Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Æi, enn ein þunna unglingagamanmyndin frá Bandaríkjunum. Mynd sem hefði átt að fara beint á myndband og í hillu sem engin nennir að skoða. Þegar ég var að horfa á þessa mynd margspurði ég sjálfan mig: Hef ég ekki séð þetta allt áður? Fyllerísbrandarar, gáfaða stelpan sem verður svo sæt, par sem er að reyna að vera saman, fyndni vinurinn, ofnotkun á beru fólki og svona mætti lengi telja. Í stuttu máli fjallar myndin um útskriftarnemann Scott. Kærastan hans sagði honum upp og því ætlar hann að fara til Þýskalands að finna pennavin sinn sem vill svo skemmtilega til að er falleg stelpa. Vinur hans fer með og saman lenda þeir í ýmsum hremmingum í Evrópu. Í Frakklandi hitta þeir systkini frá Bandaríkjunum og þau fylgja þeim á leiðarenda. Ferðalag þeirra tekur ótal u-beygjur og þau kynnast misgáfulegu fólki á leið sinni. Myndin er ekkert nema klisja og afskaplega fyrirsjáanleg. Hún er alveg laus við það að vera fyndin. Svo er slæmur áróður í myndinni. Hann birtist þannig að félagarnir lenda í austur-Evrópu og hún er sýnd í algjörri niðurnýslu þar sem eymdin ein ríkir. En við vitum öll að svo er nú ekki. Sennilega skilaboð kapítalistanna um að kommúnistarnir séu að fara með allt til andskotans. Eurotrip er langt í frá að vera góð mynd. Hægt er að segja að hún sé afskaplega leiðinleg á köflum. Myndin nær sér aðeins á flug, ekki mikið, þegar félagarnir eru í London, en hún hrapar við það sama niður aftur. Forðist þessa.
Þetta er mjög góð mynd og ég hló oft meðan ég var að horfa. Myndin er nokkuð lík Roadtrip og með mikinn neðanmittishúmor sem margir fullorðnir fíla ekki en þeir sem eru með húmor fyrir því ættu pottþétt að sjá hana. Sumt er kannski soldið langsótt en maður pælir kannski ekki mikið í því. Mana alla til að sjá þessa!!!!!!!!
Þetta er fyndið sjit. myndinn er mjög fyndinn og bjóst ég sannarlega engu við. hélt að þetta væri ömurleg en síðan varð hún mjög fyndinn og ég veit ekki hvað og hvað og ég eina sem ég þarf að segja er að ég mæli mjög með henni og vona að allir skemmti sér vel með að horfa á hana. Takk fyrir
Mynd þessi er eiginlega svona rip off af Road Trip samt öðruvísi söguþráður og ég sá þessa mynd og hló og hló, þessi mynd er gríðarlega góð. En myndin er um strák sem á vin á netinu og heldur að vinurinn sé strákur en þegar hann kemst að því að þetta er stelpa ákveður hann að fara og hitta stelpuna, þá hefst gríðarlegt ævintýri.
Gott grín
Ég fór á Eurotrip með sáralitlar væntingar. Ég hélt ég væri að fara á einhverja ódýra samblöndu af Road Trip, American Pie og National Lampoon's European Vacation. Ókei, þetta er alls ekki ósvipað því, en Eurotrip var - mér til mikillar undrunar - óborganlega fyndin.
Vissulega er ekki verið um að ræða húmor á háu plani né mikið um smekkleika, en myndin hittir einmitt beint í mark með smekkleysu sinni. Hún græðir líka stóran plús á leikaraliðinu. Ég þekkti reyndar engan af þessum fjórum krökkum (fyrir utan Michelle Trachtenberg kannski) en allir voru stórskemmtilegir, hver á sinn hátt, og líkt og með leikaraliðið úr Bökumyndunum, þá vona ég að við munum sjá eitthvað meira af þessu fólki í náinni framtíð (einna helst Travis Wester, sem var vægast sagt sprenghlægilegur sem annar tvíburinn).
Mitt mat er að Eurotrip sé í raun bara fyrirtaks skemmtun, og allir sem geta haft gaman af bröndurum sem tengjast nekt, kynlífi, sturluðum evrópubúum og öðrum svipuðum uppákomum verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Hún mun væntanlega ekki geymast eins vel og American Pie-myndirnar, en hún er áhorfsins virði engu að síður.
7/10
Ég fór á Eurotrip með sáralitlar væntingar. Ég hélt ég væri að fara á einhverja ódýra samblöndu af Road Trip, American Pie og National Lampoon's European Vacation. Ókei, þetta er alls ekki ósvipað því, en Eurotrip var - mér til mikillar undrunar - óborganlega fyndin.
Vissulega er ekki verið um að ræða húmor á háu plani né mikið um smekkleika, en myndin hittir einmitt beint í mark með smekkleysu sinni. Hún græðir líka stóran plús á leikaraliðinu. Ég þekkti reyndar engan af þessum fjórum krökkum (fyrir utan Michelle Trachtenberg kannski) en allir voru stórskemmtilegir, hver á sinn hátt, og líkt og með leikaraliðið úr Bökumyndunum, þá vona ég að við munum sjá eitthvað meira af þessu fólki í náinni framtíð (einna helst Travis Wester, sem var vægast sagt sprenghlægilegur sem annar tvíburinn).
Mitt mat er að Eurotrip sé í raun bara fyrirtaks skemmtun, og allir sem geta haft gaman af bröndurum sem tengjast nekt, kynlífi, sturluðum evrópubúum og öðrum svipuðum uppákomum verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Hún mun væntanlega ekki geymast eins vel og American Pie-myndirnar, en hún er áhorfsins virði engu að síður.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$20.796.847
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
11. júní 2004