Náðu í appið

Constantine 2005

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. febrúar 2005

The Magic between Heaven and Hell is on Earth.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 46% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 50
/100

Rannsóknarlögreglumaðurinn Angela Dodson kemur til John Constantine og biður hann um hjálp við að sanna að dauði tvíburasystur hennar, Isabel, hafi ekki verið sjálfsmorð. Konan var sanntrúaður kaþólikki og Angela neitar að trúa því að að hún myndi taka eigið líf. Hún biður Constantine um hjálp af því að hann er þekktur fyrir sín dulrænu störf.... Lesa meira

Rannsóknarlögreglumaðurinn Angela Dodson kemur til John Constantine og biður hann um hjálp við að sanna að dauði tvíburasystur hennar, Isabel, hafi ekki verið sjálfsmorð. Konan var sanntrúaður kaþólikki og Angela neitar að trúa því að að hún myndi taka eigið líf. Hún biður Constantine um hjálp af því að hann er þekktur fyrir sín dulrænu störf. Í raun þá er hann djöflaveiðari, en eini tilgangur hans hér á Jörðu er að senda djöfla aftur í hið neðra þar sem þeir eiga heima. John sjálfur hefur farið til helvítis - sem ungur maður framdi hann sjálfsmorð og veit núna að hann mun snúa aftur til heljar þegar hann deyr - en vonar að góðverk hans geti mögulega komið honum til himna. Þegar hann rannsakar dauða Isabel þá sér hann að djöflar eru að reyna að brjóta sér leið inn í samfélag manna og barátta hans leiðir hann í beint stríð við Satan sjálfan.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (10)


Myndin var kannski ekki fullkomin, en hey nú til dags hvaða mynd er það svo sem? Meðað við þessar myndir í bíó í dag er þessi cool skemmtun. Bara kannski hjá þeim sem kunna að meta svona myndir.... þessi mynd hefur þo eitt frábært sem a skilið hæstu einkun.... hun hefur einn flottasta Satan í kvikmyndasögunni! Já, jafnvel betri en Paciono í The Devil's Advocate. Peter Stormare var æðislegur sem Lucifer. Nóg astæða til að sjá myndina =)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Settu þig í stellingar, vertu með skilningarvitin galopin. Frábær mynd með innsæi, túlkun, tækni og söguþráð sem gengur fullkomlega upp. Lokaatriðið (síðasta hreyfing Keanu Reeves) er eftirminnileg og sjaldan sem það eitt og sér gerir útslagið í myndinni. Barátta góðs og ills sjaldan verið eins skemmtilega framsett með næstum gallalausum grafískum útfærslum, minnir á Erro og fleiri góða íslenska grafíkera. Veisla fyrir þá sem gera kröfur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Örugglega upphafið af lengri sögu. Constantine er þrælskemmtileg ævintýramynd sem allir léttruglaðir aðdáendur fjörugra og flottra ævintýramynda ættu að kunna að meta. Að sjálfsögðu sló hún í gegn hjá mér, þar sem ég tilheyri þeim hópi. Stílhrein mynd, flottar tæknibrellur og fínasta helvíti, góður húmor og bara vel gerð í alla staði, auk þess að vera með tveimur af mínum uppáhalds leikurum, Keanu Reeves og Rachel Weisz. Ekki var mikið um tónlist í myndinni, heldur var meira stuðst við umhverfishljóð, sem voru mögnuð upp til að skapa rétta stemningu. Mér finnst Constantine mjög spennandi karakter og ætla rétt að vona að maður fái að sjá meira af honum. Í stuttu máli fjallar myndin um unga lögreglukonu (Weisz) sem er mjög næm á hið illa í umhverfinu, sérstaklega staðsetningu glæpamanna, sem stuðlar að því að hún handtekur hvern óþokkann á fætur öðrum. Eftir að hún verður fyrir alvarlegu áfalli liggja leiðir hennar til særingameistarans Constantine (Reeves), sem er fremstur í sínum flokki og óttast að eitthvað sérstaklega illt sé í aðsiglingu. Hér er á ferðinni mjög spennandi saga um baráttu góðs og ills, sem er alveg þess virði að sjá í bíó. Góða skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Söguþráður: John Constantine er særingarmeistari með meiru, enda sér náunginn meira en við flest þegar kemur af djöflum og álíka kvikindum. En nú bregður svo við að djöflarnir eru að seilast helst til langt inn í okkar veröld og telur John að sonur sjálfs myrkrahöfðingjans gæti verið á leið í heimsókn. Lögreglukonan Angela leitar John uppi eftir að tvíburasystir hennar fremur sjálfsmorð, en Angela vill bara alls ekki trúa því að svo sé. Hún og John reyna svo í sameiningu að komast að hinu sanna í málinu og jafnvel stoppa sjálfan heimsendi.


Gagnrýni: Já, í rauninni varð ég ekki fyrir vonbrigðum. Keanu Reeves óvenjugóður, enda á hlutverkið vel við hann og ég er hreinlega hrifinn af henni Rachel Weisz, þannig að það er kannski ekki að marka hvað ég segi um hana. Og myndin líður frekar vel áfram þrátt fyrir slappan söguþráð enda myndataka, tæknibrellur og hljóð alveg til stakrar prýði. En það er ekki fyrr en tveir senuþjófar birtast sem myndinni er hreinlega lyft upp á hærra plan: Tilda Swinton og Peter Stormare (sem er alveg í sérstöku uppáhaldi hjá mér) eru æðisleg í hlutverkum Gabriels Erkiengils og sjálfs Djöfulsins. Það sem mér fannst há myndinni hvað helst fyrir utan flatan söguþráðinn, var að hún er ekkert spennandi. Enginn hasar, spenna, óvænt atriði - ekkert - en hún er samt þess virði að sjá!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég veit ekki hvað fólk er að sjá við þessa mynd. Þessi mynd er leiðinleg á allan hátt. Handritið að myndinni er alveg glatað, sagan að myndinni gengur engan veginn, leikarar eru alveg hræðilegir og allt gjörsamlega klikkar hérna. Ég hef nú ekki lesið Hellblazer sögurnar en get vel trúað því að þær séu betri en myndin. Ef að þið ætlið að eyða 800 kr. í bíó, eyðið því þá í eitthvað annað en þessa mynd. Tveir stórir þumlar niður hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn