Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Taking Lives 2004

Frumsýnd: 26. mars 2004

He Would Kill To Be You.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 22% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Myndin byrjar snemma á níunda áratug 20. aldarinnar. Ungur maður, Martin Asher, fer í rútu á leið til Kanada. Hann hittir annan ungling í rútunni, að nafni Matt Soulsby. Þegar rútan bilar, þá ákveða þeir að leigja sér bíl og keyra til Seattle. Á leiðinni þá springur á bílnum, og Matt fer að skipta um dekk. Matt og Martin fara að rífast og Martin ýtir... Lesa meira

Myndin byrjar snemma á níunda áratug 20. aldarinnar. Ungur maður, Martin Asher, fer í rútu á leið til Kanada. Hann hittir annan ungling í rútunni, að nafni Matt Soulsby. Þegar rútan bilar, þá ákveða þeir að leigja sér bíl og keyra til Seattle. Á leiðinni þá springur á bílnum, og Matt fer að skipta um dekk. Matt og Martin fara að rífast og Martin ýtir Matt fyrir vörubíl sem keyrir framhjá sem veldur miklu umferðarslysi þar sem Matt og ökumaður vörubílsins deyja báðir. Tuttugu árum síðar þá kemur greinandi hjá alríkislögreglunni FBI, Ileana Scott, til Kanada til að hjálpa til við að finna raðmorðingja, sem er Martin Asher, sem er búinn að drepa marga menn og tekur upp persónueinkenni þeirra. Móðir Martin segir að hún hafi séð Martin í Quebec og segir lögreglunni að Martin sé illur. Lögreglan er einnig með vitni sem sá Asher drepa síðasta fórnarlamb sitt ... ... minna

Aðalleikarar


Ég var ekki nógu ánægður með þessa mynd. Hún var alltof augljós og virkaði ekki alveg á mig. Samt sum atriði í myndinni sem maður hrekkur virkilega við. Það vantar mun meiri spennu í þessa mynd og hugmyndin að þessari mynd, það hefði mátt aðeins pæla í henni meir. Þetta hefði getað orðið mun betri mynd en hún er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis spenna í þessari mynd og ágætlega leikin. Angelina Jolie er fin í þessari mynd og sömuleiðis Ethan Hawke. Svo góð skemmtun og fín afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jahá segi ég nú bara.

Vissi ekkert um þessa mynd áður en ég fór á hana í gærkvöldi. Bara ekki neitt. Ekki séð neinn trailer, ekki heyrt söguþráð eða neitt svo ég var ekki með neinar væntingar fyrirfram.


Nema hvað, hún er spennandi strax og hélt mér uppspenntri í eiginlegri meiningu út alla myndina. Það þarf mikið til þess að ég öskri á mynd en mér tókst að veina 3x. Geri aðrir betur!

Angelina Jolie er rosaleg í þessari mynd. Hún sannar sig eftir slaka frammistöðu í Tomb Raider. Hef ekki séð hana svona góða síðan í Girl Interrupted. Ethan Hawke stendur sig líka mjög vel og er afar sannfærandi. Öll umgjörð myndarinnar er líka mjög góð, lýsing, klipping, myndataka og tónlist eru afar vel gerð. Allt þetta saman gerir alveg ótrúlega magnaðan spennuþrylli.

Einnig var gaman að sjá Kiefer kallinn aftur og Olivier Martinez er floooottturrr :D Allir fá eitthvað fyrir sinn snúð :P

Ég mæli með þessari. Ég er ekki einhver kvikmyndasérfræðingur, þetta er bara mitt álit sem hins almenna bíófara, myndin skemmti mér, gerði mig sjúklega hrædda, fyllti mig viðbjóði og vakti upp fleiri tilfinningar en flestar aðrar spennumyndir.

Farðu á þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn