Náðu í appið
Battle Royale
Bönnuð innan 16 ára

Battle Royale 2000

(Batoru Rowairau)

Frumsýnd: 19. september 2002

Their Game, No Rules, No Prisoners

114 MÍNJapanska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
7/10

Efnahagur Japans er að hruni kominn í byrjun 21. aldarinnar, atvinnuleysi er mikið og nemendur skrópa í tímum. Ríkisstjórnin samþykkir Battle Royale tilskipunina, en þar segir að einn bekkur verði valinn af handahófi og nemendur þar sendir á eyju með hálsband um hálsinn, smáræði af vistum og eitt vopn. Eftir þrjá daga þá verða þau að drepa hvert annað... Lesa meira

Efnahagur Japans er að hruni kominn í byrjun 21. aldarinnar, atvinnuleysi er mikið og nemendur skrópa í tímum. Ríkisstjórnin samþykkir Battle Royale tilskipunina, en þar segir að einn bekkur verði valinn af handahófi og nemendur þar sendir á eyju með hálsband um hálsinn, smáræði af vistum og eitt vopn. Eftir þrjá daga þá verða þau að drepa hvert annað og sá eini sem lifir af fær líf sitt að launum. Fyrsti bekkurinn til að lenda í úrtakinu er 9. bekkur með 42 nemendum. Undir stjórn fyrrum kennara þeirra, Kitano, þá verða þeir að útrýma hverjum öðrum eftir kúnstarinnar reglum, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)

Frábær mynd!
Hrottaleg mynd sem gerist í framtíðinni í japan.

Myndin er mjög brútal, og var bönnuð í Bandaríkjunum.

Myndin fjallar um 9.bekkinga í Japan sem eru settir á eyju, þeim er sagt að eini valkosturinn til að komast af eyjunni, er að lifa af. Málið er að það má bara einn lifa af.

Þessi mynd er bæði grimmileg, dimm, með smá húmor, og blandað smá rómantík inní hana.

Persónurnar í myndinni eru frábærar, sumar elskar maður, aðrar hatar maður.

Þessi mynd er meistaraverk-Mæli með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fullkomlega SICK mynd, gjörsamæega út í hött, illa leikin og glataður söguþráður. MYndin fjallar um að 42 krakkar eru settir á afstekkta eyju, þeim gefið vopn og eiga að drepa hvort annað, um hálsinn á þeim er ól svo hægt sé að fylgjast með þeim, ef reynt er að flýja, taka ólina af eða farið inná hættusvæði springur hausinn á þeim af. Gjörsamlega út í hött.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

42 nemendur eru settir á eyju í brengluðum leik þar sem þau eiga að drepa hvort annað þar til aðeins einn stendur eftir. Ef þau reyna að flýja eða brjóta reglurnar er hausinn sprengdur af þeim.

Svona er söguþráðurinn í Batoru rowaiaru, ekki flókinn og frekar furðulegur en myndinni tekst einhvern veginn að blanda saman snarklikkuðum blóðsúrhellingum, kolsvörtum húmor og ádeilu á nútíma samfélagið með góðum árángri. Persónusköpunin er frábær og maður fer sjálkrafa að hata suma, en elska aðra í myndinni. Ekki skemmir það heldur að í þarna eru tveir tugir af fáránlega sætum Japönskum stelpum á reiki.

Batoru rowaiaru er hrottaleg (enda var hún bönnuð í Bandaríkjunum) og einhvern veginn alveg hrikalega sick skemmtun. Það er erfitt að lýsa henni, sjón er sögu ríkari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn