Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Juwanna Mann 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. janúar 2003

The only way he can stay pro, is to play (like) a girl.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Myndin fjallar um Jamal Jeffries, aðal töffarann í NBA körfuboltanum, en óstýrilæti hans inni á vellinum og óútreiknanleg hegðun, verður til þess að hann er rekinn úr deildinni og framtíðin fer í uppnám. Nú er hann blankur og kann ekkert annað en körfubolta, en fær þá hugmynd að klæða sig upp sem konu og reyna sig við kvennadeildina í körfubolta. Honum... Lesa meira

Myndin fjallar um Jamal Jeffries, aðal töffarann í NBA körfuboltanum, en óstýrilæti hans inni á vellinum og óútreiknanleg hegðun, verður til þess að hann er rekinn úr deildinni og framtíðin fer í uppnám. Nú er hann blankur og kann ekkert annað en körfubolta, en fær þá hugmynd að klæða sig upp sem konu og reyna sig við kvennadeildina í körfubolta. Honum til mikillar undrunar þá kemst hann inn, en nú byrjar aðal áskorunin - að hætta að vera Jamal og hefja nýtt líf sem Juwanna. Hlutirnir flækjast enn þegar Juwanna verður hrifin af Michelle, sem sýnir honum að það er meira spunnið í konur en virðist í fyrstu. ... minna

Aðalleikarar


ÞETTA ER HRÆÐILEG MYND.Ég skráði mig spes inn til þess að vara fólk við þessari ömurlegu mynd.Þetta eru lélegir leikara og lélegur húmor ég vill ekki einusinni sja coverið aftur því ég fæ ælu upp í háls Usssss. Ekki láta ykkur detta það í hug að leiga þessa mynd ef það má kalla ÞETTA mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er kvikmynd sem á að taka á myndbandi, það á ekki að eyða penning í þessa mynd í bíó. hún var samt ágæt, það var hægt að hlæja að henni, en þetta var nú ótarleg vitleysa.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var nú ekki hrifinn. Fór á forsýningu með skólanum og fannst mér þetta bara þessi venjulega bandaríska þvæla sem maður veit hvernig endar. Hún fjallar um J. J. sem er góður körfuboltamaður en er tekinn útaf í leik fyrir að vera kominn með sex villur. Hann er mjög óánægður með það og sýnir ókurteisislega framkomu við þjálfara sinn jafnframt og áhorfendur þegar hann fer úr treyjunni og hættir sem leikmaður liðsins í miðjum leik vegna þess að honum var skipt útaf. Restinni ætla ég ekki að lýsa en hana getiði séð í bíó þegar hún verður frumsýnd. Ég mæli hinsvegar ekki með henni.

Ég gef 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Juwanna Mann er nokkuð vel heppnuð grínmynd um mann sem er að fara yfirum á stjörnustælum.Það er vel hægt að hlæja að myndinni og maður fær fleirri brandara heldur en bara þá sem sýndir eru í trailernum.

Þetta er kanski ekki ný formúla en það er engu að síður unnið vel úr öllu í þessari mynd, leikarar standa sig með príði og hefur greinilega verið valinn maður í hverju hlutverki, þegar brandarar eru vitlausir þurfa leikarar að líta út fyrir að vera það líka eins og ,rapparinn, í myndinni kemur vel til skila.

Ég get vel hugsað mér að sjá þessa mynd aftur og mæli alveg óhikað með henni ef fólk vill sjá skemmtilega gamanmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn