Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Serving Sara! Ég bjóst við ekki miklu þegar ég settist í bíósalinn en útkoman var frábær. Matthew Perry heldur áfram að sína sýna bestu takta og sinn einstæða húmor sem allir ættu nú að fíla. Söguþráðurinn er ekki mikill en á köflum spennandi og algjör misheppnuð mynd í alla kanta -þar að segja á góðan hátt. Mér finnst þetta vera frekar í betri kantinum á bíómyndum, maður fer oft á verri myndir og þessi kemur manni til þess að brosa.... Engn vonbrigði hjá mér og vinkonu minni! Mæli með að allir sjái hana. Samanlagt misheppnuð mynd með skrautlegum húmor er allt sem þarf til þess að gera góða mynd.
Þessi mynd er að mínu mati hreint út sagt frábær.
Elizabeth Hurley og Matthew Perry eru rosalega góð saman.
Ég segi það aftur og aftur þessi mynd er frábær.
Vinur minn dró mig með sér á þessa mynd! Hann hafði miklar væntingar til hennar því hann er mikill aðdáandi Friends-þáttanna (einkum Matthew Perrys). Ég sat þarna og horfði á þessa svotilgerðu gamanmynd sem ég hafði nær engar væntingar um. Svo að ég komi mér nú beint að efninu þá fannst mér þessi mynd vera ein af þessum týpisku rómantísku gamanmyndum sem komu út í milljónatali á ári hverju! Hver hefur ekki séð svona myndir áður þar sem sama ruglið endurtekur sig: boy meets girl og svo vitum við alveg hvert framhaldið er!
Svo er leikur hennar Hurley ekkert framúrskarandi og frekar verri en í Austin Powers eitt ef eitthvað er. Það eina sem markvert er að Matthew Perry heldur sér á gamla góða strikinu og heldur allri myndinni uppi með sínum einstæða húmor!
Ekkert markvert hér á ferð og bara sama gamla dæmið sem ætti helst banna í kvikmyndahús því hún er ekki peninganna virði (en alltaf eru til undantekningar)!
Og þess má geta að vinur minn varð fyrir frekar miklum vonbrigðum meðan mér fannst myndin bara allt í lagi!
Já ég veit ekki þetta var nú ekkert fyndnasta myndin hefur verið gerð en ekki var hún samt svo slæm! Þetta er bara svona eðlileg mynd með góðum leikurum sem fjallar um mesheppnuð hjónabönd,skilnað og peninga..........
er hægt að seigja meira, ég veit ekki ekki get ég dæmt um það en eitt veit ég að Elisabeth (Sara) í myndina leikur ekki vel og vil ég benda á að allir mótleikarar hennar bjarga myndinni frá falli!! Matthew (Joe) leikur þetta alveg ógeðslega vel og vil ég seigja að hann gerir þessa mynd hreint ótrúlega með öllum sínum sjarma! Ég veit eki hvað ykkur fynnst umn myndina en þeta er ég bara að benda á!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
13. september 2002
VHS:
6. febrúar 2003