Náðu í appið
5
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Harry Potter and the Chamber of Secrets 2002

(Harry Potter 2, Harry Potter og leyniklefinn)

Frumsýnd: 22. nóvember 2002

Hogwarts is back in session.

161 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Harry er kominn á annað ár sitt í Hogwarts, en sem fyrr eru vandræðin ekki lengi að elta hann uppi. Árið byrjar illa þegar hann kemst að því að mælt er alfarið gegn því að hann fari í skólann að þessu sinni. Fyrr en varir fara ýmsar árásir á nemendur að koma í ljós og því nær sem Harry - ásamt vinum sínum - kemst sannleikanum, því fleiri hættur... Lesa meira

Harry er kominn á annað ár sitt í Hogwarts, en sem fyrr eru vandræðin ekki lengi að elta hann uppi. Árið byrjar illa þegar hann kemst að því að mælt er alfarið gegn því að hann fari í skólann að þessu sinni. Fyrr en varir fara ýmsar árásir á nemendur að koma í ljós og því nær sem Harry - ásamt vinum sínum - kemst sannleikanum, því fleiri hættur kemur hann sér í.... minna

Aðalleikarar

Ævintýralegt framhald
Harry Potter and the Chamber of Secrets er önnur myndin í Harry Potter seríunni og gerist hún á öðru ári Hermione, Harry og Ron í Hogwarts.

Eins og í fyrstu myndinni þar sem sami leikstjórinn Chris Columbus var að verki er myndin mjög ævintýraleg og frekar markaðsett fyrir yngri áhorfendur heldur en til að mynda Harry Potter 6 og 7.

Aðalsöguþráður myndarinnar er að the Chamber of Secrets eða leyniklefinn sem opnast á ný eftir 50 ár og krakkar leggjast í eins konar dá út af því. Harry og félagar vilja komast að því hvað er á seiði og vonandi bjarga deginum. Í þessari mynd fær maður líka að kynnast betur fjölskyldu Ron, Weasley fjölskyldunni, nýjum kennurum og hinum ógleymanlega álfi Dobby.

Harry Potter and the Chamber of Secrets er fínasta fjölskyldumynd og mjög gott framhald af fyrstu myndinni. Þegar maður horfir á þessa mynd aftur áttar maður sig á því að leikurunum hefur farið talsvert framm síðustu árin en þau standa sig nú samt ágætlega miðað við aldur og reynslu.

Það er ótrúlega gaman að horfa á þessar fyrri Harry Potter myndir aftur þar sem tónlistin og allt yfirbragð myndarinnar er svo ævintýralegt og þar sem versta skot Draco Malfoys á Harry Potter er að segja að Ginny sé kærastan hans!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Næstum því jafngóð og mig minnti
Áður en ég byrjaði að fara yfir Harry Potter aftur var álitið mitt á Philosopher's Stone og Chamber Of Secrets frekar svipað, að þetta væru með betri Harry Potter myndunum. Eftir að ég sá Philosopher's Stone aftur þá lækkaði hún í áliti hjá mér. Margt var alveg jafn gott og áður en það sem ég uppgötvaði strax þarna var að Daniel Radcliffe og Emma Watson að hluta til stóðu sig ekkert sérlega vel. Og eftir að hafa horft á Chamber Of Secrets aftur þá er álitið mitt næstum því jafngott og ég hafði áður: Frábær mynd!

Stíll myndarinnar er eftirteknalegri í þessari mynd því Columbus ákvað að dekkja hann talsvert, sem leiðir að því að sjarmi myndarinnar er allt öðruvísi en fyrri myndin. Það kemur mikið fyrir í myndinni sem toppar allt sem var óhugnalegt við fyrri myndina, hvort sem það er andrúmsloftið, skrímsli eða aðstæður.

Leikurinn hjá þríleiknum bættist mjög vel í þessari mynd. Rupert Grint heldur áfram að vera æðislegur, þrátt fyrir að hann sé miklu meiri skræfa en hann var nokkurn tímann í bókunum. Daniel Radcliffe bætti sig mjög vel, það var kannski ein eða tvær línur sem höfðu ekki rétta tóninnn. Emma Watson er samt einungis aðeins betri en í fyrstu myndinni.

Myndin hefur þrjá nýja eftirminnilega karaktera. Jason Isaacs er góður sem Lucius, þrátt fyrir að gera ekki mikið og hafa ekki mikinn skjátíma. Maðurinn er samt drullusvalur í þessu hlutverki. Kenneth Branagh er æðislegur sem Gilderoy Lockhart og nær algjörlega að koma með mann sem hefur aðeins of mikið egó og sjarma. Síðan en ekki síst er það Christian Coulson sem Tom Riddle. Frammistaða hans tekur allar aðrar frammistöður sem ég hef séð af þessum karakter því maður sér sjarmann við hann, en á sama tíma óhugnina á bak við svipbrigði hans. Ég var virkilega ánægður með hann.

Nýju verurnar í myndinni, Moaning Myrtle og Dobby, voru því miður ekki eins góðir karakterar. Á meðan Dobby hafði sín pirrandi atriði þá varð hann á endanum þolanlegur karakter. Hins vegar fannst mér Myrtle alltaf vera pirrandi. Sem betur fer eru karakterarnir skapaðir þannig að þeir eiga að vera pirrandi týpan og það er líka gott að skjátími þeirra er ekki mikill.

Spennan, útlitið, tónlistin og leikstjórnin hafa svipuð gæði og í fyrstu myndinni, fyrir utan að hluti af tónlistinni er úr Philosopher's Stone. Spennan er reyndar slatti betri enda kemur hún oftar fyrir í myndinni án þess að hún komi á kostnað söguþráðarins. Flæðið er líka gott eins og í fyrri myndinni þrátt fyrir að hafa miklu minni byrjun. Ég var líka ánægður með klæmaxið, þrátt fyrir að myndin (alveg eins og bókin) notar Deus Ex Machina, þ.e.a.s. þegar aðalhetjan (oftast) fær allt í einu eitthvað (að þessu sinni hlut) sem bjargar honum frá því að vera drepinn í klæmaxinu. Þetta er samt nýtt síðar í seríunni og þetta hefur smávegis hint áður þannig að ég get ekki kvartað of mikið.

Steve Kloves kemur aftur með gott handrit þrátt fyrir nokkrar klaufavillur. T.d. þá virðist karakterar skjótast upp í loftið sama hvaða töfraorð eru sögð við þá (kannski ekki beint Kloves að kenna, en samt) og það kemur lína sem segir að slöngur geta heyrt. Fyrir utan það er handritið vel gert og er ég frekar ánægður að Kloves hélt áfram í seríunni jafnvel þótt margt breyttist við þá þriðju.

Fyrir utan smágalla hér og þar, þá finnst mér myndin frábær frá upphafi til enda.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Góð, en leiðinleg
Myndin er dekkri en fyrsta en samt bara barnamynd miðað við seinni myndirnar. Ég veit ekki af hverju, en mér finnst þessi mynd eitthvað svo leiðinleg. .Það er ekkert að gerast, bara fullt af sögum um klefa og frosið fólk út um allt. Kenneth Branagh bætir smá humór í söguna og Rupert (Ron) er mjög fyndinn og er betri leikari en Daniel og Emma. Chris Columbus er heldur ekki uppáhaldsleikstjóri minn og hann þarf alltaf að sæta allt upp (sérstaklega í fyrstu). Myndin er alveg góð, handritslega séð og brellurnar og allt, en mér finnst hún ekki mjög skemmtileg. Það þarf heldur ekki að sjá þessa mynd til þess að skilja aðrar og það er bara fínt.

6-7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er stórkostleg að mínum dómi. Harry Potter snýr nú aftur til Hogwartsskóla sem 12 ára drengur á 2. ári. Í þetta sinn eru mikil hætta í Hogwarts, því erfingi Slytherin vistarinnar hefur snúið aftur til valda í skólanum og hefur á ný opnað hinn stórhættulega og vel falda „Leyniklefa“ sem sagður er vera heimili verulega stórrar skepnu sem einungis hinir stærstu galdramenn gætu mögulega ráðið við. Húsálfurinn Dobby kemur heim til Harry til frændfólks hans, Dudley, til að vara hann við að hann ætti ekki að fara aftur í skólan. Mikið gengur á í skólanum. Tom Marvolo Riddle er fv. Skólanemi í Hogwarts og er minning Voldemort sem lifir með einni lítilli dagbók, en hann hefur tekið einn nemanda með í klefan sem sendir skilaboð út um allt.



Stórgóð skemmtun ;) En eins og áður fyrr mæli ég með að horfa á fyrri myndina fyrst ;)



Einkunn = 9,3 :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Harry Potter er kominn aftur og lendir aftur (þvílík tilviljun) í lífshættulegum ævintýrum. Það gengur sá orðrómur um skólann að gamall klefi sem heitir Leyniklefinn sé að opnast og ófreskja sé að fara sleppa út. Þremenningarnir reyna að leysa vandann eins og vanalega og lenta í gífurlegri lífsreynslu. Þessi mynd er skemmtileg en samt ekki jafn skemmtileg og sú fyrsta í röðinni. Þetta er síðasta Harry Potter myndin sem Chris Columbus leikstýrir og síðasta mynd sem Harry Potter mynd sem Richard Harris (Dumbledore) lék í áður en hann lést.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn