Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sweet Sixteen 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. ágúst 2003

It's you and Liam, against the world.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 86
/100

Liam er ungur og fyrirferðarmikill unglingur sem reynir að láta drauma sína rætast í bænum Greenock þar sem atvinnuleysi er mikið og lítil von er fyrir unga fólkið í bænum. Hann er að bíða eftir að móðir hans, Jean, losni úr fangelsi, en hún situr inni fyrir glæp sem kærasti hennar framdi í raun. Kærastinn, Stan, er grófur og ógeðfelldur dópsali, sem... Lesa meira

Liam er ungur og fyrirferðarmikill unglingur sem reynir að láta drauma sína rætast í bænum Greenock þar sem atvinnuleysi er mikið og lítil von er fyrir unga fólkið í bænum. Hann er að bíða eftir að móðir hans, Jean, losni úr fangelsi, en hún situr inni fyrir glæp sem kærasti hennar framdi í raun. Kærastinn, Stan, er grófur og ógeðfelldur dópsali, sem vinnur með afa Liam, sem er álíka persónuleiki. Liam er ákveðinn í að bjarga móður sinni frá þeim, sem þýðir flótta frá bænum. En fyrst þarf hann að safna peningum, sem á eftir að koma honum í allskyns vandræði. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Sweet sixteen er afskaplega mannleg mynd sem sýnir okkur hráan og hrörlegan hversdagsleikann. Myndin gerist í bæ í Skotlandi og segir frá ungum strák á sextánda ári sem er að bíða eftir að móður hans losnar úr fangelsi. Hún hafði sokkið djúpt í eiturlyfjaheiminn og sonur hennar vonast eftir að eftir að hún losnar geti þau hafið nýtt líf. Hann reynir að verða sér úti um peninga með því að selja sígarettur en það gefur ekki nógu mikið af sér. Hann stelur því eiturlyfjum frá kærasta mömmu hans og ætlar að selja þau. Þá fyrst byrja vandræðin fyrir alvöru. Sweet sixteen er átakleg og vönduð mynd. Persónurnar eru vel mótaðar og samtölin listilega vel skrifuð. Það eina sem mætti finna að henni er að hún hnýtir lausu endana ekki nógu vel, margt sem orkar pínu tvímælis. En hér er samt sem áður á ferðinni gæðamynd sem ég mæli hiklaust með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.05.2017

Áhugaverðir költ- og hryllingstitlar á Blu

Nokkrir áhugaverðir titlar eru væntanlegir á Blu-ray fyrir hryllingsmynda- og költ unnendur. Arrow Films í Bretlandi gefur út Lucio Fulci myndina „Don‘t Torture a Duckling“ frá árinu 1972. Fulci fékk viðurnefið „The Go...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn