Náðu í appið
Öllum leyfð

Hollywood Ending 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. júlí 2003

It's Going to be a Shot in the Dark!

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 47% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Val Waxman er kvikmyndaleikstjóri sem var á hátindi ferils síns á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en er nú farinn að leikstýra sjónvarpsauglýsingum. Loks kemur þó að því að hann fær boð um að gera stóra kvikmynd á ný. En þá dynur ógæfan yfir, þegar Val er sleginn tímabundinni blindu, vegna ofsóknaræðis. Þannig að hann, og nokkrir vinir... Lesa meira

Val Waxman er kvikmyndaleikstjóri sem var á hátindi ferils síns á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en er nú farinn að leikstýra sjónvarpsauglýsingum. Loks kemur þó að því að hann fær boð um að gera stóra kvikmynd á ný. En þá dynur ógæfan yfir, þegar Val er sleginn tímabundinni blindu, vegna ofsóknaræðis. Þannig að hann, og nokkrir vinir hans, reyna að hylma yfir þessa fötlun, þannig að yfirmenn kvikmyndaversins og framleiðendur viti ekki að hann er að leikstýra myndinni blindandi. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ekkert sérstök mynd,eiginlega nokkuð svæfandi. Leikstjóri nokkur (Woody Allen) sem er eiginlega hættur að fá vinnu fær verkefni frá fyrrverandi eiginkonu sinni (Tea Léoni) en hún fær það verkefni í gegnum núverandi eiginmann sinn sem Woody finnst pain in the ass eins og kanarnir kalla það. Hollywood Ending er ekkert sérstök mynd en kannski bara fyrir mestu aðdáendu Allens.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg þar sem Allen sjálfur fer á kostum sem leikstjóri sem virðist alltaf lenda í einhverjum áföllum þegar hann á að taka að sér verkefni.Fær tilboð um að leikstýra stórmynd og missir sjónina en ákveður samt að reyna að klára myndina. Allen hefur vaxið í áliti hjá mér en aðallega vegna eldri mynda hans og ég er viss um að myndir hans myndu glata öllu ef hann léki ekki sjálfur í þeim þó að hann sé nú ekki besti leikarinn sem maður hefur séð. Hollywood Endings er fínasta afþrying en af gefnu tilefni(þar sem hún er ekki á Kvikmyndir.is)vil ég benda ÖLLUM(áhersla,takk) á að sjá EVERY THING YOU ALWAYS WANTED TO KNOW ABOUT SEX...BUT WERE AFRAID TO ASK.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Woody Allen er hiklaust einn af þekktustu kvikmyndaleikstjórum Bandaríkjanna. Engum hefur sennilega tekist öðrum fremur að fanga athygli kvikmyndaunnenda, annaðhvort með því að heilla þá eða valda hneykslan þeirra og ná ennfremur fram því allra besta frá leikurum sínum. Í þessari nýjustu mynd sinni fer meistarinn eins og áður á kostum og fetar af stakri snilld rétta leið milli gamans og alvöru. Hér segir af Val Waxman (Allen) sem var stórlax í kvikmyndaheiminum á sjöunda og áratug 20. aldarinnar, en má muna sinn fífil fegurri og er farinn að leikstýra sjónvarpsauglýsingum þegar hér er komið sögu. Loksins, eftir langa eyðimerkurgöngu býðst honum tækifærið, að leikstýra á ný stórmynd. Hann þiggur það að sjálfsögðu með þökkum - hann virðist vera á réttri leið loksins. En þá missir Val sjónina og veit vart sitt rjúkandi ráð. Hvernig á hann að ná að gera myndina blindur? Með aðstoð vina reynir hann að gera myndina án þess að kvikmyndamógúlarnir í stúdíóinu komist að því hvernig komið er. Sem fyrr eru meistarataktarnir greinilegir. Húmorinn er óaðfinnanlegur sem fyrr og hann nær alltaf að hitta á rétta taktinn. Seinustu myndir leikstjórans hafa að mínu mati lukkast vel og ég var t.d. mjög ánægður með Curse of the Jade Scorpion, Small Time Crooks og Sweet and Lowdown. Handrit leikstjórans er eins og ávallt áður stútfullt af góðum hugmyndum og fínum húmor. Allen er sem fyrr í aðalhlutverki og er fínn í hlutverki leikstjórans blinda. Sem fyrr hefur hann fengið til liðs við sig fjölda stórstjarna, meðal þeirra sem eru í leikarahópnum hér eru George Hamilton, Treat Williams, Mark Rydell, Debra Messing og Téa Leoni. Niðurstaðan er því sú að meistari Allen kann enn þá list að gera góðar myndir og hittir á skemmtilega tóna hér. Ég er mikill aðdáandi leikstjórans og er kannski of mikill Allen-spekúlant til að hallmæla nokkurn tímann verkum hans og tala illa um þau. Hafði virkilega gaman af þessari og mæli hiklaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ágætur Allen er skárra en ekkert
Mér finnst fólk nú til dags vera farið að vanmeta Woody gamla. Hann er sagður vera að missa sinn damp og húmor með undanförum myndum sínum (Celebrity, Small Time Crooks og Curse of the Jade Scorpion svo einhverjar séu nefndar) en ég er bara afskaplega ósammála því. Jú jú, stíllinn hans er kannski almennt svolítið einhæfur, en húmorinn hefur hann þó a.m.k. ennþá. Þessi nýjasta, Hollywood Ending, er kannski heldur betur síðri en Curse of the Jade Scorpion (sem mér finnst vera ferlega vanmetin mynd) en hún nær engu að síður að framkalla úr manni hlátur og handrit Allen's er uppfullt af kostulegum atvikum sem og skemmtilegum hugmyndum.

Leikaraliðið er þó ekki eins gott og oftast áður, en leikurinn sjálfur er a.m.k. góður. Woody er náttúrlega brilliant eins og alltaf, og Téa Leoni, Treat Williams og George Hamilton eru einnig prýðisgóð. Húmorinn er einnig til staðar og er - eins og alltaf - í höndum Allen's. Myndin segir frá kvikmyndaleikstjóra (Allen) sem hefur ekki fengið neitt almennilegt að gera undanfarin 10 ár. Dag nokkurn býðst honum einstakt tækifæri að leikstýra væntanlegri stórmynd, sem hann hiklaust tekur að sér, en áður en tökur ná að hefjast verður hann óvænt blindur, en þar sem hann vill alls ekki láta reka sig ákveður hann að láta eins og ekkert hafi skorist og fær með sér nokkra félaga sína til að hjálpa sér með það að klára þessa kvikmynd áður en nokkuð fattast.

Söguþráðurinn er skondinn og skemmtilegur til að rekja eftir, atburðarásin er hlægileg (sérstaklega fyrir þá sem vita eitthvað um kvikmyndagerð) og eins og lagið er hjá gamla manninum þá sér hann til þess að hún haldi áhuga manns allan tímann. Hollywood Ending nær samt ekki alveg að koma fram með neinn ferskleika, manni finnst maður hafi séð svo oft eitthvað þessu líkt áður (The Player kemur t.d. upp í hugann), auk þess hefði mátt skera svona stundarfjórðungi af lengdinni.

En þetta er þó prýðileg afþreying samt sem áður, og þó svo hún komist hvergi með tærnar þar sem margar af fyrri myndum kappans hafa hælanna þá er hún alveg tímans virði.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn