Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd var bara góð afþreying í mínum augum. Engin Óskarsverðlaunamynd en mjög skemmtileg.Ath..gæti spillt: Frankie Muniz, sem leikur í þáttunum Malcom in the middle leikur Cody sem er unglinga leynilögreglumaður. Einn góðann veðurdag fær hann sitt fyrsta alvöru verkefni. Honum lýst vel á það þanga til honum er sagt að hann þurfi að kynnast dóttur manns sem þarf að rannsaka..og til þess að komast nær honum þá þarf hann að komast nær dóttur hans, Natalie (Hillary Duff). Þetta er ekki gott mál fyrir hann þar sem hann er hreint ömurlegur í kvennamálum! En hann tekur að sér verkefnið og þarf að skipta yfir í einkaskóla...þar sem Natalie er. Þetta er frekar erfitt verkefni fyrir hann. Mér fannst þetta minna mig mikið á James Bond. Svona eins og James Bond yngri. En ég mæli alveg með þessari mynd fyrir alla fjölskylduna
Takk fyrir.
Þessi mynd var bara góð afþreying í mínum augum. Engin Óskarsverðlaunamynd en mjög skemmtileg.Ath..gæti spillt: Frankie Muniz, sem leikur í þáttunum Malcom in the middle leikur Cody sem er unglinga leynilögreglumaður. Einn góðann veðurdag fær hann sitt fyrsta alvöru verkefni. Honum lýst vel á það þanga til honum er sagt að hann þurfi að kynnast dóttur manns sem þarf að rannsaka..og til þess að komast nær honum þá þarf hann að komast nær dóttur hans, Natalie (Hillary Duff). Þetta er ekki gott mál fyrir hann þar sem hann er hreint ömurlegur í kvennamálum! En hann tekur að sér verkefnið og þarf að skipta yfir í einkaskóla...þar sem Natalie er. Þetta er frekar erfitt verkefni fyrir hann. Mér fannst þetta minna mig mikið á James Bond. Svona eins og James Bond yngri. En ég mæli alveg með þessari mynd fyrir alla fjölskylduna
Takk fyrir.
007 unglinganna er kominn á stjá, en gengur honum jafn vel í kvennamálum eins og fyrirmyndinni?
Þetta er svona meginþema myndarinnar og ég verð að viðurkenna að myndin hafi heldurbetur komið mér á óvart, hún var einfaldlega ekki eins slæm og ég bjóst við. Myndin er full af ágætis húmor og tekst félaga okkur MALKOM, sem heitir víst Frankie Muniz, alveg ágætlega upp. Hann er í rauninni að leika álíka karakter og hann gerir í þáttunum, gáfaðann en klaufalegan skólagaur. Myndin er um strák sem þjálfaður hefur verið af CIA til þess að verða unglinga njósnari. Fyrsta verkefnið sem honum er falið er að vinskast við stelpu og það ferst honum ekkert voðalega vel. Það eru flottar smábrellur í myndinni svona eins og snjóbretti með rakettum og sogskálaskór en ekkert stórkostlegt fyrir utan eina sniðuga útfærslu á þyrlu.
Ágætis afþreying fyrir yngri kynslóðina en aðrir ættu bara að bíða eftir henni á spólu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jeffrey Jurgensen, Ashley Miller
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
13. júní 2003
VOD:
5. desember 2013
VHS:
8. desember 2003