Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ekki veit ég hvort þessi mynd hafði verið djók, eða allvara. Því þegar ég horfði á hana, fannst mér eins og þetta væri eitthvað djók, en samt voru allir svo há alvarlegir í myndinni.
Þessi mynd er um fólk í litlum smábæ sem verða fórnalömb af stökkbreyttum kóngulóm. Þegar ég horfði á myndina leið mér stundum svolítið óþægilega, því ég er einn af þeim sem er með hræðilega fóbíu fyrir kóngulóm, og ég fékk alltaf mjög sterka tilfeningu fyrir því að ein af þessum kóngulóm væru á mér.
Myndin í heild sinni er bara eitt stórt djók, og þá ekkert endilega á vondan hátt, því hún er ágætis af þreiging. Maður hló svolítið, ég skemmti mér ágætlega, en samt frekar mikil drasl mynd, í heildina litið illa leikin, og svona frekar sérstök mynd, en það er stundum bara gaman að því.
Ömurlegt kjaftæði sem að hefði alveg mátt sleppa að gera sökum leiðinlegra leikara. Þetta er eins og einhver mynnist á bara hálfgerð B-mynd, en þar sem að hún reynir að lyfta sér á hærra plan en það þá er hún orðin handónýt. Ég varð aldrei hræddur, hló ekkert og fann ekki til með þeim sem urðu köngulónum að bráð.
Skemmtileg B-mynd en með allt of klisjukenndum söguþráði. Kjarnolkuúrgangur dettur úr bíl rétt hjá köngulóabæli og breytir þeim í stór skrímsli sem ráðast á Arizona. Fógetinn og kærasti hennar (David Arquette,Scream) reyna að drepa þær með hjálp íbúana og klaufskri löggu. Góður húmor gerir myndina með léttum undirtóni og það gerir myndina svo góða.
Ég var svo heppinn að taka eina mynd á leigu til að hita mig upp fyrir þessa. Eins og sumir gætu vitað, þá er þessi mynd endurgerð af einni eða fleyri gömlum skrímslamyndum nema með betri tæknibrellum og svaka húmor (þótt gömlu myndirnar séu nú bara findnar fyrir það að vera gamlar). Ég tók The Night of the Lapus sem gaf mér betri sýn á hvað var verið að gera grín að í þessari mynd. Sem sagt, það er köngulær úr köngulóa búi sem sleppa eftir að þær hafa fengið steraeitur. Og núna eru þær að drepa allt og alla. Þarf að segja meira? Mikil steipa hér á sveimi og mjög findin, sérstaklega ef þú nennir að hita þig upp með einni sígildri hrollvekjud frá því í gamladaga.
Góð mynd, virðist vera eða er bein tilvísun á gömlu góðu B-myndirnar eins og talað hefur verið um. Ég er tremorsaðdáðandi og er mjög hrifin að þessari mynd sem er eins í uppbyggingu, ódýr, hnitmiðuð og fyndin. Þótt hún var ódýr er hún dáldið lík 1996 tðlvuteiknuðum myndum á borð við The Lost World (ekki úr Jurrassic Park seríunni), er þá þetta dáldið gott miðað við hversu lítið hún kostaði. Stundum getur maður heyrt að kóngulærnar hafa mannlega eiginleika eins og líst er hér að ofan. Formúlan er sú sama og úr nokkrum '80 myndum í leikaravali, engir þekktir leikarar (fyrir utan einn). Gerir það myndina raunverulegri eins og þeir í gamla daga hugsuðu. Allir nema þeir sem haldnir eru kóngulóarfóbíu ættu að fara á þessa mynd, sama þótt trailerinn sukkaði.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Randy Kornfield, Ellory Elkayem
Framleiðandi
Warner Bros.
Vefsíða:
eightleggedfreaks.warnerbros.com
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
9. ágúst 2002
VHS:
30. janúar 2003