Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
'Eg var fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Mér fannst hún mjög langdregin og leikararnir voru ekki góðir, jafnvel Resse Witherspoon.
Þessi mynd fær mörg prik fyrir leikmynd og búninga. Þarna má bæði sjá fallega kjóla og flotta hermannabúninga. Allt á þetta að gerast á fyrri hluta 19. aldar. Reese Witherspoon leikur unga konu, sem tilheyrir efri stéttum samfélagsins í Brussell. Framvinda sögunnar er mjög hæg og líður vel áfram en samt er eins og það vanti einhvern neista í myndina. Hún umhverfist talsvert í kringum Witherspoon og það er á hennar valdi algerlega að gera þessa mynd áhugaverða og sjá til þess að áhorfandanum leiðist ekki. Henni tekst það næstum, sökum þess að hún er ekki að leika þetta neitt illa, auk þess sem hún er mjög sjarmerandi og stórglæsileg. En það er alveg á mörkunum að hægt sé að sitja yfir þessu. Handritið er bara alls ekki gott.
Persónusköpun í myndinni er alveg skelfilega flöt og það vantar sárlega virkilegt illmenni eða þá verulega ástfangið fólk. Það eru eiginlega allt of margar sögupersónur í myndinni og það hefði verið betra að hafa þær færri og leyfa þeim svo að njóta sín betur með betri fléttu. Þetta á að vera einhvers konar drama en nær því samt ekki að vera klútamynd. Og það tekst ekki að skapa neina samúð með sögupersónum myndarinnar. Þannig er þetta eiginlega ekki nein sérstök dramamynd. Svo að eftir á séð er ég bara hreint ekki viss um í hvaða flokk skuli setja þessa mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Gabrielle Union, Matthew Faulk
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
23. mars 2005