Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

EuroTrip 2004

Frumsýnd: 11. júní 2004

No actual Europeans were harmed in the making of this film

93 MÍNEnska

Miðskólanemandinn frá Ohio í Bandarikjunum, Scott Thomas, er góður strákur og góður nemandi - nokkuð fyrirsjáanlegur reyndar - en hann er um það bil að fara að útskrifast, og svo ætlar hann í undirbúningsnám fyrir læknaskóla. Þegar kærastan hans Fiona segir honum upp á útskritardaginn, þá koma ýmsir til hans til að stappa í hann stálinu, þar á meðal... Lesa meira

Miðskólanemandinn frá Ohio í Bandarikjunum, Scott Thomas, er góður strákur og góður nemandi - nokkuð fyrirsjáanlegur reyndar - en hann er um það bil að fara að útskrifast, og svo ætlar hann í undirbúningsnám fyrir læknaskóla. Þegar kærastan hans Fiona segir honum upp á útskritardaginn, þá koma ýmsir til hans til að stappa í hann stálinu, þar á meðal þýski pennavinur hans Mike. Scott og Mike virðast búa yfir sérstöku vinasambandi, og þegar Mike fer að reyna við Scott, nú þegar Fiona er ekki lengur í spilinu, þá sendir Scott honum skilaboð um að hann vilji aldrei heyra frá honum framar. Stuttu síðar þá kemst Scott að því að Mike er í raun og veru falleg stúlka að nafni Mieke, en þegar það gerist þá er hún hætt að svara honum. Nú þegar Scott heldur að Mieke sé sú sem honum sé ætlað að vera með, þá ákveður hann að fara til Berlínar til að vera með henni. Hann leggur upp með vini sínum Cooper Harris, sem þráir að eltast við stelpur. Þeir ná flugi til Lundúna, og þurfa að fara þaðan til Berlínar með viðkomu í París, en þar hitta þeir miðskólafélaga sína, tvíburana Jenny og Jamie, sem eru á bakpokaferðalagi í gegnum Evrópu. Scott og Cooper finnst þær vera ólíkustu tvíburar sem þeir hafa nokkru sinni kynnst, Jamie er gangandi alfræðiorðabók, og Jenny er strákastelpa. Þau fjögur reyna núna að komast til Berlínar, og lenda í ýmsum ævintýrum á leiðinni. Scott vonar að öll þessi vandamál séu þess virði að lenda í þeim, og Mieke sé dís drauma hans.... minna

Aðalleikarar


Æi, enn ein þunna unglingagamanmyndin frá Bandaríkjunum. Mynd sem hefði átt að fara beint á myndband og í hillu sem engin nennir að skoða. Þegar ég var að horfa á þessa mynd margspurði ég sjálfan mig: Hef ég ekki séð þetta allt áður? Fyllerísbrandarar, gáfaða stelpan sem verður svo sæt, par sem er að reyna að vera saman, fyndni vinurinn, ofnotkun á beru fólki og svona mætti lengi telja. Í stuttu máli fjallar myndin um útskriftarnemann Scott. Kærastan hans sagði honum upp og því ætlar hann að fara til Þýskalands að finna pennavin sinn sem vill svo skemmtilega til að er falleg stelpa. Vinur hans fer með og saman lenda þeir í ýmsum hremmingum í Evrópu. Í Frakklandi hitta þeir systkini frá Bandaríkjunum og þau fylgja þeim á leiðarenda. Ferðalag þeirra tekur ótal u-beygjur og þau kynnast misgáfulegu fólki á leið sinni. Myndin er ekkert nema klisja og afskaplega fyrirsjáanleg. Hún er alveg laus við það að vera fyndin. Svo er slæmur áróður í myndinni. Hann birtist þannig að félagarnir lenda í austur-Evrópu og hún er sýnd í algjörri niðurnýslu þar sem eymdin ein ríkir. En við vitum öll að svo er nú ekki. Sennilega skilaboð kapítalistanna um að kommúnistarnir séu að fara með allt til andskotans. Eurotrip er langt í frá að vera góð mynd. Hægt er að segja að hún sé afskaplega leiðinleg á köflum. Myndin nær sér aðeins á flug, ekki mikið, þegar félagarnir eru í London, en hún hrapar við það sama niður aftur. Forðist þessa.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mjög góð mynd og ég hló oft meðan ég var að horfa. Myndin er nokkuð lík Roadtrip og með mikinn neðanmittishúmor sem margir fullorðnir fíla ekki en þeir sem eru með húmor fyrir því ættu pottþétt að sjá hana. Sumt er kannski soldið langsótt en maður pælir kannski ekki mikið í því. Mana alla til að sjá þessa!!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er fyndið sjit. myndinn er mjög fyndinn og bjóst ég sannarlega engu við. hélt að þetta væri ömurleg en síðan varð hún mjög fyndinn og ég veit ekki hvað og hvað og ég eina sem ég þarf að segja er að ég mæli mjög með henni og vona að allir skemmti sér vel með að horfa á hana. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd þessi er eiginlega svona rip off af Road Trip samt öðruvísi söguþráður og ég sá þessa mynd og hló og hló, þessi mynd er gríðarlega góð. En myndin er um strák sem á vin á netinu og heldur að vinurinn sé strákur en þegar hann kemst að því að þetta er stelpa ákveður hann að fara og hitta stelpuna, þá hefst gríðarlegt ævintýri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gott grín
Ég fór á Eurotrip með sáralitlar væntingar. Ég hélt ég væri að fara á einhverja ódýra samblöndu af Road Trip, American Pie og National Lampoon's European Vacation. Ókei, þetta er alls ekki ósvipað því, en Eurotrip var - mér til mikillar undrunar - óborganlega fyndin.

Vissulega er ekki verið um að ræða húmor á háu plani né mikið um smekkleika, en myndin hittir einmitt beint í mark með smekkleysu sinni. Hún græðir líka stóran plús á leikaraliðinu. Ég þekkti reyndar engan af þessum fjórum krökkum (fyrir utan Michelle Trachtenberg kannski) en allir voru stórskemmtilegir, hver á sinn hátt, og líkt og með leikaraliðið úr Bökumyndunum, þá vona ég að við munum sjá eitthvað meira af þessu fólki í náinni framtíð (einna helst Travis Wester, sem var vægast sagt sprenghlægilegur sem annar tvíburinn).

Mitt mat er að Eurotrip sé í raun bara fyrirtaks skemmtun, og allir sem geta haft gaman af bröndurum sem tengjast nekt, kynlífi, sturluðum evrópubúum og öðrum svipuðum uppákomum verða örugglega ekki fyrir vonbrigðum. Hún mun væntanlega ekki geymast eins vel og American Pie-myndirnar, en hún er áhorfsins virði engu að síður.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.03.2020

Ingvar fór í prufu fyrir Star Wars: „George Lucas hafði ekki efni á mér“

Ingvar E. Sigurðsson, einn þekktasti leikari Íslands, fór í prufu fyrir Star Wars kvikmynd. Þetta var árið 1997 og stóð þá til að sækjast eftir stórri rullu fyrir The Phantom Menace, sem beðið var eftir með g...

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn