Náðu í appið
Öllum leyfð

Agent Cody Banks 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. júní 2003

Save the world. Get the girl. Pass math.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Leyniþjónustumaður þjálfar dæmigerðan ungling, Cody Banks, sem elskar hjólabrettið sitt, hatar stærðfræði, og finnst hann vera eins og álfur út úr hól í kringum stelpur, í aðferðum leyniþjónustunnar til að leysa verkefni þar sem þörf er á yngri fulltrúum. En Cody á sér leyndarmál - hann er í raun hluti af leynilegu unglingaprógrammi CIA. Cody lifir... Lesa meira

Leyniþjónustumaður þjálfar dæmigerðan ungling, Cody Banks, sem elskar hjólabrettið sitt, hatar stærðfræði, og finnst hann vera eins og álfur út úr hól í kringum stelpur, í aðferðum leyniþjónustunnar til að leysa verkefni þar sem þörf er á yngri fulltrúum. En Cody á sér leyndarmál - hann er í raun hluti af leynilegu unglingaprógrammi CIA. Cody lifir lífinu sem alla stráka dreymir um, hann getur ekið bíl eins og áhættubílstjóri, hann á ótrúlega mikið af flottum græjum og kennari hans, Ronica Miles, er algjör skutla. En það reynir á þjálfun Cody þegar hann er sendur í dulargervi sem gagnfræðaskólanemi til að verða vinur unglingsstúlkunnar Natalie Connors til að komast nær föður hennar, vísindamanni sem er óafvitandi að þróa stórhættulega nanobóta fyrir hið illa stórfyrirtæki ERIS, sem getur eyðilagt öll efni úr karboni og silikoni, sem þýðir að hægt yrði að eyðileggja allt varnarkerfi heimsins. Cody er í eldlínu atburða og keyrir flóttabíla, fer í háhraða snjóbrettaeltingarleiki og fer á fjöll... ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd var bara góð afþreying í mínum augum. Engin Óskarsverðlaunamynd en mjög skemmtileg.Ath..gæti spillt: Frankie Muniz, sem leikur í þáttunum Malcom in the middle leikur Cody sem er unglinga leynilögreglumaður. Einn góðann veðurdag fær hann sitt fyrsta alvöru verkefni. Honum lýst vel á það þanga til honum er sagt að hann þurfi að kynnast dóttur manns sem þarf að rannsaka..og til þess að komast nær honum þá þarf hann að komast nær dóttur hans, Natalie (Hillary Duff). Þetta er ekki gott mál fyrir hann þar sem hann er hreint ömurlegur í kvennamálum! En hann tekur að sér verkefnið og þarf að skipta yfir í einkaskóla...þar sem Natalie er. Þetta er frekar erfitt verkefni fyrir hann. Mér fannst þetta minna mig mikið á James Bond. Svona eins og James Bond yngri. En ég mæli alveg með þessari mynd fyrir alla fjölskylduna

Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var bara góð afþreying í mínum augum. Engin Óskarsverðlaunamynd en mjög skemmtileg.Ath..gæti spillt: Frankie Muniz, sem leikur í þáttunum Malcom in the middle leikur Cody sem er unglinga leynilögreglumaður. Einn góðann veðurdag fær hann sitt fyrsta alvöru verkefni. Honum lýst vel á það þanga til honum er sagt að hann þurfi að kynnast dóttur manns sem þarf að rannsaka..og til þess að komast nær honum þá þarf hann að komast nær dóttur hans, Natalie (Hillary Duff). Þetta er ekki gott mál fyrir hann þar sem hann er hreint ömurlegur í kvennamálum! En hann tekur að sér verkefnið og þarf að skipta yfir í einkaskóla...þar sem Natalie er. Þetta er frekar erfitt verkefni fyrir hann. Mér fannst þetta minna mig mikið á James Bond. Svona eins og James Bond yngri. En ég mæli alveg með þessari mynd fyrir alla fjölskylduna

Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

007 unglinganna er kominn á stjá, en gengur honum jafn vel í kvennamálum eins og fyrirmyndinni?

Þetta er svona meginþema myndarinnar og ég verð að viðurkenna að myndin hafi heldurbetur komið mér á óvart, hún var einfaldlega ekki eins slæm og ég bjóst við. Myndin er full af ágætis húmor og tekst félaga okkur MALKOM, sem heitir víst Frankie Muniz, alveg ágætlega upp. Hann er í rauninni að leika álíka karakter og hann gerir í þáttunum, gáfaðann en klaufalegan skólagaur. Myndin er um strák sem þjálfaður hefur verið af CIA til þess að verða unglinga njósnari. Fyrsta verkefnið sem honum er falið er að vinskast við stelpu og það ferst honum ekkert voðalega vel. Það eru flottar smábrellur í myndinni svona eins og snjóbretti með rakettum og sogskálaskór en ekkert stórkostlegt fyrir utan eina sniðuga útfærslu á þyrlu.

Ágætis afþreying fyrir yngri kynslóðina en aðrir ættu bara að bíða eftir henni á spólu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn