Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Wimbledon 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. október 2004

She's the golden girl. He's the longshot. It's a match made in...

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 61% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Peter Colt er enskur tennisleikari á fertugsaldri sem er kominn niður í 119. sæti á heimslistanum í tennis eftir að hafa verið nr. 11 fyrir sex árum, og hefur ekki tekist að sigra mann á topp 10 í þrjú ár. Hann hefur það orð á sér að eiga erfitt með að sigra þegar kemur að mikilvægum leikjum og hefur í raun aldrei náð neinum stórkostlegum árangri.... Lesa meira

Peter Colt er enskur tennisleikari á fertugsaldri sem er kominn niður í 119. sæti á heimslistanum í tennis eftir að hafa verið nr. 11 fyrir sex árum, og hefur ekki tekist að sigra mann á topp 10 í þrjú ár. Hann hefur það orð á sér að eiga erfitt með að sigra þegar kemur að mikilvægum leikjum og hefur í raun aldrei náð neinum stórkostlegum árangri. Hann er er nú mættur í Wimbledon keppnina og enginn veit við hverju ætti að búast af honum, en þetta mun verða síðasta keppnin hans, áður en hann hefur störf sem tenniskennari við fínan sveitaklúbb. Hin bandaríska Lizzie Bradbury ætlar einnig að keppa í Wimbledon þetta árið, í fyrsta skiptið, og henni er hampað sem mögulegum sigurvegara. Hún er skapmikill leikmaður og notar skapið til að keyra sig áfram í keppni. Þau tvö hittast í fyrsta skipti í keppninni. Þau laðast hvort að öðru á sama tíma og þau eru að reyna að einbeita sér að leiknum, og eiga í kynferðislegu sambandi á meðan á keppninni stendur. En fljótlega verður meiri alvara í sambandinu og ástin sem er farin að krauma, verður til þess að Peter leikur betur en hann hefur gert í mörg ár, en þessu er hinsvegar öfugt farið með Lizzie, og gengi hennar fer illa í föður hennar sem einnig er þjálfari hennar, Dennis Bradbury. Peter og Lizzie verða að ákveða hvort þau geta haldið áfram ástarsambandi sínu og samt einbeitt sér að keppninni, og ef ekki þá verða þau að ákveða hvort sé mikilvægara. ... minna

Aðalleikarar


Þetta er geðveik mynd sem á feitt skilið að fara inn á hvert heimili......... fór í bíó með vinkonum mínum á hana og þær voru glaðar eftir góða bíóferð og sömuleiðis ég....... góð mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sæt og góð
Undir hefðbundnum kringumstæðum hljómar grunnhugmynd þessarar myndar ekkert rosalega spennandi; formúludrifin, rómantísk gamanmynd í bland við íþróttamynd. Hvað höfum við séð slíkt oft áður?? Ég veit ekki nákvæmt svar annað en einfaldlega: Alltof oft! En einhverra hluta vegna nær Wimbledon að forðast týpískar gryfjur. Kannski sú ástæða sé að myndin er bresk, en ekki bandarísk, og hefur hún margt sem margar myndir sinnar tegundar hafa ekki alltaf náð almennum tökum á.

Myndin er fyrst og fremst hugljúf, fyndin og prýðisvel leikin. Paul Bettany er virkilega skemmtilegur enda maður sem hefur þann hæfileika að eigna sér skjárammann við hvert tækifæri og nær hann oft að vera bráðfyndinn í rullunni sinni. Það sem skiptir líka miklu máli eru tengsl hans við mótileikkonu sína, Kirsten Dunst. Þau tvö eru nokkuð góð saman á skjánum og mynda traust par, jafnvel þó kannski fullmikið sé lagt í ''sæta'' þáttinn í sambandi þeirra, sem á köflum getur verið einum of... gamalt..., og klisjurnar eru vissulega í eðlilegu magni, en þau eru samt aldrei neitt leiðinleg. Sam Neill er líka fínn miðað við það að hann fær nánast ekkert að gera og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma að minnast á Jon Favreau, en hann er ekki eðlilega fyndinn í hlutverki umboðsmanns nokkurs, og hver einasta lína frá honum er gullmoli.

Myndin fær líka mjög stóran plús fyrir tæknilega vinnslu, annars eru myndir af svona gerð oftast þekktar fyrir að leggja áherslu á aðra hluti. En kvikmyndatakan er ótrúlega flott, þá helst í tennissenunum sjálfum. Einhvern veginn er séð til þess að manni leiðist ekkert yfir þeim (eins og oft má til með íþróttir í kvikmyndum...). Ég hafði sjálfur bara lúmskt gaman af þeim, og sérstaklega lokakeppninni, burtséð frá því að fyrirsjáanleiki var vel til staðar (annars fer enginn á svona mynd með það í huga að láta koma sér á óvart, ef út í það er farið). Ef ég ætti að bera myndina saman við aðrar breskar gamanmyndir tel ég hana vera aðeins betri en t.d. Bridget Jones's Diary, en samt ekki eins góð og Love Actually. Held að það séu ekki miklar líkur að hún geymist eins vel og þær annars, en sem bara einföld kvöldafþreying með makanum getur hún ekki mögulega klikkað.

7!0

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg frábær mynd í alla staði. Paul er alveg æðislegur í þessari mynd og Kirsten klikkar ekki. Hún er allur pakkinn, rómantísk,spennandi og fyndin.....Bretarnir kunna að láta mann veltast um að hlátri, þessi kaldhæðnislegu setningar sem eru að tröllríða öllu.....Þetta er bara frábær skemmtun og ég hvet alla til að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þið viljið fá ráð þá segi ég bara að þið ættuð að fara með þeim sem þið þykið vænt um... mjög rómantísk mynd og ekki er verra að hafa einhvern til að halda í og knúsast við þessa mynd. Svo koma svona nokkrir breskir brandarar inn á milli sem eru alveg rosalegir. Soundtrackið finnst mér svo alveg ljómandi myndarlegt. Ætla mér sko að kaupa það!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

BARA SNILLDARMYND!!! Bretarnir bregðast ekki!!! Frábærir leikarar og snilldarmyndartaka gera þetta með betri myndum ársins!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn