Náðu í appið
Öllum leyfð

Raising Helen 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. júlí 2004

Helen help us.

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Helen Harris lifir sannkölluðu draumalífi. Ferill hennar sem fyrirsæta gengur vel, og hún eyðir dögunum á tískusýningum en á kvöldin er hún á heitustu dansstöðunum. En einn daginn kemur smá babb í bátinn þegar hún fær símtal sem breytir öllu. Hún þarf skyndilega að taka að sér börn systur sinnar; hina 15 ára gömlu Audrey, hinn 10 ára gamla Henry... Lesa meira

Helen Harris lifir sannkölluðu draumalífi. Ferill hennar sem fyrirsæta gengur vel, og hún eyðir dögunum á tískusýningum en á kvöldin er hún á heitustu dansstöðunum. En einn daginn kemur smá babb í bátinn þegar hún fær símtal sem breytir öllu. Hún þarf skyndilega að taka að sér börn systur sinnar; hina 15 ára gömlu Audrey, hinn 10 ára gamla Henry og hina 5 ára gömlu Sarah. Enginn efast um það að Helen er heitasta frænkan í New York, en hvað veit þessi tískudama um barnauppeldi? Fjörið hefst þegar Helen breytist úr ofur gellu í ofur mömmu, en hún kemst mjög fljótt að því að það að dansa langt fram á nótt, á ekki vel við það að koma krökkunum í skólann á réttum tíma - nokkuð sem eldri systir hennar, Jenny, er snögg að sjá. Helen fær hjálp úr óvæntri átt, frá Dan Parker, hinum unga og myndarlega presti og skólastjóra í nýja skóla krakkanna - og kemst að því að nú þarf hún að velja á milli gamla lífsins og þess nýja.... minna

Aðalleikarar


Jeez.. lélegasta mynd ársins ef ekki aldarinnar..

Kate Hudson er algerlega til sýnis!! hún er sæt og fín og allt það.. en hún er ekki að vinna sína vinnu þarna.. ég man eftir henni í Almost Famous as Penny Lane og þar fór hún með snilldarleik.

eitt enn ég er móðguð fyrir hönd Joan Cusack þar sem hér er sagt að Jhon Cusack fari með eitt aðalhlutverkana.. en það vill svo til að Jhon Cusack er bróðir hennar.. og þetta ætti ekki að vera hægt að blanda saman þar sem hann Jhon er alveg hræðilegur leikari en systir hans er hins vegar þessi þvílíka bomba sem fer í öll hlutverk gjörsamlega.. :D

aftur að myndinni.. mér er svosem sama um þetta þar sem mér var boðið á hana en leiðinleg mynd engu að síður.. alltof alltof væmin og grát-mygluleg.. klisjukennd.. hún á sína björtu hlið og hún mun vera nokkrar brandaraslettur hér og þar... svo ein spurning hvað var konan að pæla að' láta þessa manneskju hafa börnin sín.. ég myndi ekki treysta svona karakter fyrir ljóta kettinum mínum hvað þá þrem börnum.. en jæja.. bandaríkjamenn sönnuðu það enn og aftur að þeir eru klisjukenndir andskotar. Annars er Kate Hudson góð leikkona. minnir helst til mikið á mömmu sína hana Goldie Hawn en nóg um það. presturinn, einn af fyrverandi kærustum Carry Bradshaw í Sex and the City eða hvernig sem það er nú orðað fór með góðanleik.. fyrir utan það að hann er bara of sexy til að vera prestur eða mér finnst það. Einhvrunveginn ekki eins og ég hugsa um presti.. ég hef heldur aldrei hugsað um presti sem kynverur. svo tilhvers að byrja núna.. þetta er þegar allt er á botnin hvolft bara mynd.. svona sönn bandarísk bíómynd með heitustu stjörnum H.W þessa stundina eins og svo margir aðrir. hálf stjarna frá mér, fyrir nokkrar brandaslettur sem maður hugsaði meðan maður var að reyna að halda sér vakandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd ekki mjög skemmtileg..mér fannst hun væmin og virkaði á mig að Kate Hudson væri bara til punts í þessari mynd og mer fannst leikur hennar mjög ósamfærandi.

Ljósi punktuinn í þessari mynd var leikur Joan Cusack
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn