Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

They 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. júní 2003

Are you afraid of the dark? You should be.

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Þegar Julia Lund er að búa sig undir próf fyrir meistaragráðu í sálfræði, þá hringir æskuvinur hennar Billy Parks í hana og biður hana um að hitta sig á bar. Þau upplifðu bæði martraðir sem börn, og djöflarnir sem hafa ásótt Billy alla tíð, eru enn að ónáða hann, og hann fremur sjálfsmorð fyrir framan Julia. Þessi reynsla, auk þess sem hún hittir... Lesa meira

Þegar Julia Lund er að búa sig undir próf fyrir meistaragráðu í sálfræði, þá hringir æskuvinur hennar Billy Parks í hana og biður hana um að hitta sig á bar. Þau upplifðu bæði martraðir sem börn, og djöflarnir sem hafa ásótt Billy alla tíð, eru enn að ónáða hann, og hann fremur sjálfsmorð fyrir framan Julia. Þessi reynsla, auk þess sem hún hittir tvo vini Billy, þau Sam Burnside og kærustu hans Terry Alba við jarðarförina, setur af stað martraðir á ný hjá Julia. Þegar Sam segir henni að í æsku hafi verið búið að merkja þau, þannig að þau fjögur verði sótt og farið verði með þau inn í myrkrið, þá fer Julia að verða hrædd við myrkrið ný, og biður kærasta sinn Paul Loomis um hjálp.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Svona alltíkei hryllingswannabe, en ég er bara svo kátur í dag að fólk sé þó allavega að reyna að gera hroll að ég gef henni eina og hálfa. Næstum því meðallagsmynd. Sjáið á DVD og kíkið á aukaendann, hann er skemmtilegur og miklu betri en venjulegi endirinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já já enginn sérstakur leikur. Engin sérstök persónusköpun. Enginn sérstakur söguþráður. En vá!! hugmyndin frábær og hefði verið hægt að gera miklu betur út frá henni. Tæknibrellur fínar og skelfinguna vantar ekki. Góð myndataka og notkun myrkursins og maður fær nýja mynd af myrkfælni (eða eins og þau kölluðu það í myndinni; night terror). En They á skilið meira lof en hún fær hér. Kannski hefur enginn séð hana sem er sálfræðimenntaður eða hefur áhuga á þeim efnum?? Greinilega ekki. Sem sálfræðinemi vekur hún mikinn áhuga hjá mér og fræðilega séð er ekki hægt að útiloka að annað eins geti gerst sem á sér stað í myndinni. Hverjir eru THEY eða þeir? Það er spurning sem er að nokkru leyti svarað í lokin og var mig farið að gruna sannleikann sem kom þá fram. Ég horfði á hana um bjartan dag og þurfti samt að flissa mig gegnum hana -vegna geðshræringarinnar og spennunnar. Sannarlega sálfræðitryllir af betri gerðinni. Ef þið viljið bara blóð og öskur og lélegar unglingahrollvekjur gjörið svo vel að sleppa þessari. Þú fílar hana ekki nema þú sért aðdáandi góðra hrollvekja þar sem eitthvað meira en einfaldur, geðveikur morðingi er á bak við mannshvörf eða morð. Ef horft er á They frá réttu sjónarhorni, er hún alls ekki fyrir viðkvæma. Hún er einn skelfilegasti sálfræðitryllir sem ég hef séð, enda lifði ég mig vel inn í hana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jamm, hin mesta leiðindamynd. Hélt að ég væri að leigja mér einhverja svaka hrollvekju en svo var þetta bara alveg misheppnað; illa leikið, asnalegt, manni var skítsama um persónurnar og vonaði bara að þær dræpust sem fyrst. ég er taugaveikluð en ég kipptist ekki til í eitt einasta skipti. Hálfa stjarnan er fyrir það hversu líkur Matt Damon einn gæinn er, haha.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svona þokkaleg hrollvekja. Miðað við að hún hefur verið ódýr í framleiðslu og nánast engir þekktir leikarar taka þátt(sem er oftast stimpill fyrir lélega mynd) kemur hún bara vel út. Slöpp leikstjórn og illa skrifað handrit spilla örlítið fyrir en myndin er bæði í senn horfanleg og ófyrirsjáanleg. Hægt er að gera margan verri hlut en að horfa á They en þið getið alveg látið hana framhjá ykkur fara. Þið eruð ekki að missa af svo miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

They er líklega ein sú lélegasta mynd sem ég hef séð um daganna. Myndin er einn og hálfur tími á lengd en manni fynnst maður hafa setið heila eilífð þegar hún er loksins búin. Fyrir þá sem fynnst gaman af því að láta bregða sér skemmta sér eflaust konunglega en það getur einfaldlega ekki haldið uppi heilli mynd. Handritið er vægast sagt mjög slæmt og maður fær eingan áhuga á persónum myndarinnar og hvað þá heldur að maður fái samúð með þeim! Maður getur ekki beðið eftir því að þær fari að týna tölunni. Myndin hýfir sig upp frá engri stjörnu uppí eina fyrir góðan og hálfpartin óvæntan endir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.02.2021

Lokkandi hefndarmynd í stíl við samtímann

Athugið: Varað er við vægum spillum úr myndinni Promising Young Woman. Árið 2015 beitti Brock Allen Turner, nítján ára nemandi við Stanford-háskólann, stúlku að nafni Chanel Miller kynferðislegu ofbeldi. Miller var sögð ve...

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

03.12.2020

Áhorfendur tjá sig um Netflix-uppistand Ara: „Pissaði næstum í mig“

Ari Eldjárn varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn til að vera með sitt eigið uppistand á Netflix. Grínarinn góði hefur ferðast með sýninguna út um allan heim á síðustu árum var uppistandið alls sýnt 50 sinnum...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn