Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Brazil 1985

It's only a state of mind.

132 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Sam Lowry er langhrjáður tækniveldissinni í framtíðarsamfélagi sem er að hnigna. Hann dreymir um líf þar sem hann getur flúið frá tækninni og skrifræðinu, og eytt eilífðinni með draumakonunni. Á meðan hann reynir að leiðrétta ranga handtöku Harry Buttle, þá hittir Lowry konuna sem hann er alltaf að elta í draumum sínum, Jill Layton. Á sama tíma hefur... Lesa meira

Sam Lowry er langhrjáður tækniveldissinni í framtíðarsamfélagi sem er að hnigna. Hann dreymir um líf þar sem hann getur flúið frá tækninni og skrifræðinu, og eytt eilífðinni með draumakonunni. Á meðan hann reynir að leiðrétta ranga handtöku Harry Buttle, þá hittir Lowry konuna sem hann er alltaf að elta í draumum sínum, Jill Layton. Á sama tíma hefur skrifræðisbáknið gert hann ábyrgan fyrir röð hryðjuverkasprenginga og líf bæði Sam og Jill eru í hættu.... minna

Aðalleikarar


Ég veit ekki af hverju, en mér fannst þessi mynd svo mikil steik að það er ekki eðlilegt. Hún lætur Fear and Loathing in Las Vegas líta út eins og... Get ekki útskýrt. En maður hefur fengið skrýtnar myndir frá Terry Gilliam sem var mjög gaman að, en hérna finnst mér hann fara soldið yfir strikið. Þegar ég horfði á þessa ræmu, náði ég varla samhenginu á sögunni og á endanum ruglaði hún mig endanlege(kannski var það markmið hans með þessari mynd). En hann fær stórt hrós fyrir frumleika, og það er eiginlega það besta við Brazil. En ef þið ætlið að horfa á þessa, mæli með að hafa opinn huga fyrir henni. Þarf kannski að kíkja á hana aftur, þá gæti ég skilið um hvað hún er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brazil er á óvenjulegan hátt afskaplega aðlaðandi kvikmynd. Ég hef horft á hana þó nokkrum sinnum og sé stanslaust nýjar hliðar og víddir í Brazil. Það er ekki einfalt mál að draga upp söguþráð myndarinnar en ekki væri ég nú mikill kvikmyndagagnrýnandi ef ég í það minnsta gerði ekki tilraun til þess. Sam Lowry er skrifstofumaður í framtíðar þjóðfélagi sem byggt er upp af reglugerðum og endalausum eyðublöðum sem þarf að fylla út. Sam er meðalmaður og hefur littla þrá fyrir betra starf eða að vera partur af hinu fínna samfélagi borgarinnar (sem móðir hans er þó að reyna draga hann inn í). Nei, hann dreymir um frelsi, og frelsi með draumadísinni sinni. Í byrjun myndarinnar er fyrir mistök rangur maður handtekinn fyrir hryðjuverk, og lifir ekki af yfirheyrslur lögreglunnar. Yfirmaður Sams er að sjálfsögðu frekar óhamingjusamur með þetta (ekki með að rangur maður var drepinn, heldur vegna pappírsvinnunnar sem er nauðsynleg vegna þess), en vegna þess hversu mikil mannleysa hann er, þá fær hann Sam til að reyna leiðrétta þessa villu. Við það dregst Sam inn í undirheim borgarinnar, kynnist draumadísinni sinni fyrir alvöru og fer að uppgötva hinar verri hliðar samfélagsins. Brazil er einstaklega vel gerð, og nær að skapa undarlegan heim sem skilar sér vel til áhorfenda. Hetjan, Sam Lowry, leikinn af Jonathan Pryce er ólíkleg hetja og er voðalegur aumingi á venjulegum degi, Jonathan tekst samt á trúverðugan hátt að sýna hvernig ást hans á draumadísinni umbreytir honum frá venjulegum manni í hversdagshetju. Aukahlutverk í þessari mynd, eru sko engin aukahlutverk. Vel skipað lið af leikurum gerir hvert atriði að augnakonfekti. Má þar nefna: Robert De Niro sem leikur sjálskipaðan loftræstikerfis viðgerðamanninn Archibald 'Harry' Tuttle. Bob Hoskins leikur Harry, annan viðgerðamann, sem vinnur þó fyrir ríkið (og hefur fulla virðingu á pappírsvinnu og reglugerðum!). Michael Palin leikur yfirheyrslu sérfræðing hjá lögreglu borgarinnar, Jack Lint, sem virðist taka starf sitt afar alvarlega. Að lokum má nefna Ian Holm (vélmennið frá Alien), sem leikur Mr. M Kurtzmann, yfirmann Sam Lowry. Brazil er ein af þessum myndum sem fær mann á sérkennilegan máta til að líta á sitt eigið samfélag, og ekki svo mikið efa hversu gott það er, heldur byrja spurja hvort maður eigi kannski að efa manns daglega líf og ekki taka allt í kringum mann sem hið eina rétta! Svona persónulega, þá er þessi mynd alveg sérstaklega viðeigandi fyrir mig um þessar mundir. Hér í Þýskalandi, þá hef ég tekið eftir mjög svipuðum einkennum eins og í samfélagi Brazil. Þeir elska reglugerðir og eru útfylling á eyðublöðum oft mikilvægari heldur án ástæðan fyrir því að verið er að fylla þau út. Hvað um það, endilega lítið á Brazil, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn