Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

People I Know 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. júní 2003

He thought he'd seen it all, until the night he saw too much

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Eli Wurman er spilltur upplýsingafullrúi í New York, og á kafi í dópi. Hann þarf að taka á honum stóra sínum þegar einn af stærstu viðskiptavinum hans flækist í stórt hneykslismál.

Aðalleikarar


Myndin hefði geta orðið mjög góð. En hún er það ekki. Hún er lítil í sér en ekki þægilega lítil: hún er ein af þeim sem vildu verða stórar en gátu það svo ekki þegar upp var staðið. Samt gekk ég ekki út af henni. Hún lofaði alltaf svo miklu og mér fannst eins og efndin væri alltaf handan við hornið, rétt handan við hornið en myndin komst aldrei að horninu og svo voru ljósin kveikt og starfsmenn komu að týna upp rusl og ég fór heim.

Á leiðinni heim hugsaði ég um Ryan O'Neil og fannst að hann væri annað tveggja, stórgóður leikari og mjög vanmetinn eða virkilega andstyggilegt mannkvikindi.

Fyrir áhugafólk um Al Pacino eru atriði í myndinni sem vert er að sjá.

Kim Basinger var falleg en hún var illa skrifuð og hún var allt of mikið förðuð. Hugtakið kökumeik hefur fengið alveg nýja merkinu.

Samt gengur mér illa að gleyma myndinni. Fyrir það, og Al Pacino, fær hún stjörnuna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn