Náðu í appið
Once Upon a Time in the Midlands
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Once Upon a Time in the Midlands 2002

Frumsýnd: 24. janúar 2003

A tinned spaghetti western

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 56
/100

Eftir að hafa sé fyrrverandi kærustu sína hafna bónorði í beinni útsendingu í sjónvarpinu, þá ákveður smákrimmi að snúa aftur til gamla heimabæjarins og reyna að vinna aftur ástir hennar.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Kvikmyndin Once upon a time in th Midlands fjallar um Dek (leikinn af Rhys Ifans) sem er yfir sig ástfanginn af Shirley og elskar líka 12 ára gamla dóttur hennar, Marlene, út af lífinu. Hann er svo ánægður með sig og öruggur með sig að hann ákveður að koma Shirley á óvart með því að biðja hana að giftast sér í beinni sjónvarpsútsendingu. Einn áhorfandi af þessu er Jimmy (leikinn af Robert Carlyle), fyrrverandi maður Shirley og pabbi Marlene. Hann er smákrimmi sem yfirgaf þær fyrir löngu síðan og hefur ekkert látið í sér heyra. Jimmy kemur í bæinn til að vinna mæðgurnar á sitt band aftur en reiknaði ekki með mótstöðu frá Dek. Once upon a time in the Midlands er þokkaleg kvikmynd sem hefði verið mun betri með traustara handriti. Leikararnir eru oft á tíðum vandræðanlegir og samtölin snubbótt. Tónlistin er líka illa notuð. Leikararnir standa sig þolanlega en Rhys Ifans ber af. Gæðaleikari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Meinlausa greyið og glæponinn

Það er slatti af dásamlega skrýtnum karakterum í bresku myndinni með langa nafnið. Það dugar til þess að eitthvað fram yfir hlé hlær maður eins og fífl með litlum hléum, reyndar löngum stundum án þess að hafa almennilega hugmynd um það hvers vegna maður er að hlæja.

Eðlilegasti og ef til vill þroskaðasti karakterinn í myndinni er tólf ára stúlka. Segir kannski meira en flest annað um kærasta mömmu hennar, sem er óttalegt grey, og pabba hennar, glæpamanninn sem hvarf á braut en telur sig nú geta snúið aftur í faðm fjölskyldunnar. Verum ekkert að minnast á mann frænku hennar, kántrígaularann.

Sem undarleg grínmynd virkar myndin vel framan af. Snýst upp í drama upp úr miðri mynd og er ef til vill ekki jafn sterk þar. Samt sem áður ágætis mynd og hægt að gera vitlausari hluti en að líta á hana.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd lofaði mjög góðu enda með úrvalsleikurum í aðalhlutverkum,en söguþráðurinn er frekar leiðinlegur, og þó svo að leikaranir séu góðir þá geta þeir engan veginn haldið þessari mynd á floti. Það eru margir dauðir punktar, og það er hreinlega sorglegt að sjá tvo af bestu grínleikurum Bretlandseyja í svona mynd, hún er bara of alvarleg fyrir þá. Þessi mynd fjallar um togsstreitu daglega lífsins,og um fjölskylduna.Ég mæli með því að þið sparið peninginn og farið á einhverja aðra mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn