Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

No Man's Land 2001

(No Mans Land)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. mars 2002

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Eftir margvíslegar skærur, þá mætast tveir særðir hermenn í skurði, einn bosnískur og einn serbneskur, í einskismannslandinu á milli víglínunnar. Þeir bíða myrkurs, hrópa ókvæðisorð að hvorum öðrum. Hlutirnir flækjast þegar annar særður Bosníumaður kemur, en getur ekki hreyft sig af því að hann stendur ofaná jarðsprengju. Mennirnir tveir hjálpast... Lesa meira

Eftir margvíslegar skærur, þá mætast tveir særðir hermenn í skurði, einn bosnískur og einn serbneskur, í einskismannslandinu á milli víglínunnar. Þeir bíða myrkurs, hrópa ókvæðisorð að hvorum öðrum. Hlutirnir flækjast þegar annar særður Bosníumaður kemur, en getur ekki hreyft sig af því að hann stendur ofaná jarðsprengju. Mennirnir tveir hjálpast að við að veifa hvítum flöggum, hringt er á Sameinuðu þjóðirnar, enskur fréttamaður birtist, franskur liðþjálfi sýnir hugrekki, og mennirnir þrír í einskismannslandinu gætu mögulega fundið leið til að sættast.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Mér finst No Man's Land vera algjör snilld, hún fékk Óskarsverðlaun og Golden Globe fyrir bestu erlendu myndina árið 2001. Hún fjallar um litla hersveit frá Serbíu sem villist inná óvinaslóðir og Bosníu menn sjá þá og skjóta á þá, aðeins tveir lifa að og þeir fara ofan í skotgröf. Bosníu mennirnir sem skutu á þá senda tvo hermenn til þess að gá ofan í skotgröfina og finna þar þá sem sluppu. Einn að þeim sem sluppu var meiddur og Bosníu mennirnir setja sprengju undir hann þannig ef að hann hreyfir sig springur sprengjan. Hinn serbinn var ekki mikið meiddur og hann skaut einn að Bosníu mönnunum en leyfði hinum að lifa. Þeir tveir reyna að fá hjálp svo manninum með sprengjuna undir sér deyji ekki. Jæja ég ætla ekki að seigja meira um myndina fyrir þá sem hafa ekki séð hana. Að mínu mati er þetta ein að bestu myndum sem eru ekki frá bandaríkjunum eða bretlandi. Mér finst ekki vera gamanmynd eins og stendur hér inná kvikmyndir.is heldur frekar Drama. Fyrst vissi ég ekki af hverju hún No Man's Land, en það er útaf því að skotgröfin sem þeir eru í er á landamærum Serbíu og Bosníu, ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

No Man´s Land vann Óskarinn og Golden globe verðlaunin og átti það svo sannarlega skilið. Fjallar aðallega um tvo óvini sem eru fastir saman í skotgröf. Samtölin eru ótrúlega góð og myndin er bara algjör snilld. Gott dæmi um vandaða mynd og þar að auki frumraun leikstjórans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd sem fékk óskarsverðlauni og Golden Globe-verðlaunin sem besta erlenda myndin árið 2001. Myndin gerist í Bosníustríðinu og byrjar hún á því að Bosnísk hersveit villist í þokku og lendir á miðjum vígmelli Serba og Bosníumanna og eru allir skotnir niður af Serbum nema tver sem ná að flýa í skotgröf og þar fær annar Bósníumaðurin sperngjubrot í sig og telur félagi hans hann af. Og þegar tveir Serbiskir hermenn koma til að athuga skotgröfina taka þeir manninn sem varð fyrir sprengjubrotinu og festa undir hann sprengju sem myndi springa þegar hann yrði hreyfður. En Bosníumaðurinn sem komst lifandi ofan í skotgröfina drepur annan Serban og skýtur hinn en ákveður að þyrma lífi hans. Og út frá því hefst ótrúleg atburðarás þar sem óvinnahermenirnir tveir gera allt til að ná atygli samfélagsins og fá björgun. Þetta er einn áhrifa mesta mynd sem ég hef séð og sömuleiðis besta mynd sem ég hef séð sem er hvorki Bandarísk, Bresk eða Íslensk. Danis Tanovic vinnur hér öndvegis verk og sýnir hann manni stríðið á mjög raunsæginn hátt. Sem sagt, hér er á ferðinni mynd sem enginn sanur kvikmyndáhugamaður má missa af. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Erlenda óskarsverðlaunamyndin í ár er No man´s land sem á óskarinn alveg skilið vegna þess að hún er einfaldlega mjög góð. Hún vann einnig Golden globe verðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin. Hún gerist í stríðinu í Bosníu og fjallar um hermann frá Bosníu sem er fastur í skotgröf með hermanni úr óvinaliðinu. Óvinirnir höfðu fest sprengju á særðan vin hans og verður að ná í sprengjufræðing til að gera hana óvirka. Þetta er frumraun leikstjórans Danis Tanovic sem skrifar einnig handritið. Hún kemur frekar á óvart og er hin besta skemmtun þótt hún sé frekar alvarleg ádeila á stríðið í Bosníu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn