Náðu í appið
Öllum leyfð

The Importance of Being Earnest 2002

(Being Earnest)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. nóvember 2002

Everybody Loves Ernest... But Nobody's Quite Sure Who He Really Is.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Í hvert sinn sem Jack Worthing skreppur til Lundúna frá landaeign sinni í Hertfordshire, þá segist hann ætla að hitta ( uppskáldaðan ) ódælan bróður sinn, Ernest. Þegar hann er kominn til borgarinnar þá notar hann nafnið Ernest, til að fá frið - sem kemur sér vel þegar hans ástkæra Gwendolen segist bara munu geta elskað mann að nafni Ernest. Frændi hennar... Lesa meira

Í hvert sinn sem Jack Worthing skreppur til Lundúna frá landaeign sinni í Hertfordshire, þá segist hann ætla að hitta ( uppskáldaðan ) ódælan bróður sinn, Ernest. Þegar hann er kominn til borgarinnar þá notar hann nafnið Ernest, til að fá frið - sem kemur sér vel þegar hans ástkæra Gwendolen segist bara munu geta elskað mann að nafni Ernest. Frændi hennar Algy, er eina manneskjan sem veit leyndarmál Jack, og dag einn þá fer hann á herragarðinn, og lætur hina aðlaðandi Cecily vita að hann sé hinn ódæli Ernest. Cecily hrífst af honum, en þegar Jack snýr heim og Gwendolen kemur einnig óvænt heim, þá er ljóst að það eru bæði of margir og of fáir Ernest í spilunum. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


The Importance of being Earnest er byggð á leikriti eftir Oscar Wilde sem á íslensku kallast Hreinn umfram allt. Myndin er gerð af sömu aðilum og stóðu að myndinni An Ideal Husband (einnig byggðri á Wilde - leikriti) fyrir ekki svo löngu síðan. Í þeirri mynd lék Rupert Everett líka, en auk hans voru þar Cate Blanchett, Julianne Moore, Minnie Driver og fleiri ansi góðir leikarar. Leikstjórinn er einnig sá sami. Í raun má bara setja þessar tvær myndir saman í pakka, þær eru nokkurs konar systurmyndir, og er óhætt að mæla með þessari nýju fyrir þá sem kunnu að meta þá fyrri. Auk þess þurfa að sjálfsögðu allir Wilde aðdáendur að sjá hana. Til að lýsa myndinni fyrir aðra, er hér á ferðinni ákaflega létt og leikandi gamanmynd sem byggir á misskilningi, tvískinnungi, ástarflækjum og mistaken identities. Wilde er alger snillingur í svona löguðu, og þeir sem ekki þekkja leikritið ættu að skemmta sér betur en t.d. ég sem þekkti allar flækjurnar fyrirfram. Það er ferlega fyndið að sjá þetta í fyrsta sinn.

Aðeins um söguþráð fyrir þá sem það vilja:

John (eða eitthvað man ekki hvað hann hét - allavega Colin Firth (Pride&Prejudice, Bridget Jones, Fever Pitch) leikur hann), er fyrirmyndarmaður á sveitarsetri sínu þar sem skjólstæðingur hans (leikin af Reese Witherspoon) hefst við og lætur sig dreyma um litríkari tilveru. Hann segist hins vegar eiga bróðurinn Earnest sem er alltaf komast í vandræði í Lundúnaborg, og þarf alltaf að vera að fara til Lundúna til að borga skuldir hans og skikka hann til. Þegar hins vegar John kemur til borgarinnar kallar hann sig sjálfur Earnest (sumsé enginn bróðir) og lifir töluvert öðru lífi. Þegar svo vinur hans Algy (Rupert Everett), eltir hann í sveitina, þá fara hlutirnir heldur betur að gerast.

Þetta er alls ekki mynd sem ristir djúpt, eða skilur neitt eftir sig, heldur ágæt og létt afþreying, með frábærum leik úrvalsleikara í flestum stöðum (Judi Dench er að sjálfsögðu snillingur).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn