Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Tuxedo 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. nóvember 2002

He's Not Looking For Trouble... He's Wearing It.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Jimmy Tong er bílstjóri fyrir milljónamæringinn Clark Devlin, þar til Devlin lendir í slysi og fer á sjúkrahús. Tong er sendur til baka tli að ná í einhverja hluti fyrir Devlin og mátar í ógáti smóking sem Devlin á, og kemst að því að hann fær yfirnáttúrulega krafta með því að klæðast honum. Þessi uppgötvun ýtir Tong inn í heim alþjóðlegra njósna,... Lesa meira

Jimmy Tong er bílstjóri fyrir milljónamæringinn Clark Devlin, þar til Devlin lendir í slysi og fer á sjúkrahús. Tong er sendur til baka tli að ná í einhverja hluti fyrir Devlin og mátar í ógáti smóking sem Devlin á, og kemst að því að hann fær yfirnáttúrulega krafta með því að klæðast honum. Þessi uppgötvun ýtir Tong inn í heim alþjóðlegra njósna, og hann fær óvanan félaga. ... minna

Aðalleikarar


Vá, ég er varla að trúa mínum eigin augum. Er ég sá eini sem tel þessa vera algjört rusl? Ég er bara hissa meira að segja að sjá fólk gefa þessari mynd hálfa stjörnu, því hún á ekki einu sinni þá einkunn skilið. Þessi mynd er svo mikil leiðindi og af hverju Jackie Chan skuli hafa leikið í henni er mér ráðgáta. Pottþétt versta mynd Jackies og örugglega ein versta mynd sem ég hef séð á minni ævi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þó að The Tuxedo sé slæm mynd þá er hún vafalaust með skárri myndum sem Jackie Chan hefur tekið þátt í enda maðurinn skelfilegur leikari sem kann ekkert nema einhverjar kung fu æfingar. Ekki það að mér leiðist kung fu æfingar beint heldur geri ég hærri kröfur heldur en það. Ég minntist á það að þessi væri í skárri kantinum frá Jackie kallinum og það er aðallega vegna þess að hún verkar ekki eins ódýr eins og margar af hans sorp myndum. Jennifer Love Hewitt lífgar síðan þó nokkuð upp á The Tuxedo, hún á engan stórleik beint en manneskjan er bara svo flott að persónulega get ég horft á allar myndir sem hún leikur í alveg sama hversu vondar þær eru. Myndin rembist af öllum krafti að vera fyndin en það bara tekst ekki. Mark my words:Þið eigið eftir að hlæja lítið sem ekkert. Ég ítreka það að þessi einnar og hálfrar stjörnu mynd er með skárri myndum Jackie Chan's og hún væri jafnvel verri ef að Jennifer væri ekki með og sýnir það því best að Jackie ætti að fara að hugsa sinn gang og fara í langt frí.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyndin og skemmtileg og sem Jackie Chan aðdáandi varð ég ekki fyrir vonbrigðum með bardagaatriðin. Hann er þó hér í nokkuð öðruvísi hlutverki en áður, því hæfileikarnir eru ekki hans eigin, heldur frá hinum glæsilegu jakkafötum sem hann klæðist og koma honum skiljanlega í ýmis konar vandræði. Chan leikur bílstjóra sem er nýráðinn hjá auðkýfingi þegar yfirmaðurinn deyr. Hann lendir þá í því að ung og snjöll vísindakona (Hewitt) telur hann vera yfirmanninn látna og allt fer í steik, þar sem hann hefur ekki þá vitneskju sem þarf. Verkefni súlkunnar (og hans) er m.a. umsjá með tilraunum á einhvers konar ofurpöddum. Óvinir streyma úr öllum áttum og stundum virðist hjálp hinnar góðu aðstoðarkonu og jakkafatanna ógurlegu ekki nægja til... Auðvitað er söguþráðurinn eintómt kjaftæði, en bæði Jackie Chan og Jennifer Love Hewitt eru skemmtileg að vanda og myndin er fín afþreying, þótt hún skilji ekkert eftir sig enda líklega ekki gerð til þess. Hasar, góður húmor og tæknin yfir meðallagi. Ég mæli með þessari fyrir alla sem hafa gaman af Jackie Chan og spennandi gamanmyndum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Tuxedo fjallar um leigubílstjórann Jimmy Tong sem þekktur er fyrir að keyra of hratt. Það vekur athygli njósnarans Clarks Devlin og hann fær Tong til að vera einkabílsjóri sinn. Devlin er alltaf mjög fínn í tauinu og töffari af guðs náð en Tong er misheppnaður og einkar óheppinn. Tong lítur því upp til Devlins. Devlin lendir í slysi og Jimmy Tong prófar að máta smókingin hans og þá er voðinn vís því þessi smókingur býr yfir þeim mætti að geta breytt þeim sem klæðist hann í nokkurskonar ofurhetju. Jimmy Tong þvælist inn í heim alþjóðanjósa og þarf að redda málunum. Þessi mynd er hvorki fugl né fiskur. Hún er með eindæmum vitlaus. Handritshöfundur hefur ekki vitað hvort hann ætlaði að gera spennumynd, gamanmynd, ævintýramynd eða ástarmynd, því hann blandar þessu öllu saman með fáránlegri útkomu. Leikararnir eru hverjum öðrum leiðinlegri og þá sérstaklega Jackie Chan. Hvers vegna er maðurinn að leika? Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hvílík Hollywood-niðurlæging
Enn á ég erfitt með að trúa hvað Jackie Chan hefur gert af sér hérna. Ekki bara stígur hann eitt gífurlega stórt og vandræðalegt skref niður fyrir feril sinn, heldur er hann að byrða með sér eina hallærislegustu og fíflalegustu hasar-grínmynd ársins. Svona verkefni á bara ekkert við manninn. Hann hefur nú verið í misheppnuðum myndum í tonnatali, en yfirleitt bjargast þær af ásamt frábærum slagsmálasenum. The Tuxedo er einmitt ein svoleiðis mynd, nema bara án frábæru slagsmálasenanna.

Hér er allt gert með tæknibrellum og vírum, og eins og rústaði undanförnum myndum Jet Li, þá er það bara ekkert flott þegar það er gert þannig, sérstaklega þegar fagmann eins og Jackie Chan er um að ræða. Jackie er maður sem manni langar engan veginn til að sjá berjast með hjálp brellna. Maður vill sjá hann berjast eins og hann kann í raun og veru, því maður veit vel hversu góður hann er.

Myndir Chans eru flestar reyndar þekktar fyrir að vera með bjánalegt þunnt í flestum tilfellum og afar heimskulegt plott, en þessi gengur alveg langt yfir strikið í þeirri deild. Plottið er ekki bara þunnt, heldur fjandi leiðinlegt og dapurt. Það er líka bara svo hryllilega hallærislegt að það er bara drepfyndið að hugsa út í það.

Jennifer Love Hewitt gerir svo lítið sem ekkert hérna og lætur brjóstin á sér sjá um hlutverkið fyrir hana (ekki að ég hafi eitthvað á móti því). Fáeinir ágætir brandarar standa að vísu uppúr, þótt það hafi aðallega verið þeir sem voru í endanum meðan kreditarnir rúlluðu. En 2-3 miðlungs brandarar komast engan veginn nálægt því að vinna upp í aðgangseyrinn. Sem betur fer er hann væntanlegur í Shanghai Knights og maður getur bara vonast til að hann standi sig betur þar.

3/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.07.2014

Love Hewitt ný í Criminal Minds

Leikkonan vinsæla Jennifer Love Hewitt er nýjasta viðbótin við leikaralið sjónvarpsþáttanna Criminal Minds. Persóna hennar verður kynnt til sögunnar þegar 10. þáttaröðin fer í loftið þann 1. október nk. í Bandaríkjunum. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn