Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hable con ella 2002

(Talk To her)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. september 2002

112 MÍNSpænska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 86
/100

Eftir að þeir sjást fyrir tilviljun í leikhúsi, þá hittast þeir Benigno og Marco á einkasjúkrastofu þar sem Benigno vinnur. Lydia, kærasta Marco, sem vinnur sem nautabani, var stungin af nauti og liggur í dauðadái. Það vill svo til að Benigno er að líta eftir annarri konu þar sem liggur í dái, Alicia, ungri ballettdansmær. Líf þessara fjögurra persóna... Lesa meira

Eftir að þeir sjást fyrir tilviljun í leikhúsi, þá hittast þeir Benigno og Marco á einkasjúkrastofu þar sem Benigno vinnur. Lydia, kærasta Marco, sem vinnur sem nautabani, var stungin af nauti og liggur í dauðadái. Það vill svo til að Benigno er að líta eftir annarri konu þar sem liggur í dái, Alicia, ungri ballettdansmær. Líf þessara fjögurra persóna flæða í allar áttir, fortíð, nútíð og framtíð, og dregur þau öll í óvæntar áttir. ... minna

Aðalleikarar


Flestir Íslendingar þekkja Pedro Almodóvar út af óskarsmyndinni hans, Allt um móður mína eða eins og hún kallast á frummáli sínu Todo sobre mi mader. Í nýjustu mynd sinni, Hable con ella, er hann ekki á óþekktum slóðum og fjallar eins og oft áður um ástina.

Hér fjallar hann um ástina frá sjónarhorna tveggja karlmanna sem er nýtt hjá honum því oftast hefur hann fjallað um ást frá sjónarhorni kvenna.

Við fylgjumst með tvemur mönnum sem eru ástfangnir af konum sem eru liggja í dái. Blaðamaðurinn Marco verður ástfanginn af nautabananum Lydiu og byrja þau seinna saman. Hann sér hana svo naut stanga hana og falla í dá. Hún er flutt á sjúkrahús og víkur hann ekki frá henni þrátt fyrir ástand hennar. Á sjúkrahúsinu kynnist hann öðrum manni sem er ásfanginn af konu semurr liggur í dái. Heitir hann Benigno og er hjúkrunarmaður og hjúkrar hann konuna Aliciu sem hann er ástfanginn af. Samband þeirra verður mjög náið enda eru þeir í mjög líkri aðstöðu. Þótt að þeir séu ólíkar manneskjur.

Almodóvar segir okkar einfaldlega hér sögu um menn sem hafa lent í erfiðleikum og draumakonur þeirra. Hann fær okkur til lifa okkur inn í myndina og finnum við mikið með persónum.

Leikurinn er vægast sagt stórkóstlegur! Argentíski leikarinn Darío Grandinetti er frábær í hlutverki hins mjög svo tilfinnganæma blaðamanns Marco. En Javier Cámara sem leikur þann verulega skrítna Benigno fer alveg á kostum og stelur senunni. Samleikur þeirra er vægast frábær.

Einnig sjáum við þögla mynd sem ein af sögupersónum horfir á og eru þau augnablik vægast sagt óborganleg (-a fyndin).

Tilgangur myndarinnar er eiginlega að sýna okkur hvernig ást getur verið jákvæð og neikvæð eða falleg og brengluð. Það vantar aldrei húmorinn í myndina og líður ekki langur tíma án þess að það skjótist manni bros á vör.

Hable con ella sannar einfaldlega að ekki allar myndir sem eru um ást sem eru framleiddar eru í dag er sorp (kannski af því hún er evrópsk?). Ég get ekki annað en mælt með henni fyrir alla og sérstaklega fyrir þá sem eru hrifnir af fyrru verkum Almodóvar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Síðast Almodóvar leyfði heiminum að sjá inn í hugarheim sinn og sýn sína á konum kom meistaraverkið Todo sobre mi madre eða Allt um móður mína sem hann vann loksins óskarinn fyrir 1999. Í nýjustu mynd sinni, Hable con ella, heldur Almodóvar áfram þar sem frá var horfið í Allt um móður mína en segir núna sögu um hversu mikið karlmenn elska konur í stað þess að einbeita sér eingöngu að konum eins og oft áður.


Aðalleikararnir Javier Cámara og hinn argentínski Darío Grandinetti eru stórkostlegir í hlutverkum sínum og ná að koma tilfinningum sínum beint til áhorfenda. Sagan er nokkuð hæg og Almodóvar gefur sér tíma til að segja söguna en það kemur ekki að sök þar sem hún er einstaklega þétt út í gegn.


Til að fullkomna kvikmynd sína fékk Almodóvar til liðs við sig Alberto Iglesias sem gerði með honum tónlistina í Allt um móður mína og skilar af sér frábærri og tilfinningaríkri tónlist sem á vel við myndina í flutningi Lundúnar sinfóníunnar. Auk þess fær Almodóvar hinn brazilíska djassista Caetano Veloso til að spila í einu atriði myndarinnar sem er stórkostleg samspil kvikmyndar og tónlistar.


Fyrir sanna aðdáendur Almodóvar þá er mjög gaman að velta fyrir sér hvernig endirinn og byrjunin tengjast utan leikaranna á listfenginn hátt en það verður hver og einn að sjá fyrir sig sjálfn.


Fyrir alla þó sem hrifust af Allt um móður mína fer Hable con ella í flokinn, verður að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn