Náðu í appið

Boat Trip 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Singles Cruise. Double Trouble.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 7% Critics
The Movies database einkunn 18
/100

Jerry og Nick eru bestu vinir, en ástarlífið gengur ekki sem best, og þá sérstaklega ekki hjá Jerry, en hann er rétt nýbúinn að æla yfir kærustuna, þegar þau voru í loftbelg þar sem hann ætlaði að biðja hennar. Til að komast úr úr vandræðum sínum og finna kvenfólk, þá bóka þeir ferð með skemmtiferðaskipi, en vita ekki að sölumaðurinn er að... Lesa meira

Jerry og Nick eru bestu vinir, en ástarlífið gengur ekki sem best, og þá sérstaklega ekki hjá Jerry, en hann er rétt nýbúinn að æla yfir kærustuna, þegar þau voru í loftbelg þar sem hann ætlaði að biðja hennar. Til að komast úr úr vandræðum sínum og finna kvenfólk, þá bóka þeir ferð með skemmtiferðaskipi, en vita ekki að sölumaðurinn er að plata þá til að hefna fyrir að Nick móðgaði leynilegan samkynhneigðan elskhuga hans. Málið er sem sagt að skipið er ætlað fyrir samkynhneigða til að hittast og kynnast. Hægt og sígandi þá átta aðalpersónurnar sig á þessu og lenda í ýmsum ævintýrum. ... minna

Aðalleikarar


Betra að halda um rassinn ef maður lendir í svona hremmingum. Myndin fjallar um tvo félaga sem enda á röngum stað á röngum tíma þeir ákveða nefnilega að skella sér í skemmtiferðasiglingu en klikkuðu þó á að velja rétta ferðaskrifstofu. Annar þeirra er að reyna að komast yfir að hafa verið dömpað af kellingunni þegar hann baðst hennar og hinn er að reyna að rífa vin sinn upp úr svaðinu. Félagarnir fara í skemmtiferðasigliungu í leit að taumlausu kynlífi, með kvenfólki, en lenda þess í stað á homma siglingu.

Myndin heldur manni ekki á floti allan tímann og missir dampinn mjög djúpt í miðri myndinni með asnalega lélegum bröndurum en hún nær þó að rífa sig upp úr svaðinu og komast á réttan kjöl áður en mydin er á enda. Myndin er hálf leiðinleg á kafla en ekki gefast upp því hún skánnar til muna og eftir rúmlega hálfa mynd er maður meira að segja farinn að hlæja af bröndurunum.

Bíó? Nei síður en svo. Video? OK
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn