldur manni einblínandi á skjáinn allan tíman en LADDER 49
fær mitt atkvæði umhugsunarlaust.Og hvet ég alla að láta þetta meistaraverk ekki fram hjá sér fara.
Þegar ég fór á þessa mynd bjóst ég ekki við miklu. En ladder 49 kom mér bara mjög á óvart því þetta er hörku mynd. Það er náttúrulega soldið drama en verður samt aldrei of mikið og blandast vel saman við spennuna.Joquin Phoenix stendur sig bara nokkuð vel og john Travolta er betri en oft áður. Þetta er líka virkilega flott mynd og heiðrar slökkviliðsmenn vel. ég mæli því eindregið með þessari mynd því þetta er án efa ein af betri myndum ársins.
Ég varð bara að koma með eitthvað lélegt comment á þessa mynd eftir að hafa lesið ofangreindar umsagnir. Ég einmit kíkti á þessa síðu áður en ég fór í bíó og sá að henni var gefin 3,5 stjarna þannig ég sló til....og sá virkilega eftir þeim peningum og tíma sem ég eyddi í myndina. Mig langar bara að vara fólk við, því þetta er ein mest bandaríska mynd sem ég hef séð. Það kemur nákvæmlega ekkert á óvart í myndinni og hún náði að minnsta kosti ekki að hafa nein áhrif á mig tilfinningalega séð. Hvert slökkvuliðsatriðið á fætur öðru var orðið virkileg þreytt þegar leið á myndina. John Travolta klikkar nánast aldrei og því hélt ég að ég væri öruggur með þess mynd en það var mjög langt frá því.
Hetjur ameríku standa fyrir sínu
Eftir 11. september urðu slökkviliðsmenn ósjálfrátt að hetjum þjóðarinnar í Bandaríkjunum og er enn í dag sífellt verið að halda fyrirlestra yfir fólki um hversu mikilvægir og hugrakkir þeir eru. Ég bjóst við því að Ladder 49 yrði ekta amerísk hetjudáðarmynd með mikilli þjóðardýrkun og ofaukinni, tilgerðarlegri dramatík sem einblíndi mikið á þetta viðfangsefni. Ég gerði ráð fyrir því versta, en varð satt að segja fyrir óvæntri upplifun.
Myndin er flott gerð, vel leikin, átakanleg, spennandi á köflum og bara nokkuð sterk yfir heildina. Hún fær svosem ekkert enga plúsa fyrir ''frumleika'' sinn eða hinar ýmsu klisjur sem læðast um inn á milli, en lokaniðurstaðan skilar frá sér hreint afbragðsgóðri afþreyingu. Hér er stór hluti myndarinnar í höndum Joaquin Phoenix, og bregst hann manni ekkert frekar en áður. Hann er nú reyndar stórkostlegur, og nær einhvern veginn að forðast það að gera persónu sinni að stereótýpu og leikur hann meira sem hversdagslegan einstakling. John Travolta fær líka miklu meira að gera núna en á undanförnum árum og stendur hann sig frábærlega með aukahlutverkið sem hann fær. Mér hefur alltaf líkað vel við manninn, en átti ekki von á svona góðri hlið að honum.
Frásögn myndarinnar er líka mjög fín og hún gerir mjög góða hluti með persónusköpunina, sem borgar sig vel þegar það kemur að 'alvarlegri' hliðum hennar. En þrátt fyrir að vera 100% amerísk á vissum stöðum nær hún góðu sambandi við áhorfandann, a.m.k. í mínu tilfelli, og snertir hún við manni á réttum stöðum meðan hún heillar mann á öðrum. Kvikmyndatakan fannst mér m.a. virkilega flott og ég dáist mikið að hversu vel gerðar háskasenurnar voru. Í stað þess að styðjast við hjálp tölvubrellna til að skapa eld notar hún aðferðirnar af gamla skólanum. Mjög skörp ákvörðun.
Akkúrat þessa stundina á ég erfitt með að finna mér mynd sem hefur komið mér eins vel á óvart og Ladder 49, á þessu ári þ.e.a.s. Hún skilur ýmislegt eftir sig og eru talsvert góðar líkur að hún fái fólk til að skilja það sem hún reynir að segja við mann. Hef sjaldan orðið eins ánægður með Bandaríska formúlumynd.
7/10
Eftir 11. september urðu slökkviliðsmenn ósjálfrátt að hetjum þjóðarinnar í Bandaríkjunum og er enn í dag sífellt verið að halda fyrirlestra yfir fólki um hversu mikilvægir og hugrakkir þeir eru. Ég bjóst við því að Ladder 49 yrði ekta amerísk hetjudáðarmynd með mikilli þjóðardýrkun og ofaukinni, tilgerðarlegri dramatík sem einblíndi mikið á þetta viðfangsefni. Ég gerði ráð fyrir því versta, en varð satt að segja fyrir óvæntri upplifun.
Myndin er flott gerð, vel leikin, átakanleg, spennandi á köflum og bara nokkuð sterk yfir heildina. Hún fær svosem ekkert enga plúsa fyrir ''frumleika'' sinn eða hinar ýmsu klisjur sem læðast um inn á milli, en lokaniðurstaðan skilar frá sér hreint afbragðsgóðri afþreyingu. Hér er stór hluti myndarinnar í höndum Joaquin Phoenix, og bregst hann manni ekkert frekar en áður. Hann er nú reyndar stórkostlegur, og nær einhvern veginn að forðast það að gera persónu sinni að stereótýpu og leikur hann meira sem hversdagslegan einstakling. John Travolta fær líka miklu meira að gera núna en á undanförnum árum og stendur hann sig frábærlega með aukahlutverkið sem hann fær. Mér hefur alltaf líkað vel við manninn, en átti ekki von á svona góðri hlið að honum.
Frásögn myndarinnar er líka mjög fín og hún gerir mjög góða hluti með persónusköpunina, sem borgar sig vel þegar það kemur að 'alvarlegri' hliðum hennar. En þrátt fyrir að vera 100% amerísk á vissum stöðum nær hún góðu sambandi við áhorfandann, a.m.k. í mínu tilfelli, og snertir hún við manni á réttum stöðum meðan hún heillar mann á öðrum. Kvikmyndatakan fannst mér m.a. virkilega flott og ég dáist mikið að hversu vel gerðar háskasenurnar voru. Í stað þess að styðjast við hjálp tölvubrellna til að skapa eld notar hún aðferðirnar af gamla skólanum. Mjög skörp ákvörðun.
Akkúrat þessa stundina á ég erfitt með að finna mér mynd sem hefur komið mér eins vel á óvart og Ladder 49, á þessu ári þ.e.a.s. Hún skilur ýmislegt eftir sig og eru talsvert góðar líkur að hún fái fólk til að skilja það sem hún reynir að segja við mann. Hef sjaldan orðið eins ánægður með Bandaríska formúlumynd.
7/10
Ég gekk inná þessa mynd með mjög litlar væntinar. Bjóst við hálfgerðrum Backdraft clone. Mynd sem mér hefur alltaf líkað vel við. Ég skal alveg viðurkenna að þegar myndin vara að klára sig gat maður ekki enn grátið yfir þessari mynd. Það hefur engin mynd síðan að ég sá Once were warriors á 21 árs afmælinu mínu. Og það var ekkert miðað við þessa mynd. Hún hitti vel í hjarta stað. Vegna þess að hún er ekki einhver flashy Hollýwood mynd, heldur einbeitir á karakterana og hvað gerir þá að slökkvuliðsmönnum. Þetta er svona mynd í huga mínum þar sem allt smellur vel saman. Leikhópur, útlit, tónlist og leikstjórn. Ekki veikur blettur, þó verður að segjast að Juaquim Phoenix er alltaf að sanna meir og meir hve góður leikari hann er. Travolta, hvað kemur til að hann fer ekki í taugarnar á mér?? Hataði hann í The Punisher enn í þessari mynd leikr hann mjög vel. Reynir ekki að stela sviðljósinu. Enn í staðin er einn af burðarbitum þessarar mynd. Svo út frá þessu er hægt að dæma að mér líkaði myndin. Rétt er mæli með að allir sjái hana. Nema kannski Hollywood Junkíinn sem vill sýnar bombur og innantóma mynd. Farðu frekar á Alien Vs. Predator. Fyrir fólk sem fílar myndir eins og Shawshank Redeption sem er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Þessi mynd endar á óvæntan hátt enn jákvæðann hátt á 'Wanted' Dvd listanum mínu ;) Skellið ykkur bara í bíó.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Buena Vista
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
5. nóvember 2004
VHS:
4. maí 2005