Náðu í appið

L.I.E. 2001

(Long Island Expressway)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

On the Long Island Expressway there are lanes going east, lanes going west, and lanes going straight to hell.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

15 ára gamall drengur frá Long Island, Howie, missir allt og alla sem hann þekkir, og kynnist sér miklu eldri manni. Móðir hans er dáin, faðir hans byggingaverktaki, hefur enga stjórn á kærustunni hvað þá syninum. Howie er að kanna eigin kynvitund nánast eftirlitslaust. Hann og vinir hans fara að brjótast inn í hús í miðstéttarhverfunum nálægt hraðbrautinni.... Lesa meira

15 ára gamall drengur frá Long Island, Howie, missir allt og alla sem hann þekkir, og kynnist sér miklu eldri manni. Móðir hans er dáin, faðir hans byggingaverktaki, hefur enga stjórn á kærustunni hvað þá syninum. Howie er að kanna eigin kynvitund nánast eftirlitslaust. Hann og vinir hans fara að brjótast inn í hús í miðstéttarhverfunum nálægt hraðbrautinni. Ásamt vini sínum Gary brýst hann inn til Big John, sem er virtur í samfélaginu. Big John sakar Gary um innbrotið, og Howie kemst að því vinur hans hefur lifað tvöföldu lífi, og Big John á sér einnig leyndarmál.... minna

Aðalleikarar


Stundum er nauðsynlegt fyrir geðheilsuna að skrúfa fyrir Hollywood og hlamma sér á sófann með haug af góðum indie-myndum sem maður komst aldrei til að sjá í bíó. Ég sá L.I.E. í einu svona kasti og sé ekki eftir því. Titillinn er skammstöfun á Long Island Expressway, sem er einhver leiðinlegasta og litlausasta hraðbraut Bandaríkjanna. Fyrir utan það að vera í nágrenni aðalpersónanna er titillinn tilvísun í leiðindin sem fylgja því að búa í úthverfum, sem eru andlegar auðnir nútímans. Þessi leiðindi leiða ungt fólk oft út í smáglæpi og önnur minni prakkarastrik, og það er einmitt það sem táningarnir hér gera. Þessi afglöp verða til þess að þeir kynnast eldri manni (Brian Cox, frábær að venju), sem reynist vera geðgóður og viðkunnanlegur barnaperri með smekk fyrir ungum drengjum. Þetta er síður en svo hversdagsleg saga, en leikstjórinn Michael Cuesta fer með viðfangsefnið á eins smekklegan máta og maður getur ímyndað sér. Það eru hins vegar leikararnir sem eiga mest hrós skilið. Eðalleikarinn Cox er aðdáunarverður í sínu hlutverki, og þeir Paul Franklin Dano og Billy Kay eru sérlega góðir í hlutverki vandræðaunglinganna. L.I.E. er alls ekki hvers manns smekkur, en þeir sem leggja í hana á annað borð ættu að vera sáttir þegar yfir lýkur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn